Gagnrýna hernaðarvanmátt Evrópu 14. október 2005 00:01 Í nýrri sérfræðiskýrslu um varnarmál í Evrópu er komist að þeirri niðurstöðu að ráðamenn í flestum löndum álfunnar hafi sýnt vanrækslu með því að láta hjá líða að nútímavæða herafla landa sinna svo að hann stæðist kröfur tímans. Varnarmálaráðherrar ESB-ríkja tóku undir þessa gagnrýni á fundi sínum fyrir helgi. Á fundi ráðherranna, sem fór fram í miðstöð brezka flughersins vestur af Lundúnum, skorðuðu varnarmálaráðherrar Bretlands og Frakklands á evrópska bandamenn sína að grípa til ráðstafana til að nútímavæða herafla sinn og auka fjárfestingar í búnaði sem gagnast við varnir gegn hryðjuverkum og öðrum ógnum nútímans. Brezki ráðherrann John Reid tók undir niðurstöður skýrslu sem áhrifamikil varnarmálahugveita í Washington, CSIS, gaf út í vikunni. Þar eru stjórnvöld Evrópuríkja harðlega gagnrýnd fyrir að skera niður útgjöld til varnarmála og láta hjá líða að koma upp hersveitum sem færar eru um að vera sendar með skömmum fyrirvara um langan veg til að takast á við hættur á borð við hryðjuverkaöfl, ríki í upplausn og svæðisbundin átök. „Við verðum að verja fé í að kaupa búnað sem hæfir ógnum nútímans, ekki ógnum síðasta eða þarsíðasta áratugar," tjáði Reid starfssystkinum sínum frá hinum Evrópusambandslöndunum, en hann stýrði fundi þeirra þar sem Bretar gegna formennskunni í sambandinu þetta misserið. Hefur skort pólitískan vilja Áframhaldandi hernaðarleg vangeta Evrópuríkjanna stefnir líka í að grafa undan Atlantshafsbandalaginu, eftir því sem munurinn heldur áfram að aukast á hernaðargetu Bandaríkjanna og evrópsku bandamannanna. Þetta fullyrða tveir fyrrverandi NATO-herforingjar, Klaus Naumann sem var yfirmaður þýzka heraflans, og bandaríski hershöfðinginn Joseph Ralston sem var yfirherforingi NATO í Evrópu fram til ársins 2003, í formála að skýrslu CSIS. Stjórnvöld margra Evrópulanda hafa á undanförnum árum verið að vinna, bæði í gegnum NATO og ESB, að því að breyta og bæta uppbyggingu herafla síns, en í skýrslunni segir að evrópsku ríkisstjórnirnar - oft bundnar í báða skó vegna fjárlagahalla - hafi brugðizt þessum fyrirheitum svo að framfarirnar séu allt of hægar og nái of skammt. „Evrópska ráðamenn hefur almennt skort pólitískan vilja til að gera það sem nauðsyn krefur til að loka þessari gjá milli þarfa og getu," segir í skýrslunni. Samræmdur hergagnamarkaður lykilatriði Að mati skýrsluhöfunda er lykilatriði að hergagnamarkaður Evrópu - sem hingað til hefur verið hólfaður niður eftir landamærum þjóðríkjanna - verði opnaður til að aðstæður skapist til stærðarhagkvæmni, betri samkeppnishæfni og betri nýtingar þeirra aura sem veitt er til rannsókna og þróunar á þessu sviði. Á fundi varnarmálaráðherra ESB fyrir helgi náðist áfangi að þessu marki og er vonast til að gengið verði frá samkomulagi í næsta mánuði þar sem nánar verði kveðið á um hvernig þessu verði komið í kring. Óháð því sömdu ráðherrar tíu ESB-ríkja um að þau ynnu saman að því að koma sér upp tankflugvélum sem geta fyllt á eldsneytisgeyma annarra herflugvéla á flugi, en skorturinn á slíkum vélum er meðal þess sem sagt er hamla hreyfanleika evrópskra herja einna mest. Allt í allt verja ESB-ríkin 25 um 180 milljörðum evra, andvirði 13.300 milljarða króna, til varnarmála árlega. Þar af eru útgjöld Breta og Frakka nærri helmingurinn. Til samanburðar eyddu Bandaríkin nærri tvöfalt hærri upphæð til varnarmála á síðasta ári. Höfundar CSIS-skýrslunnar mælast til að Evrópuríkin reyni að verja minnu til mannafla en þess í stað meiru til rannsókna og þróunar og kaupa á nýjasta og bezta búnaði. Bandaríkjamenn verja fimm sinnum hærri upphæð til vígbúnaðarrannsókna en evrópsku bandamennirnir. Erlent Fréttir Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Í nýrri sérfræðiskýrslu um varnarmál í Evrópu er komist að þeirri niðurstöðu að ráðamenn í flestum löndum álfunnar hafi sýnt vanrækslu með því að láta hjá líða að nútímavæða herafla landa sinna svo að hann stæðist kröfur tímans. Varnarmálaráðherrar ESB-ríkja tóku undir þessa gagnrýni á fundi sínum fyrir helgi. Á fundi ráðherranna, sem fór fram í miðstöð brezka flughersins vestur af Lundúnum, skorðuðu varnarmálaráðherrar Bretlands og Frakklands á evrópska bandamenn sína að grípa til ráðstafana til að nútímavæða herafla sinn og auka fjárfestingar í búnaði sem gagnast við varnir gegn hryðjuverkum og öðrum ógnum nútímans. Brezki ráðherrann John Reid tók undir niðurstöður skýrslu sem áhrifamikil varnarmálahugveita í Washington, CSIS, gaf út í vikunni. Þar eru stjórnvöld Evrópuríkja harðlega gagnrýnd fyrir að skera niður útgjöld til varnarmála og láta hjá líða að koma upp hersveitum sem færar eru um að vera sendar með skömmum fyrirvara um langan veg til að takast á við hættur á borð við hryðjuverkaöfl, ríki í upplausn og svæðisbundin átök. „Við verðum að verja fé í að kaupa búnað sem hæfir ógnum nútímans, ekki ógnum síðasta eða þarsíðasta áratugar," tjáði Reid starfssystkinum sínum frá hinum Evrópusambandslöndunum, en hann stýrði fundi þeirra þar sem Bretar gegna formennskunni í sambandinu þetta misserið. Hefur skort pólitískan vilja Áframhaldandi hernaðarleg vangeta Evrópuríkjanna stefnir líka í að grafa undan Atlantshafsbandalaginu, eftir því sem munurinn heldur áfram að aukast á hernaðargetu Bandaríkjanna og evrópsku bandamannanna. Þetta fullyrða tveir fyrrverandi NATO-herforingjar, Klaus Naumann sem var yfirmaður þýzka heraflans, og bandaríski hershöfðinginn Joseph Ralston sem var yfirherforingi NATO í Evrópu fram til ársins 2003, í formála að skýrslu CSIS. Stjórnvöld margra Evrópulanda hafa á undanförnum árum verið að vinna, bæði í gegnum NATO og ESB, að því að breyta og bæta uppbyggingu herafla síns, en í skýrslunni segir að evrópsku ríkisstjórnirnar - oft bundnar í báða skó vegna fjárlagahalla - hafi brugðizt þessum fyrirheitum svo að framfarirnar séu allt of hægar og nái of skammt. „Evrópska ráðamenn hefur almennt skort pólitískan vilja til að gera það sem nauðsyn krefur til að loka þessari gjá milli þarfa og getu," segir í skýrslunni. Samræmdur hergagnamarkaður lykilatriði Að mati skýrsluhöfunda er lykilatriði að hergagnamarkaður Evrópu - sem hingað til hefur verið hólfaður niður eftir landamærum þjóðríkjanna - verði opnaður til að aðstæður skapist til stærðarhagkvæmni, betri samkeppnishæfni og betri nýtingar þeirra aura sem veitt er til rannsókna og þróunar á þessu sviði. Á fundi varnarmálaráðherra ESB fyrir helgi náðist áfangi að þessu marki og er vonast til að gengið verði frá samkomulagi í næsta mánuði þar sem nánar verði kveðið á um hvernig þessu verði komið í kring. Óháð því sömdu ráðherrar tíu ESB-ríkja um að þau ynnu saman að því að koma sér upp tankflugvélum sem geta fyllt á eldsneytisgeyma annarra herflugvéla á flugi, en skorturinn á slíkum vélum er meðal þess sem sagt er hamla hreyfanleika evrópskra herja einna mest. Allt í allt verja ESB-ríkin 25 um 180 milljörðum evra, andvirði 13.300 milljarða króna, til varnarmála árlega. Þar af eru útgjöld Breta og Frakka nærri helmingurinn. Til samanburðar eyddu Bandaríkin nærri tvöfalt hærri upphæð til varnarmála á síðasta ári. Höfundar CSIS-skýrslunnar mælast til að Evrópuríkin reyni að verja minnu til mannafla en þess í stað meiru til rannsókna og þróunar og kaupa á nýjasta og bezta búnaði. Bandaríkjamenn verja fimm sinnum hærri upphæð til vígbúnaðarrannsókna en evrópsku bandamennirnir.
Erlent Fréttir Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira