Erlent

Byssugelt í Haag fyrir stundu

Byssugelt heyrðist í Haag í Hollandi fyrir nokkrum mínútum í kjölfar aðgerða lögreglu vegna hryðjuverkaviðvörðunar. Ekki er vitað hver skaut eða hvers vegna. Lögreglumenn umkringdu byggingu þar sem Jan Peter Balkenende forsætisráðherra og fleiri hafa skrifstofur. Hollenskir fjölmiðlar hafa ekki enn fengið upplýsingar um hvers eðlis ógnin var en talsmenn stjórnvalda staðfestu þegar í stað að ekki væri um æfingu að ræða. Heimildarmenn Reuters segja að hætta hafi verið á hryðjuverkum um hríð í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×