Fréttir

Fréttamynd

Geir Haarde tekur við formennsku

Geir H. Haarde utanríkisráðherra tekur við formennsku í Sjálfstæðisflokknum, stærsta stjórnmálaflokki landsins, á lokadegi landsfundar hans í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mikil gleði í Danmörku vegna prins

Mikil gleði ríkir í Danmörku vegna fæðingar litla prinsins í nótt. Krónprinsaparið Friðrik og María eignaðist 14 marka son sem var 51 sentímetri.

Erlent
Fréttamynd

Dóu þegar hús hrundi í Barcelona

Fimm fórust þegar þriggja hæða fjölbýlishús í Barcelona á Spáni hrundi til grunna í nótt. Það voru einkum innflytjendur frá Norður-Afríku sem bjuggu í húsinu sem var byggt á átjándu öld. Ekki er vitað um ástæður þess að byggingin hrundi en björgunarsveitir eru enn á vettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Ólöglegar rjúpnaskyttur

Lögreglan í Vík handtók í gær fjórar rjúpnaskyttur. Landeigandi hafði samband við lögreglu þar sem skytturnar voru við veiðar í hans landi án heimildar. Mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglstöðina á Kirkjubæjarklaustri, grunaðir um að hafa verið við veiðar án tilskyldra leyfa og án heimildar landeigenda.

Innlent
Fréttamynd

Mannskætt rútuslys í Bangladess

Að minnsta kosti 18 létust og 25 slösuðust þegar rúta fór út af vegi og lenti í fljóti í norðurhluta Bangladess í dag. Fimmtí farþegar voru í rútunni þegar hún steyptis í ána. Ekki er ljóst hvers vegna rútan fór út af veginum.

Erlent
Fréttamynd

Fimmtán milljónir á kjörskrá

Fimmtán milljónir Íraka hafa í dag tækifæri til að kjósa um stjórnarskrá landsins. Kosningaþátttaka er sögð góð þrátt fyrir árásir og hótanir uppreisnar- og hryðjuverkamanna.

Erlent
Fréttamynd

Framsókn minnst í borginni

Framsóknarflokkurinn mælist minnstur allra flokka í borginni samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, en aðeins 2,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja hann. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur fylgis tæplega 46 prósenta en Samfylkingin er með næstmest fylgi, eða 30,8 prósent. Vinstri - grænir fengju 14,8 prósent ef kosið yrði nú en frjálslyndir 3,9 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Margir búa undir berum himni

Staðfest hefur verið að ekki færri en 38 þúsund týndu lífi í jarðskjálftanum í Kasmír fyrir viku. Talið er að allt að tvær og hálf milljón hafi misst heimili sín og hafist við undir berum himni í nýstingskulda.

Erlent
Fréttamynd

Hlýindi um land allt

Hlýtt var í veðri víðast hvar á landinu í gær og mældist hitinn mestur á Hafnarmelum á Vesturlandi, þrettán stig á hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir eftir baráttuanda

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann.

Innlent
Fréttamynd

Geir vill selja Landsvirkjun

Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati.

Innlent
Fréttamynd

Börnin í Kasmír í stórhættu

Börnin sem lifðu af jarðskjálftann í Kasmír eru í stórhættu að mati sérfræðinga hjálparstofnana. Þeir segja vosbúð, vannæringu, kulda og hugsanlegar farsóttir stefna lífi barnanna í hættu.

Erlent
Fréttamynd

Hæsta hlutfall virðisaukaskatts

Hlutfall virðisaukaskatts af þjóðarframleiðslu var hæst á Íslandi af öllum OECD-löndunum á síðasta ári. Hlutfall skatta á fyrirtæki af heildarskatttekjum ríkissjóðs er hins vegar næstlægst.

Innlent
Fréttamynd

Avion næstframsæknast í Evrópu

Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búið að opna Hvalnesskriður

Búið er að opna Hvalnesskriður en enn er ófært um Þvottárskriður og ekki er víst að það náist að opna þær í dag. Lokað er á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vegna vatnavaxta. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að ástæðislausu á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna skriðuhættu. Það rignir mikið á þessu svæði.

Innlent
Fréttamynd

Róleg nótt á höfuðborgarsvæðinu

Nóttin var með allra rólegasta móti hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og virðist sem fáir hafi verið á ferli. Fáir munu hafa verið í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og þá hafði lögregla í Kópavogi og Hafnarfirði lítið að gera. Einn var þó stöðvaður grunaður um ölvunarakstur í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglunnar og tveir voru stoppaðir vegna sömu saka í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Vilja úttekt á flutningi flugs

Samgöngunefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til að gerð verði flugtæknileg, fjárhagsleg, öryggisleg og hagsmunaleg úttekt á því að hvort færa eigi miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni og byggja upp flugvöll á stórhöfuðborgarsvæðinu, sem sátt gæti náðst um á landsvísu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi nefndarinnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

D-listinn með tæp 46 prósent

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 45,9 prósent atkvæða ef kosið væri til borgarstjórnar í dag, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Telja 10 milljónir hafa kosið

Kjörstjórn í Írak telur að um tíu milljónir manna hafi kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórrnarskrá landsins í dag en það eru um tveir þriðju hluta manna sem voru á kjörskrá. Endaleg kjörsókn liggur ekki fyrir en Reuters-fréttastofan hefur eftir einum kjörstjórnarmanna, Farid Ayar, að hann hafi vonast eftir um 11 milljónum á kjörstað en líklega náist sú tala ekki, m.a. vegna þess að föstumánuðurinn Ramadan stendur yfir.

Erlent
Fréttamynd

Óttast gervihnattamyndir

Abdul Kalam Indlandsforseti hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna gervihnattamyndum Google leitarvélarinnar. Kalam segist óttast að þær geti auðveldað hryðjuverkamönnum illvirki sín, en þeir geti með þessum hætti fengið loftmyndir af svæðum sem þeir ætli sér að ráðast á.

Erlent
Fréttamynd

Bílvelta á Reykjanesbraut

Bíll valt á Reykjanestbraut til móts við Hafnaveg um klukkan hálfátta í morgun. Þrennt var í bílnum og slasaðist fólkið lítillega en það var flutt á Heilsugæslustöðina í Keflavík til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Árásir settu mark sitt á daginn

Milljónir Íraka greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá landsins í dag í kosningum sem fóru nánast fram með friði og spekt. Árásir og byssubardagar settu að vísu mark sitt á daginn, en yfirvöld eru mjög ánægð með framganginn.

Erlent
Fréttamynd

Berrössuð á diskói í Lundúnum

Hundruð breskra skemmtanafíkla streyma hverja helgi á næturklúbb í Lundúnum. Ástæðan er ekki endilega sú að klúbburinn er sá flottasti í borginni heldur að hann er sá eini þar sem allir skemmta sér berrassaðir.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjutilræði í Suðvestur-Íran

Tveir létust og 50 særðust þegar tvær sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í borginni Ahvaz í suðvesturhluta Írans fyrir stundu. Sprengjurnar sprungu við verslunarmiðstöð í miðborg Ahvaz. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásunum en róstursamt hefur verið á svæðinu í Khuzestan-héraði, meginolíuhéraði Írans.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 38 þúsund látnir í Pakistan

Pakistönsk yfirvöld telja nú að yfir 38 þúsund manns hafi látist af völdum jarðskjálftans sem skók Suður-Asíu fyrir viku, en það er þrettán þúsundum fleiri en talið var í upphafi. Talsmaður Pakistanshers segir að talan hafi hækkað þar sem komið hafi í ljós að fjölmargir hefðu látist í afskekktum héruðum sem björgunarmenn komust ekki til fyrr en nokkrum dögum eftir skjálftann. Þá er tala slasaðra komin upp í 60 þúsund.

Erlent
Fréttamynd

Vatnselgur í Höfn í Hornafirði

Miðbær Hafnar í Hornafirði var umflotinn vatni í gær eftir mestu rigningar í manna minnum. Vatn flæddi víða í kjallara og hlutust af talsverðar skemmdir. Þar sem vatnið var mest náði það upp að nafla karlmanns.

Innlent
Fréttamynd

Úrhelli á Suðausturlandi

Úrhelli hefur verið á Suðaustur- og Austurlandi í nótt og í dag og hafa verið töluverðir vatnavextir í ám og fljótum. Slökkvilið á Höfn í Hornafirði var kallað út í nótt vegna þess að það flæddi inn í hús við Hæðargarð og var vatni dælt þaðan. Lögregla á Höfn kannar nú ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur og að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám en þó ekki þannig að flætt hafi yfir þjóðveginn.

Innlent
Fréttamynd

Friðsæll kjördagur

Fyrstu tölur yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá Íraks á laugardag bentu til þess að kjörsókn hefði verið góð.

Erlent