Erlent

Leitinni hætt

Björgunarsveitir hættu formlegri leit að fórnarlömbum jarðskjálftans í pakistanska Kasmír í gær en nánast útilokað er að finna fleiri á lífi í rústunum. Vika er nú liðin síðan jarðskjálftinn reið yfir og er talið að í það minnsta 35.000 manns hafi beðið bana í hamförunum. „Þetta er nöpur staðreynd en viku eftir skjálftann eru afar fáir enn á lífi í rústunum," sagði Jan Egeland, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að uppbyggingin á hamfarasvæðunum myndi kosta milljarða og hún tæki mörg ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×