Fréttir Kynntu sín sjónarmið Albert Jónsson, sendiherra, sagði í samtali við fréttastofuna að það væri rangt að hann hefði stormað út af fundi vegnar varnarsamstarfsins. Nefndarmenn hefðu rætt saman og kynnt sjónarmið sín. Í ljós hafi komið að málið væri ekki komið á stig efnislegra samningaviðræðna. Innlent 23.10.2005 17:50 Bóman inn á bílastæði Byggingarkrani sporðreistist skammt neðan Landspítala í Fossvogi í gær og lagðist bóman ásamt hlassinu þvert yfir Sléttuveg og inn á bílastæði Landspítalans. Mildi þykir að enginn skyldi slasast því umferð að spítalanum er að jafnaði talsverð. Innlent 23.10.2005 17:50 Stendur við ummælin Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir að hann standi við orð sín um Jón Ólafsson og bendir í því sambandi á umfjöllun Morgunpóstsins frá árinu 1995 þar sem Jón var bendlaður við fíkniefnamisferli. „Lykilsetningin í ummælum mínum um Jón Ólafsson er einmitt: Það hefur verið fullyrt,“ segir Hannes. Innlent 23.10.2005 17:50 Fá frí vegna baráttudags kvenna Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur ákveðið að gefa starfsmönnum sínum frí frá klukkan 14.08 á mánudaginn kemur í tilefni af kvennafrídeginum, en þá eru liðin 30 ár frá því að tugþúsundir kvenna söfnuðust saman í miðborginni og kröfðust jafns réttar á við karla. Innlent 23.10.2005 17:50 Skoða ný lög um sölu ríkiseigna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur að endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hugsanlega setja lög um sölu ríkiseigna. Hann hyggst nú skipa starfshóp sem í samráði við framkvæmdanefnd um einkavæðingu á að gera á tillögur um hvort rétt sé að endurskoða verklagsreglurnar. Tillaga Halldórs var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær. Innlent 23.10.2005 17:57 25% eignarhlutur of hár Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við <em>Morgunblaðið</em> að hún telji að 25 prósenta hámark á eignarhlut, eins eða tengdra aðila, í fjölmiðlum sé of hátt. Hún tekur þar með undir orð Geirs H. Haarde, formanns flokksins, sem lýsti þessari sömu skoðun um helgina en á sínum tíma náðist svonefnd þverpólitísk sátt um 25 prósenta markið. Innlent 23.10.2005 17:50 Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar í dag. Innlent 23.10.2005 17:57 Stendur ekki við orð sín Bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segja að lagafrumvarp sem væntanlegt sé um fjölmiðla, verði byggt á skýrslunni sem fjölmiðlanefndin lagði fram í vor. Þorgerður Katrín sagði síðan að ekki væri hægt að tryggja hver endanleg niðurstaða Alþingis verði. Innlent 23.10.2005 17:50 Borga 76 milljónum of mikið Stjórnendur Allra handa segja samninga Vegagerðarinnar við Kynnisferðir um rútuferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar kosta ríkissjóð 76 milljónum króna meira en ef samið hefði verið við Allrahanda. Innlent 23.10.2005 17:50 Átaksverkefni Rauða krossins Rauði Kross Íslands stendur þessa vikuna fyrir átaksverkefni um neyðarsímann 1717 þar sem fólk með ýmis vandamál getur hringt og rætt mál sín. Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungs fólks sem er að koma út úr skápnum og á oft í erfiðleikum með að höndla þau mál persónulega og í samskiptum við foreldra, ættingja og vini. Innlent 23.10.2005 17:50 Tugir milljóna í uppkaup á húsum Bolungarvíkurkaupstaður gæti þurft að greiða tugir milljóna úr eigin vasa vegna uppkaupa á húsum sem standa á snjóflóðahættusvæði við Dísarland. Bætur Ofanflóðasjóðs til Bolungarvíkurkaupstaðar vegna uppkaupa á húsum á snjóflóðahættusvæði verða sem nemur markaðsvirði húsanna sem kaupstaðurinn keypti. Innlent 23.10.2005 17:50 Á rétt á tæpum 2 milljónum Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, hefur störf sem seðlabankastjóri í dag. Samkvæmt nýju eftirlaunalögunum hefur Davíð rétt á töku eftirlauna fyrir ráðherratíma sinn auk þess að þiggja laun sem seðlabankastjóri. Innlent 23.10.2005 17:57 1,8% atvinnuleysi í landinu Tvö þúsund og níu hundruð manns voru að meðaltali án vinnu hér á landi á þriðja ársfjórðungi ársins, eða 1,8% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 1,2% hjá körlum en 2,4% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 3,5%. Innlent 23.10.2005 17:50 Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar á föstudaginn kemur. Heimsóknin hefst klukkan níu að morgni föstudagsins þegar Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Guðmundur Sophusson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar taka á móti forsetahjónunum bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Garðaveg. Innlent 23.10.2005 17:50 Varðveitum sátt fjölmiðlanefndar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor. Innlent 23.10.2005 17:57 Flensa í evrópska hluta Rússlands Óttast er að fuglaflensa hafi borist til evrópska hluta Rússlands. Yfirvöld í héraðinu Tula hafa fyrirskipað sóttkví. Erlent 23.10.2005 17:50 Hlutabréf í FL Group lækkuðu um 5% Hlutabréf í FL Group lækkuðu um rösk fimm prósent í morgun. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, sem meðal annars á Flugleiðir og Icelandair, sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi, að því er netfréttaritið Travel People greinir frá í morgun. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:50 Réðst á lögregumenn með hnífi Málflutningi í máli manns sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn með hnífi í fyrra og hótað barnsmóður sinni lífláti lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn neitar sök. Innlent 23.10.2005 17:57 Clarke dottinn úr leik Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, er dottinn úr leik í baráttunni um það hver verði næsti leiðtogi breska Íhaldsflokksins en Clarke fékk fæst atkvæði. Kosið verður að nýju á fimmtudag um þá þrjá sem eftir eru en þeir eru Liam Fox, David Cameron og David Davis en sá síðasti fékk flest atkvæði í kosningunni. Erlent 23.10.2005 17:50 FL Group breytt vegna fjárfestinga Með skipulagsbreytingum á FL Group er félaginu breytt í fjárfestingafélag og rekstrarfélögin - þar á meðal Icelandair - skilin frá móðurfélaginu. Tilgangurinn virðist vera að auðvelda fjárfestingar FL Group erlendis, meðal annars í lággjaldaflugfélaginu Sterling. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:50 Neysluvísitalan hækkaði um 1,6% Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 118,6 stig í september og hækkaði um 0,4% frá ágústmánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 130,9 stig, sem þýðir hækkun um 1,6% frá fyrra mánuði. Innlent 23.10.2005 17:50 Mótmæla frestun þingfundar Forseti Alþingis hefur ákveðið að fresta þingfundi Alþingis sem vera átti á kvennafrídaginn næstkomandi mánudag. Þingkonur Samfylkingarinnar mótmæltu og telja að með þessu sé vegið að kvennafrídeginum. Innlent 23.10.2005 17:50 Ágreiningur stjórnarflokka Nokkuð hefur verið um ágreiningsmál milli stjórnarflokkanna síðustu daga og má þar nefna tillögu í fjárlögum um að leggja af bensínstyrk til öryrkja. „Það er ekkert launungarmál að mörgum okkar þótti það ekki vera rétt skref hjá heilbrigðisráðherra,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks. Innlent 23.10.2005 17:50 Stefnt að feðraorlofi í Bretlandi Feður á Bretlandi munu fá þriggja mánaða launað feðraorlof ef frumvarp viðskiptaráðherra Bretlands nær fram að ganga. Samkvæmt núverandi lögum eiga mæður aðeins rétt á hálfs árs fæðingarorlofi á launum ásamt hálfu ári til viðbótar launalausu en feður hafa engan rétt til fæðingarorlofs á launum. Erlent 23.10.2005 17:50 Stúdentaráð mótmælir landsfundi Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkkurinn leggur til að skólagjöld verði tekin upp í opinberum háskólum. Stjórn ráðsins lítur þessa ályktun alvarlegum augum í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ráðuneyti menntamála auk formennsku í menntamálanefnd Alþingis. Innlent 23.10.2005 17:50 Mótsögn í tilmælum borgarstjóra Leikskólastarfsmenn eru ósáttir við tilmæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að stjórnendur á vinnustöðum borgarinnar bregðist jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður störf á mánudag vegna kvennafrídagsins án þess að skerða nauðsynlega þjónustu. Þeir segja slíkt ómögulegt. Innlent 23.10.2005 17:50 Öflugasti fellibylur Atlantshafs Fellibylurinn Wilma setti met í dag og er nú skráður sem öflugasti fellibylur sem geisað hefur á Atlantshafinu og mældist ferð hans 280 kíilómetrar á klukkstund. Leið Wilmu liggur nú til vestur Kúbu og Yucatan-skagans í Mexíkó og búist er við honum á Flórída eftir því sem líður á kvöldið. Erlent 23.10.2005 17:50 Hætt í Seðlabankaráði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að verða leyst undan setu í bankaráði Seðlabankans. Hún hefur ritað forseta Alþingis bréf þessa efnis sem lagt verður fyrir á fundi Alþingis í dag. Innlent 23.10.2005 17:57 Gengu af fundi um varnarliðið Viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarsamstarfsins eru í uppnámi eftir að samningamenn Íslands gengu af fundi í gær. Þeim líkaði ekki nýjustu tillögur Bandaríkjamanna. Innlent 23.10.2005 17:50 Byggt verði á sögulegri sátt Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 17:50 « ‹ ›
Kynntu sín sjónarmið Albert Jónsson, sendiherra, sagði í samtali við fréttastofuna að það væri rangt að hann hefði stormað út af fundi vegnar varnarsamstarfsins. Nefndarmenn hefðu rætt saman og kynnt sjónarmið sín. Í ljós hafi komið að málið væri ekki komið á stig efnislegra samningaviðræðna. Innlent 23.10.2005 17:50
Bóman inn á bílastæði Byggingarkrani sporðreistist skammt neðan Landspítala í Fossvogi í gær og lagðist bóman ásamt hlassinu þvert yfir Sléttuveg og inn á bílastæði Landspítalans. Mildi þykir að enginn skyldi slasast því umferð að spítalanum er að jafnaði talsverð. Innlent 23.10.2005 17:50
Stendur við ummælin Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir að hann standi við orð sín um Jón Ólafsson og bendir í því sambandi á umfjöllun Morgunpóstsins frá árinu 1995 þar sem Jón var bendlaður við fíkniefnamisferli. „Lykilsetningin í ummælum mínum um Jón Ólafsson er einmitt: Það hefur verið fullyrt,“ segir Hannes. Innlent 23.10.2005 17:50
Fá frí vegna baráttudags kvenna Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur ákveðið að gefa starfsmönnum sínum frí frá klukkan 14.08 á mánudaginn kemur í tilefni af kvennafrídeginum, en þá eru liðin 30 ár frá því að tugþúsundir kvenna söfnuðust saman í miðborginni og kröfðust jafns réttar á við karla. Innlent 23.10.2005 17:50
Skoða ný lög um sölu ríkiseigna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur að endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hugsanlega setja lög um sölu ríkiseigna. Hann hyggst nú skipa starfshóp sem í samráði við framkvæmdanefnd um einkavæðingu á að gera á tillögur um hvort rétt sé að endurskoða verklagsreglurnar. Tillaga Halldórs var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær. Innlent 23.10.2005 17:57
25% eignarhlutur of hár Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við <em>Morgunblaðið</em> að hún telji að 25 prósenta hámark á eignarhlut, eins eða tengdra aðila, í fjölmiðlum sé of hátt. Hún tekur þar með undir orð Geirs H. Haarde, formanns flokksins, sem lýsti þessari sömu skoðun um helgina en á sínum tíma náðist svonefnd þverpólitísk sátt um 25 prósenta markið. Innlent 23.10.2005 17:50
Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar í dag. Innlent 23.10.2005 17:57
Stendur ekki við orð sín Bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segja að lagafrumvarp sem væntanlegt sé um fjölmiðla, verði byggt á skýrslunni sem fjölmiðlanefndin lagði fram í vor. Þorgerður Katrín sagði síðan að ekki væri hægt að tryggja hver endanleg niðurstaða Alþingis verði. Innlent 23.10.2005 17:50
Borga 76 milljónum of mikið Stjórnendur Allra handa segja samninga Vegagerðarinnar við Kynnisferðir um rútuferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar kosta ríkissjóð 76 milljónum króna meira en ef samið hefði verið við Allrahanda. Innlent 23.10.2005 17:50
Átaksverkefni Rauða krossins Rauði Kross Íslands stendur þessa vikuna fyrir átaksverkefni um neyðarsímann 1717 þar sem fólk með ýmis vandamál getur hringt og rætt mál sín. Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungs fólks sem er að koma út úr skápnum og á oft í erfiðleikum með að höndla þau mál persónulega og í samskiptum við foreldra, ættingja og vini. Innlent 23.10.2005 17:50
Tugir milljóna í uppkaup á húsum Bolungarvíkurkaupstaður gæti þurft að greiða tugir milljóna úr eigin vasa vegna uppkaupa á húsum sem standa á snjóflóðahættusvæði við Dísarland. Bætur Ofanflóðasjóðs til Bolungarvíkurkaupstaðar vegna uppkaupa á húsum á snjóflóðahættusvæði verða sem nemur markaðsvirði húsanna sem kaupstaðurinn keypti. Innlent 23.10.2005 17:50
Á rétt á tæpum 2 milljónum Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, hefur störf sem seðlabankastjóri í dag. Samkvæmt nýju eftirlaunalögunum hefur Davíð rétt á töku eftirlauna fyrir ráðherratíma sinn auk þess að þiggja laun sem seðlabankastjóri. Innlent 23.10.2005 17:57
1,8% atvinnuleysi í landinu Tvö þúsund og níu hundruð manns voru að meðaltali án vinnu hér á landi á þriðja ársfjórðungi ársins, eða 1,8% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 1,2% hjá körlum en 2,4% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 3,5%. Innlent 23.10.2005 17:50
Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar á föstudaginn kemur. Heimsóknin hefst klukkan níu að morgni föstudagsins þegar Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Guðmundur Sophusson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar taka á móti forsetahjónunum bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Garðaveg. Innlent 23.10.2005 17:50
Varðveitum sátt fjölmiðlanefndar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor. Innlent 23.10.2005 17:57
Flensa í evrópska hluta Rússlands Óttast er að fuglaflensa hafi borist til evrópska hluta Rússlands. Yfirvöld í héraðinu Tula hafa fyrirskipað sóttkví. Erlent 23.10.2005 17:50
Hlutabréf í FL Group lækkuðu um 5% Hlutabréf í FL Group lækkuðu um rösk fimm prósent í morgun. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, sem meðal annars á Flugleiðir og Icelandair, sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi, að því er netfréttaritið Travel People greinir frá í morgun. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:50
Réðst á lögregumenn með hnífi Málflutningi í máli manns sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn með hnífi í fyrra og hótað barnsmóður sinni lífláti lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn neitar sök. Innlent 23.10.2005 17:57
Clarke dottinn úr leik Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, er dottinn úr leik í baráttunni um það hver verði næsti leiðtogi breska Íhaldsflokksins en Clarke fékk fæst atkvæði. Kosið verður að nýju á fimmtudag um þá þrjá sem eftir eru en þeir eru Liam Fox, David Cameron og David Davis en sá síðasti fékk flest atkvæði í kosningunni. Erlent 23.10.2005 17:50
FL Group breytt vegna fjárfestinga Með skipulagsbreytingum á FL Group er félaginu breytt í fjárfestingafélag og rekstrarfélögin - þar á meðal Icelandair - skilin frá móðurfélaginu. Tilgangurinn virðist vera að auðvelda fjárfestingar FL Group erlendis, meðal annars í lággjaldaflugfélaginu Sterling. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:50
Neysluvísitalan hækkaði um 1,6% Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 118,6 stig í september og hækkaði um 0,4% frá ágústmánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 130,9 stig, sem þýðir hækkun um 1,6% frá fyrra mánuði. Innlent 23.10.2005 17:50
Mótmæla frestun þingfundar Forseti Alþingis hefur ákveðið að fresta þingfundi Alþingis sem vera átti á kvennafrídaginn næstkomandi mánudag. Þingkonur Samfylkingarinnar mótmæltu og telja að með þessu sé vegið að kvennafrídeginum. Innlent 23.10.2005 17:50
Ágreiningur stjórnarflokka Nokkuð hefur verið um ágreiningsmál milli stjórnarflokkanna síðustu daga og má þar nefna tillögu í fjárlögum um að leggja af bensínstyrk til öryrkja. „Það er ekkert launungarmál að mörgum okkar þótti það ekki vera rétt skref hjá heilbrigðisráðherra,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks. Innlent 23.10.2005 17:50
Stefnt að feðraorlofi í Bretlandi Feður á Bretlandi munu fá þriggja mánaða launað feðraorlof ef frumvarp viðskiptaráðherra Bretlands nær fram að ganga. Samkvæmt núverandi lögum eiga mæður aðeins rétt á hálfs árs fæðingarorlofi á launum ásamt hálfu ári til viðbótar launalausu en feður hafa engan rétt til fæðingarorlofs á launum. Erlent 23.10.2005 17:50
Stúdentaráð mótmælir landsfundi Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkkurinn leggur til að skólagjöld verði tekin upp í opinberum háskólum. Stjórn ráðsins lítur þessa ályktun alvarlegum augum í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ráðuneyti menntamála auk formennsku í menntamálanefnd Alþingis. Innlent 23.10.2005 17:50
Mótsögn í tilmælum borgarstjóra Leikskólastarfsmenn eru ósáttir við tilmæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að stjórnendur á vinnustöðum borgarinnar bregðist jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður störf á mánudag vegna kvennafrídagsins án þess að skerða nauðsynlega þjónustu. Þeir segja slíkt ómögulegt. Innlent 23.10.2005 17:50
Öflugasti fellibylur Atlantshafs Fellibylurinn Wilma setti met í dag og er nú skráður sem öflugasti fellibylur sem geisað hefur á Atlantshafinu og mældist ferð hans 280 kíilómetrar á klukkstund. Leið Wilmu liggur nú til vestur Kúbu og Yucatan-skagans í Mexíkó og búist er við honum á Flórída eftir því sem líður á kvöldið. Erlent 23.10.2005 17:50
Hætt í Seðlabankaráði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að verða leyst undan setu í bankaráði Seðlabankans. Hún hefur ritað forseta Alþingis bréf þessa efnis sem lagt verður fyrir á fundi Alþingis í dag. Innlent 23.10.2005 17:57
Gengu af fundi um varnarliðið Viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarsamstarfsins eru í uppnámi eftir að samningamenn Íslands gengu af fundi í gær. Þeim líkaði ekki nýjustu tillögur Bandaríkjamanna. Innlent 23.10.2005 17:50
Byggt verði á sögulegri sátt Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 17:50