Fréttir Breska leyniþjónustan þekkti árásarmennina Tveir þeirra fjögurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í hryðjuverkaárásunum á Lundúnir í fyrra voru undir takmörkuðu eftirliti fyrir árásirnar auk þess sem breska leyniþjónustan hafði hlerað síma þess þriðja. Þetta kemur fram í skýrslu þingnefndar um árásirnar sem birt var í dag. Erlent 11.5.2006 22:30 Ásatrúarmenn yfir þúsund talsins Ásatrúarmenn eru í fyrsta sinn síðan í heiðnum sið orðnir fleiri en þúsund talsins á Íslandi. Félagafjöldinn í Ásatrúarfélaginu hefur tífaldast síðustu fimmtán árin. Innlent 11.5.2006 22:11 Sautján ára í tveggja og hálfs árs fangelsi Atli Karl Gíslason var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot og að nema sautján ára pilt af vinnustað sínum. Þann pilt neyddi Atli Karl til að taka pening út úr hraðbanka og láta sig hafa. Innlent 11.5.2006 22:43 Kona og barn myrt í Antwerpen Svo virðist sem kynnþáttafordómar hafi ráðið ferð þegar 18 ára piltur varð svartri konu og barni í hennar gæslu að bana í miðborg Antwerpen í Belgíu í dag. Erlent 11.5.2006 22:25 Fornleifar og nýjasta tækni Landnámssýningin Reykjvík 871 +/- 2 verður opnuð formlega á morgun í tilefni Listahátíðar Reykjavíkur. Óhætt er að segja að á sýningunni mætist tímarnir tvennir en fornleifum frá víkingaöld er teflt saman við nýjustu margmiðlunartæknina með góðum árangri. Innlent 11.5.2006 22:14 Virkjun formælt í hornsteininum Skilaboð frá andstæðingum Kárahnjúkavirkjunar verða í hornsteininum sem lagður verður að stöðvarhúsinu í Fljótsdal. Landsvirkjun ákvað þetta eftir að forseti Íslands hafði milligöngu um að koma beiðni andstæðinga virkjunarinnar á framfæri. Innlent 11.5.2006 22:08 Norrænir friðargæslumenn í hættu Vopnahlé, sem norrænir eftirlitsmenn fylgjast með á Sri Lanka, er í uppnámi eftir bardaga á sjó og landi í dag. Talið er að minnst 45 hafi fallið. Íslenskur upplýsingafulltrúi norrænu eftirlitssveitanna segir að tveir norrænir eftirlitsmenn hafi verið í hættu, en þá hafi ekki sakað. Erlent 11.5.2006 18:23 Þjónustan muni ekki batna Læknar við Landspítalann óttast að nýtt hátæknisjúkrahús muni alls ekki skila sjúklingum betri þjónustu en nú. Húsakynni og stjórn spítalans verði stærri, en þjónustan batni ekki. Innlent 11.5.2006 18:53 Sýknað af fimm milljóna bótakröfu Hæstiréttur sýknaði Olíufélagið í dag af skaðabótakröfu fyrrum starfsmanns vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Olíufélagið til að greiða starfsmanninum tæpar fimm milljónir króna í bætur. Innlent 11.5.2006 17:41 Fimmtán mánuðir fyrir nauðgun Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag til fimmtán mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir nauðgun. Dómurinn er nokkuð mildari en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi manninn í eins og hálfs árs fangelsi. Innlent 11.5.2006 17:40 Kópavogur tilnefnir heiðurslistamann Erna Ómarsdóttir dansari og danshöfundur var nú rétt í þessu útnefnd heiðurslistamaður Kópavogs. Erna er yngsti listamaðurinn sem hlotið hefur þennan heiður í Kópavogi, en hún þykir hafa náð langt í listsköpun sinni og verið landi og þjóð til sóma. Innlent 11.5.2006 17:35 Vinstri grænir í Hveragerði kæra úrskurð kjörstjórnar Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Hveragerði hefur kært úrskurð kjörstjórnar í bænum fyrir að hafna Kolbrúnu Ósk Guðmundsdóttur á lista og leggjast gegn því að nýr frambjóðandi yrði tilnefndur í hennar stað. Innlent 11.5.2006 17:01 Verðbólgan hefur þrefaldast á einu ári Verðbólga mælist nú þrefalt meiri en hún var á sama tíma í fyrra og hefur ekki mælst hærri síðan í mars 2002. Útlit er fyrir að verðbólga hækki enn og spá greiningardeildir bankanna því að hún verði sjö til níu prósent yfir árið. Innlent 11.5.2006 16:06 FlyMe horfir til Sterling Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe hefur í hyggju að kaupa eða renna saman við danska lággjaldaflugfélagið Sterling og norska flugfélagið Norwegian. Þetta segir danska dagblaðið Jyllands-Posten og bætir við að ef af sameiningu flugfélaganna verður þá muni það verða eitt af stærstu lággjaldaflugfélögum Norðurlanda. Viðskipti innlent 11.5.2006 15:55 Hreinar fjörur í Hafnarfirði Í sumar verða allar fjörur í eldri hluta Hafnarfjarðarbæjar hreinar. Í dag var tekin í notkun dælustöðin við Norðurgarð en með því lauk fyrri hluta áfanga stórframkvæmda Fráveitu Hafnarfjarðar. Innlent 11.5.2006 15:17 Eldsneyti aftur flutt á sjálfsstjórnarsvæðin Ísraelska orkufyrirtækið Dor Alon ætlar að hefja aftur flutning á eldsneyti til sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna á morgun. Fyrirtækið ákvað að hætta eldsneytisflutningum í gær vegna skulda heimastjórnar Palestínumanna. Erlent 11.5.2006 14:57 Verðbólga á Írlandi 3,8 prósent Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða og mældist 3,8 prósent á Írlandi í apríl. Hún hefur ekki verið jafn há síðastliðin þrjú ár, samkvæmt útreikningum írsku hagstofunnar. Helstu ástæður hækkunarinnar voru verðhækkanir á húsnæði og eldsneyti. Viðskipti erlent 11.5.2006 13:41 208% aukning í sölu á MP3 hringitónum Sala á MP3 hringitónum hjá Og Vodafone hefur aukist um 208% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2006 samanborið við fjórða ársfjórðung 2005. Ein helsta ástæðan fyrir aukinni sölu er að nú geta viðskiptavinir einnig sótt sér MP3 hringitóna í gegnum Vodafone live! farsíma. Innlent 11.5.2006 13:32 Þátttökumet á Hjólreiðardegi fjölskyldunnar Mikill áhugi á hjólreiðum virðist hafa vaknað með þjóðinni. Þessa ályktun má draga af því um það bil 5000 þátttakendur í 524 liðum hafa skráð sig til leiks á hjólreiðardegi fjölskyldunnar, Hjólalestinni, sem undirbúningshópur Hjólað í vinnuna stendur fyrir. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er greint frá því að þetta sé nýtt þátttökumet Hjólað í vinnuna. Innlent 11.5.2006 13:25 Viðskipti Íslands og Kanada má efla Tengsl Íslands og Kanada eru góð en þau má enn efla. Þetta kom fram á kynningarfundi Íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins sem haldin var hjá Útflutningsráði í morgun. Margt var um gesti, sem greinilega var umhugað um tengsl landanna. Innlent 11.5.2006 12:23 Eflir GSM sambandið á Hvolsvelli og nágrenni Og Vodafone hefur eflt GSM kerfi sitt í Rangárþingi eystra með uppsetningu á nýjum búnaði sem tryggir viðskiptavinum á svæðinu enn betri þjónustu en áður. Bætt þjónusta nær einkum til Hvolsvallar og nágrenni. Innlent 11.5.2006 11:42 ECB fylgist með verðbólguþróun Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir í mánaðarlegu fréttabréfi bankans í dag að fylgst verði grannt með verðþróun í álfunni til að halda verðbólgu í skefjum. Óstöðugleiki í olíuverði og óbeinir skattar hafi áhrif á aðra liði til hækkunar og séu líkur á að verðbólga á evrusvæðinu verði yfir 2 prósentum til skamms tíma. Búist er við að verðbólgan muni hækka á næsta ári. Viðskipti erlent 11.5.2006 09:28 Vísitala neysluverð hækkaði um 1,45 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,45 prósent á milli mánaða og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,48 prósent frá því í apríl. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hækkaði verð á ferðum og flutningum um 5,2 prósent, þar af bensín um 6,5 prósent. Verð á mjólk og mjólkurvörum lækkaði hins vegar um 5,5 prósent á milli mánaða. Viðskipti innlent 11.5.2006 09:05 Minnisvarði veitir upplýsingar Fornleifafræðingar í Mexíkó hafa fundið minnisvarða höggvinn úr steindranga í norður hluta landsins. Hann gæti veitt nýjar upplýsingar um eina elstu þjóðmenningu álfunnar. Erlent 10.5.2006 22:33 Fasteignaverð hefur hækkað um 67% Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 67% frá því í ágúst 2004, eða þegar bankarnir fóru að bjóða upp á íbúðalán. Þetta kemur fram í hálf fimm fréttum KB banka en þar kemur einnig fram að fasteignaverðið hækkaði um fjórðung á síðasta ári. Af tuttugu og tveimur höfuðborgum í Evrópu er fasteignaverð á Íslandi það áttunda hæsta. Innlent 10.5.2006 22:25 Sirkusfílar á vappi í Svíþjóð Það voru sirkusfílar sem mættu þeim sem áttu leið um nálægt vænum Väsby í Svíþjóð í gærkvöldi. Verið var að ferja fílana með flutningbíl þegar ökumaður missti bílinn útaf veginum þar sem hann valt síðan. Erlent 10.5.2006 21:58 Hefja kjaraviðræður á ný Viðræður SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra um kjör stuðningsfulltrúa hefjast aftur á morgun. Upp úr viðræðunum slitnaði fyrir nokkrum vikum en fram kemur á vef SFR að samningafundir hafa verið boðaðir á morgun og föstudag. Innlent 10.5.2006 22:01 Ríkislögmaður Breta vill að Guantanamo fangelsinu verði lokað Guantanamo fangelsið á Kúbu kemur óorði á frelsishefð Bandaríkjamanna og ætti að loka. Þetta sagði Goldsmith lávarður, ríkislögmaður Breta í ræðu í dag. Hann sagði tilvist fangelsisins óásættanlega. Erlent 10.5.2006 21:54 Meinuðu Dorrit að fara úr landi Ísraelskir landamæraverðir ætluðu að neita Dorrit Moussaief forsetafrú að fara úr landi í gær eftir stutta heimsókn. Hún fékk ekki að halda áfram för sinni fyrr en rætt hafði verið við ræðismann Íslands í Ísrael. Innlent 10.5.2006 21:28 Í gæsluvarðhald fyrir íkveikjur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag eins mánaðar gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem kveikti í bíl föður síns í Kópavogi fyrr í vikunni. Áður hafði maðurinn kveikt í blaðabunka í stofu foreldra sinna svo mikill eldur hlaust af. Innlent 10.5.2006 18:42 « ‹ ›
Breska leyniþjónustan þekkti árásarmennina Tveir þeirra fjögurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í hryðjuverkaárásunum á Lundúnir í fyrra voru undir takmörkuðu eftirliti fyrir árásirnar auk þess sem breska leyniþjónustan hafði hlerað síma þess þriðja. Þetta kemur fram í skýrslu þingnefndar um árásirnar sem birt var í dag. Erlent 11.5.2006 22:30
Ásatrúarmenn yfir þúsund talsins Ásatrúarmenn eru í fyrsta sinn síðan í heiðnum sið orðnir fleiri en þúsund talsins á Íslandi. Félagafjöldinn í Ásatrúarfélaginu hefur tífaldast síðustu fimmtán árin. Innlent 11.5.2006 22:11
Sautján ára í tveggja og hálfs árs fangelsi Atli Karl Gíslason var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot og að nema sautján ára pilt af vinnustað sínum. Þann pilt neyddi Atli Karl til að taka pening út úr hraðbanka og láta sig hafa. Innlent 11.5.2006 22:43
Kona og barn myrt í Antwerpen Svo virðist sem kynnþáttafordómar hafi ráðið ferð þegar 18 ára piltur varð svartri konu og barni í hennar gæslu að bana í miðborg Antwerpen í Belgíu í dag. Erlent 11.5.2006 22:25
Fornleifar og nýjasta tækni Landnámssýningin Reykjvík 871 +/- 2 verður opnuð formlega á morgun í tilefni Listahátíðar Reykjavíkur. Óhætt er að segja að á sýningunni mætist tímarnir tvennir en fornleifum frá víkingaöld er teflt saman við nýjustu margmiðlunartæknina með góðum árangri. Innlent 11.5.2006 22:14
Virkjun formælt í hornsteininum Skilaboð frá andstæðingum Kárahnjúkavirkjunar verða í hornsteininum sem lagður verður að stöðvarhúsinu í Fljótsdal. Landsvirkjun ákvað þetta eftir að forseti Íslands hafði milligöngu um að koma beiðni andstæðinga virkjunarinnar á framfæri. Innlent 11.5.2006 22:08
Norrænir friðargæslumenn í hættu Vopnahlé, sem norrænir eftirlitsmenn fylgjast með á Sri Lanka, er í uppnámi eftir bardaga á sjó og landi í dag. Talið er að minnst 45 hafi fallið. Íslenskur upplýsingafulltrúi norrænu eftirlitssveitanna segir að tveir norrænir eftirlitsmenn hafi verið í hættu, en þá hafi ekki sakað. Erlent 11.5.2006 18:23
Þjónustan muni ekki batna Læknar við Landspítalann óttast að nýtt hátæknisjúkrahús muni alls ekki skila sjúklingum betri þjónustu en nú. Húsakynni og stjórn spítalans verði stærri, en þjónustan batni ekki. Innlent 11.5.2006 18:53
Sýknað af fimm milljóna bótakröfu Hæstiréttur sýknaði Olíufélagið í dag af skaðabótakröfu fyrrum starfsmanns vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Olíufélagið til að greiða starfsmanninum tæpar fimm milljónir króna í bætur. Innlent 11.5.2006 17:41
Fimmtán mánuðir fyrir nauðgun Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag til fimmtán mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir nauðgun. Dómurinn er nokkuð mildari en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi manninn í eins og hálfs árs fangelsi. Innlent 11.5.2006 17:40
Kópavogur tilnefnir heiðurslistamann Erna Ómarsdóttir dansari og danshöfundur var nú rétt í þessu útnefnd heiðurslistamaður Kópavogs. Erna er yngsti listamaðurinn sem hlotið hefur þennan heiður í Kópavogi, en hún þykir hafa náð langt í listsköpun sinni og verið landi og þjóð til sóma. Innlent 11.5.2006 17:35
Vinstri grænir í Hveragerði kæra úrskurð kjörstjórnar Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Hveragerði hefur kært úrskurð kjörstjórnar í bænum fyrir að hafna Kolbrúnu Ósk Guðmundsdóttur á lista og leggjast gegn því að nýr frambjóðandi yrði tilnefndur í hennar stað. Innlent 11.5.2006 17:01
Verðbólgan hefur þrefaldast á einu ári Verðbólga mælist nú þrefalt meiri en hún var á sama tíma í fyrra og hefur ekki mælst hærri síðan í mars 2002. Útlit er fyrir að verðbólga hækki enn og spá greiningardeildir bankanna því að hún verði sjö til níu prósent yfir árið. Innlent 11.5.2006 16:06
FlyMe horfir til Sterling Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe hefur í hyggju að kaupa eða renna saman við danska lággjaldaflugfélagið Sterling og norska flugfélagið Norwegian. Þetta segir danska dagblaðið Jyllands-Posten og bætir við að ef af sameiningu flugfélaganna verður þá muni það verða eitt af stærstu lággjaldaflugfélögum Norðurlanda. Viðskipti innlent 11.5.2006 15:55
Hreinar fjörur í Hafnarfirði Í sumar verða allar fjörur í eldri hluta Hafnarfjarðarbæjar hreinar. Í dag var tekin í notkun dælustöðin við Norðurgarð en með því lauk fyrri hluta áfanga stórframkvæmda Fráveitu Hafnarfjarðar. Innlent 11.5.2006 15:17
Eldsneyti aftur flutt á sjálfsstjórnarsvæðin Ísraelska orkufyrirtækið Dor Alon ætlar að hefja aftur flutning á eldsneyti til sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna á morgun. Fyrirtækið ákvað að hætta eldsneytisflutningum í gær vegna skulda heimastjórnar Palestínumanna. Erlent 11.5.2006 14:57
Verðbólga á Írlandi 3,8 prósent Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða og mældist 3,8 prósent á Írlandi í apríl. Hún hefur ekki verið jafn há síðastliðin þrjú ár, samkvæmt útreikningum írsku hagstofunnar. Helstu ástæður hækkunarinnar voru verðhækkanir á húsnæði og eldsneyti. Viðskipti erlent 11.5.2006 13:41
208% aukning í sölu á MP3 hringitónum Sala á MP3 hringitónum hjá Og Vodafone hefur aukist um 208% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2006 samanborið við fjórða ársfjórðung 2005. Ein helsta ástæðan fyrir aukinni sölu er að nú geta viðskiptavinir einnig sótt sér MP3 hringitóna í gegnum Vodafone live! farsíma. Innlent 11.5.2006 13:32
Þátttökumet á Hjólreiðardegi fjölskyldunnar Mikill áhugi á hjólreiðum virðist hafa vaknað með þjóðinni. Þessa ályktun má draga af því um það bil 5000 þátttakendur í 524 liðum hafa skráð sig til leiks á hjólreiðardegi fjölskyldunnar, Hjólalestinni, sem undirbúningshópur Hjólað í vinnuna stendur fyrir. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er greint frá því að þetta sé nýtt þátttökumet Hjólað í vinnuna. Innlent 11.5.2006 13:25
Viðskipti Íslands og Kanada má efla Tengsl Íslands og Kanada eru góð en þau má enn efla. Þetta kom fram á kynningarfundi Íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins sem haldin var hjá Útflutningsráði í morgun. Margt var um gesti, sem greinilega var umhugað um tengsl landanna. Innlent 11.5.2006 12:23
Eflir GSM sambandið á Hvolsvelli og nágrenni Og Vodafone hefur eflt GSM kerfi sitt í Rangárþingi eystra með uppsetningu á nýjum búnaði sem tryggir viðskiptavinum á svæðinu enn betri þjónustu en áður. Bætt þjónusta nær einkum til Hvolsvallar og nágrenni. Innlent 11.5.2006 11:42
ECB fylgist með verðbólguþróun Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir í mánaðarlegu fréttabréfi bankans í dag að fylgst verði grannt með verðþróun í álfunni til að halda verðbólgu í skefjum. Óstöðugleiki í olíuverði og óbeinir skattar hafi áhrif á aðra liði til hækkunar og séu líkur á að verðbólga á evrusvæðinu verði yfir 2 prósentum til skamms tíma. Búist er við að verðbólgan muni hækka á næsta ári. Viðskipti erlent 11.5.2006 09:28
Vísitala neysluverð hækkaði um 1,45 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,45 prósent á milli mánaða og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,48 prósent frá því í apríl. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hækkaði verð á ferðum og flutningum um 5,2 prósent, þar af bensín um 6,5 prósent. Verð á mjólk og mjólkurvörum lækkaði hins vegar um 5,5 prósent á milli mánaða. Viðskipti innlent 11.5.2006 09:05
Minnisvarði veitir upplýsingar Fornleifafræðingar í Mexíkó hafa fundið minnisvarða höggvinn úr steindranga í norður hluta landsins. Hann gæti veitt nýjar upplýsingar um eina elstu þjóðmenningu álfunnar. Erlent 10.5.2006 22:33
Fasteignaverð hefur hækkað um 67% Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 67% frá því í ágúst 2004, eða þegar bankarnir fóru að bjóða upp á íbúðalán. Þetta kemur fram í hálf fimm fréttum KB banka en þar kemur einnig fram að fasteignaverðið hækkaði um fjórðung á síðasta ári. Af tuttugu og tveimur höfuðborgum í Evrópu er fasteignaverð á Íslandi það áttunda hæsta. Innlent 10.5.2006 22:25
Sirkusfílar á vappi í Svíþjóð Það voru sirkusfílar sem mættu þeim sem áttu leið um nálægt vænum Väsby í Svíþjóð í gærkvöldi. Verið var að ferja fílana með flutningbíl þegar ökumaður missti bílinn útaf veginum þar sem hann valt síðan. Erlent 10.5.2006 21:58
Hefja kjaraviðræður á ný Viðræður SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra um kjör stuðningsfulltrúa hefjast aftur á morgun. Upp úr viðræðunum slitnaði fyrir nokkrum vikum en fram kemur á vef SFR að samningafundir hafa verið boðaðir á morgun og föstudag. Innlent 10.5.2006 22:01
Ríkislögmaður Breta vill að Guantanamo fangelsinu verði lokað Guantanamo fangelsið á Kúbu kemur óorði á frelsishefð Bandaríkjamanna og ætti að loka. Þetta sagði Goldsmith lávarður, ríkislögmaður Breta í ræðu í dag. Hann sagði tilvist fangelsisins óásættanlega. Erlent 10.5.2006 21:54
Meinuðu Dorrit að fara úr landi Ísraelskir landamæraverðir ætluðu að neita Dorrit Moussaief forsetafrú að fara úr landi í gær eftir stutta heimsókn. Hún fékk ekki að halda áfram för sinni fyrr en rætt hafði verið við ræðismann Íslands í Ísrael. Innlent 10.5.2006 21:28
Í gæsluvarðhald fyrir íkveikjur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag eins mánaðar gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem kveikti í bíl föður síns í Kópavogi fyrr í vikunni. Áður hafði maðurinn kveikt í blaðabunka í stofu foreldra sinna svo mikill eldur hlaust af. Innlent 10.5.2006 18:42