Hannes í stað Ragnhildar 23. október 2005 17:50 Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group í kjölfar viðamikilla skipulagsbreytinga. Hannes Smárason hefur tekið við félaginu og þar með er ein þekktasta konan í íslensku viðskiptalífi farin úr stjórnunarstöðu. Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, kynnti Ragnhildi Geirsdóttir sem nýjan forstjóra félagins fyrir rúmu hálfu ári og klappaði henni lof í lófa. Ráðning hennar vakti athygli ekki síst vegna þess að kona var ráðin í stöðu forstjóra íslensks stórfyrirtækis en þær má telja á fingrum annarrar handar. Í nettímaritinu Travel People er fullyrt að Ragnhildur hafi sagt upp starfi sínu í gærkvöld og eftir henni er haft að ástæða uppsagnarinnar sé óánægja hennar með fyrirhuguð kaup FL Group á lággjaldaflugfélaginu Sterling sem eru á lokastigi. Það verð sem greitt verður fyrir Sterling er of hátt að mati Ragnhildar sem segir Hannes Smárason hafa verið einráðan um kaupin, kaup sem hún vilji ekki ábyrgjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur samstarf Hannesar og Ragnhildar gengið fremur erfiðlega og einnig hefur verið látið að því liggja að stjórnunarhættir Hannesar hafi orðið þess valdandi að stór hluti stjórnar Flugleiða sagði af sér í sumar. Jón Karl Helgason, nýráðinn forstjóri Icelandair Group, vill þó ekki meina að Ragnhildi hafi verið bolað í burtu. Hann segir Ragnhildi hafa ákveðið að fara sjálf og reyna fyrir sér á nýjum stöðum. Hún hafi ekki verið alveg ánægð með þær breytingar sem séu að eiga sér stað. Þá sé oft heiðarlegra af báðum aðilum að finna nýjar leiðir. Ragnhildur er nú stödd á Egilsstöðum þar sem hún ætlar að skjóta rjúpur. Hún minntist ekkert á uppsögn eða ósætti þegar fréttaritari Stöðvar 2 náði tali af henni í dag. Hún segir að það hafi verið samkomulag milli hennar og stjórnar félagsins að hún léti af störfum á þessum tímapunkti en það hafi ekkert með stjórnarhætti Hannesar Smárasonar að gera. Hún sé í raun mjög sátt við ákvörðunina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group í kjölfar viðamikilla skipulagsbreytinga. Hannes Smárason hefur tekið við félaginu og þar með er ein þekktasta konan í íslensku viðskiptalífi farin úr stjórnunarstöðu. Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, kynnti Ragnhildi Geirsdóttir sem nýjan forstjóra félagins fyrir rúmu hálfu ári og klappaði henni lof í lófa. Ráðning hennar vakti athygli ekki síst vegna þess að kona var ráðin í stöðu forstjóra íslensks stórfyrirtækis en þær má telja á fingrum annarrar handar. Í nettímaritinu Travel People er fullyrt að Ragnhildur hafi sagt upp starfi sínu í gærkvöld og eftir henni er haft að ástæða uppsagnarinnar sé óánægja hennar með fyrirhuguð kaup FL Group á lággjaldaflugfélaginu Sterling sem eru á lokastigi. Það verð sem greitt verður fyrir Sterling er of hátt að mati Ragnhildar sem segir Hannes Smárason hafa verið einráðan um kaupin, kaup sem hún vilji ekki ábyrgjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur samstarf Hannesar og Ragnhildar gengið fremur erfiðlega og einnig hefur verið látið að því liggja að stjórnunarhættir Hannesar hafi orðið þess valdandi að stór hluti stjórnar Flugleiða sagði af sér í sumar. Jón Karl Helgason, nýráðinn forstjóri Icelandair Group, vill þó ekki meina að Ragnhildi hafi verið bolað í burtu. Hann segir Ragnhildi hafa ákveðið að fara sjálf og reyna fyrir sér á nýjum stöðum. Hún hafi ekki verið alveg ánægð með þær breytingar sem séu að eiga sér stað. Þá sé oft heiðarlegra af báðum aðilum að finna nýjar leiðir. Ragnhildur er nú stödd á Egilsstöðum þar sem hún ætlar að skjóta rjúpur. Hún minntist ekkert á uppsögn eða ósætti þegar fréttaritari Stöðvar 2 náði tali af henni í dag. Hún segir að það hafi verið samkomulag milli hennar og stjórnar félagsins að hún léti af störfum á þessum tímapunkti en það hafi ekkert með stjórnarhætti Hannesar Smárasonar að gera. Hún sé í raun mjög sátt við ákvörðunina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira