Fréttir

Fréttamynd

Tveir skammtar af bóluefni

Bresk stjórnvöld vilja koma sér upp tveimur skömmtum af bóluefni fyrir hvern einasta landsmann. Aðeins þannig yrði hægt að verja alla þjóðina fyrir fuglaflensunni þar sem ekki er víst að einn skammtur á hvern landsmann myndi duga.

Erlent
Fréttamynd

Tugþúsundir í bráðri hættu

Tugir þúsunda eru í bráðri hættu og deyja á næstu dögum verði ekki gripið til víðtækra aðgerða þegar í stað. Þetta er mat yfirmanna Sameinuðu þjóðanna sem tóku óvenju djúpt í árinni í dag þegar þeir lýstu hörmungarástandinu í Kasmír.

Erlent
Fréttamynd

Misnotaði tólf ára stúlku

Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir karlmanni sem misnotaði dóttur sambýliskonu sinnar kynferðislega á sex ára tímabili. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa fyrst haft samræði við stúlkuna þegar hún var tólf ára, aftur nokkrum sinnum þegar stúlkan var þrettán til fjórtán ára og að lokum þegar hún var átján ára.

Innlent
Fréttamynd

Wilma veikist nokkuð

Fellibylurinn Wilma er hefur veikst nokkuð og er nú orðinn fjórða stigs fellibylur. Sérfræðingar vara þó við að Wilma gæti átt eftir að styrkjast á nýjan leik. Bandaríska fellibyljamiðstöðin í Miami staðfesti í gær að Wilma hefði náð meiri styrk en nokkur annar fellibylur á Atlantshafi þegar kraftur hennar var sem mestur.

Erlent
Fréttamynd

Ágreiningur um varnarsamninginn

Utanríkisráðherra segir Íslendinga og Bandaríkjamenn greina á um grundvöll viðræðna um varnarsamninginn. Formaður Vinstri grænna segir stjórnvöld biðja Bandaríkjamenn um tilgangslaus hernaðarumsvif peninganna vegna.

Innlent
Fréttamynd

Ostborgarafrumvarpið samþykkt

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt lagafrumvarp sem kemur í veg fyrir að fólk geti höfðað mál á hendur skyndibitakeðjum og krafið þær um skaðabætur vegna offituvandamála sem fólkið glími við.

Erlent
Fréttamynd

Skorið úr um málið í Haag

Samtök norska sjávarútvegsins eru óvænt fylgjandi því að alþjóðadómstóllinn í Haag verði látinn skera úr um rétt Norðmanna til að stjórna einhliða fiskveiðum á fjölþjóðlega hafsvæðinu við Svalbarða. Undirbúningur íslenskra stjórnvalda fyrir málshöfðun á hendur Norðmönnum fyrir dómstólnum er nú á lokastigi. 

Innlent
Fréttamynd

Full ástæða til að safnast saman

Hjól atvinnulífsins hægja verulega á sér upp úr hádegi á mánudag næstkomandi, þegar konur ganga út af vinnustöðum sínum og þramma niður á Ingólfstorg. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti, segir fulla ástæðu fyrir konur til að safnast saman og berjast fyrir rétti sínum.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að hætta skapist

Steinnunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir tilmæli sín vegna kvennafrídags miðast að því að þjónusta verði ekki skert þannig að hætta skapist. Hún lýsir yfir stuðningi við að konur leggi niður störf, sæki börnin sín á leikskóla og frístundaheimili og taki þátt í aðgerðunum.

Innlent
Fréttamynd

Lausir úr prísundinni

Norsku srandgæslumennirnir tveir, sem var haldið hefur verið nauðugum um borð í rússneksum togaranum Electron, voru fluttir um borð í norskt skip í morgun að sögn rússneskra fjölmiðla. Öll skipin eru nú á Barentshafi skammt frá Kólaskaga. Norðmenn stóðu togarann að ólöglegum veiðum við Svalbarða á laugardag en skipstjóri togarans lagði á flótta með norsku varðskipsmennina innanborðs.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir rán

Maður um tvítugt var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ræna verslunina 10/11 í Engihjalla í Kópavogi í apríl. Þar að auki hlaut hann og félagi hans í ráninu sex mánaða skilorðsbundinn dóm til þriggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Vonsvikinn með hvernig miðar

Utanríkisráðherrra var krafinn svara á Alþingi í dag um ástæður þess að slitnaði upp úr viðræðum um varnarsamninginn við Bandaríkjamenn og fullyrðingar þess efnis að formlegar viðræður væru ekki hafnar. Hann sagði vonbrigði að ekki hefði miðað meira áfram í viðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Flest lyf standa í stað

„Einhver lyf lækka, önnur hækka, en flest lyf standa í stað," segir Páll Guðmundsson lyfsali hjá Lyfjum og heilsu í Kringlunni um andstæðar fullyrðingar vegna lækkunar lyfjaverðs í heildsölu.

Innlent
Fréttamynd

Kaupa þrjár Airbus-vélar

Avion Aircraft Trading, dótturfyrirtæki Avion Group, hefur keypt þrjár Airbus-farþegavélar sem breytt verður í fraktvélar. Vélarnar fást afhentar fullkláraðar á næsta ári og byrjun árs 2007 en heildarkostnaður eftir breytingar er 4,3 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öryrkjar mótmæla kjararýrnun

Öryrkjabandalag Íslands fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að leggja til að hluta þeirra fjármuna sem fengust fyrir Landsímann skuli varið til uppbyggingar úrræða fyrir geðfatlaða. Á hinn bóginn sé á engan hátt hægt að fallast á að sú efling feli í sér um leið kjararýrnum lífeyrisþega eins og kemur fram í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á lögregumenn með hnífi

Málflutningi í máli manns sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn með hnífi í fyrra og hótað barnsmóður sinni lífláti lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn neitar sök.

Innlent
Fréttamynd

Clarke dottinn úr leik

Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, er dottinn úr leik í baráttunni um það hver verði næsti leiðtogi breska Íhaldsflokksins en Clarke fékk fæst atkvæði. Kosið verður að nýju á fimmtudag um þá þrjá sem eftir eru en þeir eru Liam Fox, David Cameron og David Davis en sá síðasti fékk flest atkvæði í kosningunni.

Erlent
Fréttamynd

FL Group breytt vegna fjárfestinga

Með skipulagsbreytingum á FL Group er félaginu breytt í fjárfestingafélag og rekstrarfélögin - þar á meðal Icelandair - skilin frá móðurfélaginu. Tilgangurinn virðist vera að auðvelda fjárfestingar FL Group erlendis, meðal annars í lággjaldaflugfélaginu Sterling.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neysluvísitalan hækkaði um 1,6%

Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 118,6 stig í september og hækkaði um 0,4% frá ágústmánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 130,9 stig, sem þýðir hækkun um 1,6% frá fyrra mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla frestun þingfundar

Forseti Alþingis hefur ákveðið að fresta þingfundi Alþingis sem vera átti á kvennafrídaginn næstkomandi mánudag. Þingkonur Samfylkingarinnar mótmæltu og telja að með þessu sé vegið að kvennafrídeginum.

Innlent
Fréttamynd

Ágreiningur stjórnarflokka

Nokkuð hefur verið um ágreiningsmál milli stjórnarflokkanna síðustu daga og má þar nefna tillögu í fjárlögum um að leggja af bensínstyrk til öryrkja. „Það er ekkert launungarmál að mörgum okkar þótti það ekki vera rétt skref hjá heilbrigðisráðherra,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis­­flokks.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt að feðraorlofi í Bretlandi

Feður á Bretlandi munu fá þriggja mánaða launað feðraorlof ef frumvarp viðskiptaráðherra Bretlands nær fram að ganga. Samkvæmt núverandi lögum eiga mæður aðeins rétt á hálfs árs fæðingarorlofi á launum ásamt hálfu ári til viðbótar launalausu en feður hafa engan rétt til fæðingarorlofs á launum.

Erlent
Fréttamynd

Stúdentaráð mótmælir landsfundi

Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkkurinn leggur til að skólagjöld verði tekin upp í opinberum háskólum. Stjórn ráðsins lítur þessa ályktun alvarlegum augum í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ráðuneyti menntamála auk formennsku í menntamálanefnd Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Mótsögn í tilmælum borgarstjóra

Leikskólastarfsmenn eru ósáttir við tilmæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að stjórnendur á vinnustöðum borgarinnar bregðist jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður störf á mánudag vegna kvennafrídagsins án þess að skerða nauðsynlega þjónustu. Þeir segja slíkt ómögulegt.

Innlent
Fréttamynd

Öflugasti fellibylur Atlantshafs

Fellibylurinn Wilma setti met í dag og er nú skráður sem öflugasti fellibylur sem geisað hefur á Atlantshafinu og mældist ferð hans 280 kíilómetrar á klukkstund. Leið Wilmu liggur nú til vestur Kúbu og Yucatan-skagans í Mexíkó og búist er við honum á Flórída eftir því sem líður á kvöldið.

Erlent
Fréttamynd

Hætt í Seðlabankaráði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að verða leyst undan setu í bankaráði Seðlabankans. Hún hefur ritað forseta Alþingis bréf þessa efnis sem lagt verður fyrir á fundi Alþingis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gengu af fundi um varnarliðið

Viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarsamstarfsins eru í uppnámi eftir að samningamenn Íslands gengu af fundi í gær. Þeim líkaði ekki nýjustu tillögur Bandaríkjamanna.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla lausn fanganna

Hundruð komu saman við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í borginni Trípoli í Líbíu í gær til að mótmæla ákvörðun Bandaríkjaforseta að láta lausa fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga sem í maí árið 2004 voru dæmdir til dauða fyrir að sýkja yfir 400 börn af HIV-veirunni í tilraunaskyni til að finna lækningu við alnæmi.

Erlent
Fréttamynd

Veggjakrotarar greiði fyrir tjón

Hægt er að útrýma veggjakroti að sögn sérfræðinga með því að láta fólk greiða fyrir það tjón sem það veldur. Þetta hefur verið gert víða erlendis með góðum árangri, þar sem krot og krass á opinberum vettvangi heyrir nær sögunni til.

Innlent
Fréttamynd

Sameining nyrst í Eyjafirði?

Þrátt fyrir að sameining sveitarfélaga í Eyjafirði hafi verið felld í sameiningarkosningunum um þar síðustu helgi, hafa sveitarfélögin Siglufjörður og Ólafsfjörðru ákveðið að reyna að sameinast.

Innlent