Kosið milli Camerons og Davis 20. október 2005 00:01 Breski Íhaldsflokkurinn fækkaði í gær keppinautunum um flokksleiðtogahlutverkið niður í tvo. Yngsti frambjóðandinn, David Cameron sem er 39 ára, hlaut afgerandi mestan stuðning í útsláttaratkvæðagreiðslu í þingflokknum. 90 þingmenn studdu hann og bar hann þar með afgerandi sigurorð af keppinautunum. Næstur honum kom David Davis með 57 atkvæði. Á næstu sex vikum munu hinir 300.000 skráðu meðlimir flokksins fá tækifæri til að gera upp á milli þeirra tveggja. Úrslitin verða kunn í byrjun desember. Í þessari umferð féll Liam Fox úr leik, en hann hlaut 51 atkvæði. Áður voru Malcolm Rifkind og Kenneth Clarke dottnir úr leik. „Ég vil vera málsvari breytinga, bjartsýni og vonar í þessu landi," sagði Cameron eftir að úrslitin voru ljós. Þrátt fyrir að hafa ekki átt sæti á þingi nema í eitt kjörtímabil hefur pólitískur stíll Camerons, kímnigáfa, vitsmunir og framtíðarsýn aflað honum breiðs stuðnings í flokknum – sumir bera hann jafnvel saman við Tony Blair þegar hann hófst til forystu í Verkamannaflokknum. Mikið er í húfi fyrir flokkinn að takast í þetta sinn að velja mann til forystu sem hefur það til að bera sem þarf til að geta skákað Blair og væntanlegum arftaka hans, Gordon Brown, í næstu kosningum, sem væntanlega fara fram árið 2009. Cameron er álitinn miðjusækinn en Davis er fulltrúi hægriarmsins. Davis hefur lagt áherslu á lágskattastefnu í efnahagsmálum og stranga „laga-og-reglu"-stefnu. Í von um stuðning miðju-manna hefur hann hins vegar heitið því að hann myndi sem flokksleiðtogi færa stefnumið sín nær miðjunni. Davis er úr verkalýðsfjölskyldu en Cameron var í elítuheimavistarskólanum Eton. Á meðan Cameron hefur verið að auka fylgi sitt hefur Davis verið í kröggum frá því að hann flutti ræðu á flokksþingi fyrr í mánuðinum sem þótti valda vonbrigðum. Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Breski Íhaldsflokkurinn fækkaði í gær keppinautunum um flokksleiðtogahlutverkið niður í tvo. Yngsti frambjóðandinn, David Cameron sem er 39 ára, hlaut afgerandi mestan stuðning í útsláttaratkvæðagreiðslu í þingflokknum. 90 þingmenn studdu hann og bar hann þar með afgerandi sigurorð af keppinautunum. Næstur honum kom David Davis með 57 atkvæði. Á næstu sex vikum munu hinir 300.000 skráðu meðlimir flokksins fá tækifæri til að gera upp á milli þeirra tveggja. Úrslitin verða kunn í byrjun desember. Í þessari umferð féll Liam Fox úr leik, en hann hlaut 51 atkvæði. Áður voru Malcolm Rifkind og Kenneth Clarke dottnir úr leik. „Ég vil vera málsvari breytinga, bjartsýni og vonar í þessu landi," sagði Cameron eftir að úrslitin voru ljós. Þrátt fyrir að hafa ekki átt sæti á þingi nema í eitt kjörtímabil hefur pólitískur stíll Camerons, kímnigáfa, vitsmunir og framtíðarsýn aflað honum breiðs stuðnings í flokknum – sumir bera hann jafnvel saman við Tony Blair þegar hann hófst til forystu í Verkamannaflokknum. Mikið er í húfi fyrir flokkinn að takast í þetta sinn að velja mann til forystu sem hefur það til að bera sem þarf til að geta skákað Blair og væntanlegum arftaka hans, Gordon Brown, í næstu kosningum, sem væntanlega fara fram árið 2009. Cameron er álitinn miðjusækinn en Davis er fulltrúi hægriarmsins. Davis hefur lagt áherslu á lágskattastefnu í efnahagsmálum og stranga „laga-og-reglu"-stefnu. Í von um stuðning miðju-manna hefur hann hins vegar heitið því að hann myndi sem flokksleiðtogi færa stefnumið sín nær miðjunni. Davis er úr verkalýðsfjölskyldu en Cameron var í elítuheimavistarskólanum Eton. Á meðan Cameron hefur verið að auka fylgi sitt hefur Davis verið í kröggum frá því að hann flutti ræðu á flokksþingi fyrr í mánuðinum sem þótti valda vonbrigðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila