Fréttir

Fréttamynd

Forsetinn segir fátækt vaxandi vanda á Íslandi

Fátækt er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi segir forseti Íslands. Hann telur nýja skýrslu Rauða Krossins sýna svo ekki verði um villst að þeim hópum sem búi við sár kjör hér á landi hafi fjölgað á undanförnum árum

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í Kópavogi

Sjálfstæðismenn í Kópavogi undir forystu Gunnars Birgissonar, fá hnreinan meirihluta í bæjarstjórn, ef marka má nýja skoaðnnakönnun Fréttablaðsins. Þeir fá sex bæjarfulltrúa, Samfylking fær þrjá og Vinstri grænir einn. Framsóknarmenn tapa verulega samkvæmt könnun blaðsins, fengju aðeins einn bæjarfulltrúa nú, en voru með þrjá.

Innlent
Fréttamynd

Ný stjórn tekur við í sprengjuregni

Forsætisráðherra Íraks, Nuri Al Maliki, hét í dag ítrustu valdbeitingu gegn hryðjuverkum. Ný stjórn hans tók við völdum í gær, og í morgun var henni fagnað með sprengjuárásum í Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Telja sig hafa fundið fótspor Péturs Þorvarðarsonar

Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á fimmta tímanum í gær fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðason, sem leitað hefur verið að síðan um síðustu helgi. Fótsporin fundust nokkuð frá því svæði sem þegar er búið að kemba, eða 25 kílómetrum austan við Grímsstaði, þar sem síðast spurðist til Péturs. Töluverður kraftur var settur í leitina eftir að fótsporin fundust, en leitinni var hætt í nótt, þegar aftakaveður gerði á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki útlit fyrir að leit verði fram haldið í dag, þar sem veðrið er með versta móti og ekki búist við að hríðinni sloti fyrr en í fyrsta lagi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tveir handteknir grunaðir um vopnað rán

Lögreglan í Kópavogi handtók tvo menn í nótt sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í verslun Lyfs og Heilsu á Smiðjuvegi síðastliðinn fimmtudag. Mennirnir ógnuðu starfsfólki verslunarinnar með exi og rændu þaðan lyfjum. Þeir grunuðu verða færðir til yfirheyrslu um hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Finnland sigraði með "Hard Rock Hallelujah"

Framlag Finnlands sigraði nokkuð örugglega í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í Aþenu í Grikklandi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnland sigrar Eurovision en þetta er í 40. sinn sem Finnar taka þátt. Finnland leiddi nánast alla atkvæðagreiðsluna og hlaut samtals 292 stig. Í öðru sæti varð Rússland og í þriðja sæti lenti Bosnía Hersegóvína.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki hærri laun

Fastráðnir erlendir hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum fá ekki hærri laun en íslenskir, segir hjúkrunarforstjóri spítalans. Hún getur þó ekki svarað því af eða á hvort hjúkrunarfræðingar sem koma frá norrænni starfsmannaleigu í sumar fái hærri eða lægri laun en þeir íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Færri frá Reykjanesbæ inn á BUGL

Innlögnum á barna- og unglingageðdeild frá Reykjanesbæ hefur fækkað um helming á milli ára. Yfirsálfræðingur bæjarins þakkar góðu forvarnarstarfi árangurinn.

Innlent
Fréttamynd

Áttræðar konur grunaðar um að myrða heimilislausa

Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið tvær konur á áttræðisaldri sem eru grunaðar um að hafa myrt heimilislausa menn. Þær höfðu krafist þess að fá greiddar út milljónir bandaríkjadala vegna líftrygginga sem þær höfðu keypt fyrir þá.

Erlent
Fréttamynd

Forsendurnar brostnar

Forsendur kjarasamninga eru brostnar segir aðalhagfræðingur Alþýðusambandsins. Þúsundir manna hafi orðið fyrir kjaraskerðingu vegna verðbólgunnar. Fjármálaráðherra segir rangt að verðbólgan hafi étið upp forsendur samninganna.

Innlent
Fréttamynd

Dadi Janki á Íslandi

Dadi Janki, indversk baráttukona á vettvangi mannréttinda, friðarmála og andlegra gilda átti í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands á Bessastöðum. Hún segir Íslendinga andlega þenkjandi en hún finni fyrir sorg og sársauka hér á landi. Margt sé þó hægt að gera til að bæta það.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfsvígstilraun sett á svið

Fangar í Guantanamo fangabúðunum settu á svið sjálfsvígstilraun til að auðveldara yrði fyrir þá að ráðast á fangaverði í búðunum fyrir helgi. Bandarískum hermönnum tókst að brjóta árásina á bak aftur á skömmum tíma. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í gær að búðunum yrði lokað en Bandaríkjamenn segja árásina sýna hve hættulegir fangarnir þar séu.

Erlent
Fréttamynd

Segir Björn Inga á barmi taugaáfalls

Össur Skarphéðinsson segir aðstoðarmann forsætisráðherra tala í umboði ráðherrans, þegar hann hótar því að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummæli Björns Inga Hrafnssonar í gær bera þess merki að þar tali maður á barmi taugaáfalls segir þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Innlent
Fréttamynd

Styrktarleikur fyrir aðstandendur Pétur Þorvarðarsonar

Félagar Péturs Þorvarðarsonar í íþróttafélaginu Hetti á Egilsstöðum spiluðu í gær styrktarleik við íþróttafélagið Leikni á Fáskrúðsfirði. Ekkert hefur spurst til Péturs Þorvarðarsonar frá aðfaranótt síðasta sunnudags en leit stendur enn yfir.

Innlent
Fréttamynd

Vilja vernda húsin á Laugavegnum

Mikið er um að vera á Laugavegi í dag. Þá sérstaklega á horni Klapparstígs og Laugavegar. Tilgangur hátíðarhaldanna var að sýna stuðning í verki við verndun húsa á Laugaveginum en búið er að gefa leyfi fyrir niðurrifi á 29 húsum við götuna, þar af er þriðja hvert hús neðan Klapparstígs. Birgir Þórarinsson talsmaður áhugasamtaka um verndun miðbæjarins segir húsin tengja borgarbúa við fortíðina. Þau séu falleg eins og þau eru. Hann segir byggingarnar geta nýst fullkomlega sem verslunarhúsnæði og þeim eigi ekki að skipta út fyrir "kanablokkir" eins og hann kallar þær hugmyndir sem hann segir nú liggja fyrir hjá borgaryfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Búið að opna Hvalfjarðargöng að nýju

Búið að opna Hvalfjarðargöngin aftur en þeim var lokað um klukkan hálf tíu í morgun eftir að bifreið var ekið utan í gangnavegginn. Mildi þykir að ekki fór verr en ökumaður og farþegi sluppu með minniháttar meiðsl, bíllinn er þó gerónýtur.

Innlent
Fréttamynd

Ölvuð ungmenni

Lögreglan í Reykjavík var kölluð að skála í Hvalfirðinum í nótt vegna gruns um að þar væri fjöldi ölvaðra ungmenna undir lögaldri. Um áttatíu til nítíu framhaldsskólanema var að ræða, voru þeir flestir undir átján ára aldri og var ölvun talsverð. Svo virðist sem ungmennin hafi fengið skálann leigðan þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Lögreglan hafði samband við rútufyrirtæki sem ók ungmennunum á staðinn og fékk það til að flytja þau aftur til Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Fulltrúi SÞ hittir Suu Kyi

Háttsettur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna átti í morgun fund með Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnaranstöðunnar í Myanmar, en henni hefur verið haldið í stofufangelsi í þrjú ár.

Erlent
Fréttamynd

Hælisleitendur í mótmælasvelti

Um 40 afganskir flóttamenn sem hafa óskað eftir hæli á Írlandi hóta því að svipta sig lífi ef lögregla reynir að reka þá úr kapellu í Dyflinni þar sem þeir hafa haldið til. Allt eru þetta karlmenn á aldrinum 17 til 45 ára og hafa þeir verið í mótmælasveldi í um viku.

Erlent
Fréttamynd

Tekinn tvisvar fyrir ölvunarakstur í nótt

Maður var tekinn vegna gruns um að vera ölvaður undir stýri á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan í Reykjavík flutti manninn til skýrslutöku upp á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Eftir aðeins einn og hálfan tíma var maðurinn stöðvaður aftur af lögreglunni þar sem hann ók á bíl sínum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherraskipan í Írak samþykkt

Íraska þingið samþykkti í morgun skipan nýrrar þjóðstjórnar í landinu. Vonir eru bundnar við að henni takist að lægja öldurnar þar. Ofbeldisverkum virðist heldur ekki ætla að fækka en minnst nítján féllu og fimmtíu og átta særðust í sprengjuárás í Bagdad í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Bilun í reykhreinsibúnaði á Grundartanga

Bilun varð í einu reykhreinsivirki Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga í gær. Reykur streymdi því út í loftið um fjögurra klukkutímaskeið áður en bilunin uppgötvaðist.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðagöngin eru lokuð þar sem slys varð í göngunum nú á níunda tímanum. En fólksbíll valt í göngunum eftir að ökumaður bílsins keyrði utan í vegg og misst stjórn á bílnum. Tveir voru í bílnum en ekki er talið að meiðsl þeirra séu alvarleg. Lögregla er nú á vettvangi og er ekki búist við því að göngin verða opnuð aftur fyrr en undir hádegi. Fólki er bent á að aka Hvalfjörðinn.

Innlent
Fréttamynd

Vilja stunda hvalarannsóknir við Ísland

Áhugasömum Íslendingum býðst tækifæri á að taka þátt í rannsóknum á hvölum við Íslandsstrendur í sumar. En Alþjóðleg dýraverndunarsamtök hafa sótt um að fá að stunda hvalarannsóknir við Ísland í sumar og bjóða almenningi meðal annars að slást með í för.

Innlent
Fréttamynd

Patreksskóli vann ferð til Kaupmannahafnar

Verðlaunaafhending í samkeppninni Unglingalýðræði í sveit og bæ fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Það var Ungfrú heimur, fröken Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sem afhenti verðlaunin en hún var jafnframt verndari samkeppninnar.

Innlent