Fréttir

Fréttamynd

14 dóu í lestarslysi í Tyrklandi

Lest og lítil rúta skullu saman á lestarteinum í vesturhluta Tyrklands í dag með þeim afleiðingum að fjórtán manns létu lífið og sex slösuðust, að sögn Anatolia-fréttastofunnar. Tildrög slyssins eru ekki ljós en rútan var að aka yfir teinana.

Erlent
Fréttamynd

Baráttan við smyglara

Fórnarlömb mansals trúa ekki sögum um örlögin sem bíða þeirra, segir sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Hann telur árangur hafa náðst bæði í baráttunni gegn smygli á fólki og fíkniefnum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Láta ekki undan hótunum al-Kaída

Alexander Downer, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að hótanir evrópudeildar al-Kaída hryðjuverkasamtakanna um hryðjuverk í landinu verði teknar alvarlega þó stjórnvöld þar í landi ætli sér ekki að láta undan þeim.

Erlent
Fréttamynd

Bólusett gegn fíkniefnum?

Breska ríkisstjórnin er að hugleiða róttæk áform um að bólusetja börn gegn því að ánetjast fíkniefnum þegar þau eldast, að því er breska dagblaðið The Independent on Sunday segir frá.

Erlent
Fréttamynd

Lýst eftir manni

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Hákoni Svani Hákonarsyni, sem hvarf af hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni um níuleytið í gærkvöld og ekki hefur spurst til síðan. Björgunarsveitir leita hans en hafi einhver upplýsingar um ferðir hans frá því í gærkvöld eru þeir beðnir að láta lögregluna vita í síma 4801010.

Innlent
Fréttamynd

Hellisheiðin annar vart álaginu

Mikil og þétt umferð hefur verið um Hellisheiðina í sumar og nú er svo komið að vegakerfið annar vart álaginu. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir umhugsunarvert hvort leyfa eigi ýmiss konar áheitaferðir um veginn þar sem sýnt sé að umferðarþunginn er mjög mikill flesta daga.

Innlent
Fréttamynd

Eldri kona lést í eldsvoða

Eldri kona lét lífið eftir að eldur kom upp í íbúð hennar í húsi við Sundlaugaveg snemma í gærmorgun. Íbúar á jarðhæð og í kjallara hússins voru vaktir upp og varð ekki meint af. Íbúi í risi var ekki heima þegar eldurinn kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Mikið álag á starfsfólki

Þeir sem leita til slysadeildarinnar í Fossvogi geta þurft að bíða í allt að fjórar klukkustundir eftir þjónustu læknis. Yfirlæknir deildarinnar segir að mikið álag sé á starfsfólki, það fari örþreytt heim og sé ekki úthvílt þegar það mæti aftur til starfa.

Innlent
Fréttamynd

Norðmenn orðnir latir

Norðmenn leita nú leiða til að endurvekja vinnugleði hjá fólki í landinu. Ósérhlífnin og harkan sem einkenndu norska alþýðu áður en landið varð ríkt af olíu virðast vera á undanhaldi og eftir þrjá áratugi af velsæld virðist letin vera að ná tökum á norku vinnufólki.

Erlent
Fréttamynd

Viðbúnaður í Vestmannaeyjum

Viðbúnaður var á Vestmannaeyjaflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöldi þegar flugvél Flugfélags Vestmannaeyja kom inn til lendingar eftir að ljós hafði sýnt að ekki voru öll hjól læst. Slökkvilið flugvallarins og Vestmannaeyjabæjar var í viðbragðsstöðu og á meðan reyndi flugmaðurinn að setja hjólin niður og upp aftur nokkrum sinnum.

Innlent
Fréttamynd

Gefur 150 milljóna lottóvinning

Óþekktur lottóvinningshafi í Japan hefur ákveðið að láta þær rúmu 150 milljónir króna sem hann vann á föstudaginn renna óskiptar til fórnarlamba nýlegra flóða í Japan. Vinningshafinn, sem virðist búa yfir einstakri gjafmildi, segist vonast til þess að fórnarlömb flóðanna verði aðnjótandi sömu heppni og fylgdi miðanum.

Erlent
Fréttamynd

Ókeypis úttekt á eftirvögnum

Vátryggingafélag Íslands og Frumherji bjóða næstu daga ókeypis úttekt á eftirvögnum (fellihýsum, hjólhýsum tjaldvögnum og hestakerrum) til að fólk geti gengið úr skugga um að allur búnaður sé löglegur og í lagi áður en lagt er upp í ferðalag um verslunarmannahelgina.

Innlent
Fréttamynd

Hjálparsveitir snúa aftur

Eftir nokkura daga hlé á hjálparstarfi hafa hjálparstofnanir aftur komið upp matarbirgðum í tveimur búðum fyrir súdanska flóttamenn í nágrannaríkinu Tsjad. Á svæðinu hafast fjörutíu þúsund súdanskir flóttamenn við eftir að leiðtogar búðanna hétu því að tryggja öryggi þeirra en hjálparstarfi þar var hætt í nokkra daga vegna ofbeldis.

Erlent
Fréttamynd

Fimm slösuðust í bílveltu

Fimm manns slösuðust, þar af einn lífshættulega, eftir að bíll fór út af veginum og valt við Vatnsskarðsnámur á veginum til Krýsuvíkur á tíunda tímanum í gærkvöld. Krýsuvíkurvegi var lokað á kafla um tíma vegna slyssins.

Innlent
Fréttamynd

Lést í eldsvoða í Reykjavík

Kona á níræðisaldri lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Sundlaugaveg í Reykjavík í nótt. Það var um sexleytið í nótt sem vegfarandi sá reyk leggja út frá húsinu og hringdi strax í neyðarlínuna. Í húsinu eru fjórar íbúðir og var konan ein á efri hæð þess.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist lífshættulega

Erlendur verkamaður var fluttur lífshættulega slasaður á sjúkrahús eftir bílveltu við Vatnsskarðsnámur á Krísuvíkurvegi í fyrrakvöld. Honum var haldið sofandi í öndunarvél í gær. Fimm voru í bílnum og voru hinir fjórir fluttir minna slasaðir á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerð á Vestfjörðum á fullu

Unnið er hörðum höndum að því að bæta vegi á Vestfjörðum. Gangi framkvæmdir að óskum verða aðeins 35 kílómetrar án bundins slitlags í Ísafjarðardjúpi á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

2 létust og 14 særðust á Máritíus

Tveir létust og fjórtán særðust í sprengingu á fjölförnum ferðamannastað í Grand Baie á Máritíus í morgun. Hinir látnu eru maður og kona á þrítugsaldri, bæði heimamenn. Að sögn lögreglu er talið að allir hinna særðu séu íbúar Máritius. Forsætisráðherra landsins var á staðnum en hann sakaði ekki.

Erlent
Fréttamynd

Norðmenn afhendi ekki Nóbelinn

Ungliðahreyfing norska miðflokksins, Senterpartiet, hefur látið þá skoðun í ljós að Norðmenn eigi ekki lengur skilið þá virðingu og þann heiður sem fylgir því að veita friðarverðlaun Nóbels. Ástæðan sé fylgispektin við ofbeldisfulla utatnríkisstefnu Bandaríkjastjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Áströlum og Ítölum hótað

Ástralíu og Ítalíu hafa borist hótanir um hryðjuverk frá samtökum sem talin eru tengjast Al-Kaída. Í tilkynningu frá samtökunum er farið fram á að löndin dragi heri sína til baka frá Írak og verði það ekki gert muni holskefla bílasprenginga ganga yfir borgir landanna. Blóðbað muni eiga sér stað og lífi borgara landanna verði breytt í hreinasta helvíti.

Erlent
Fréttamynd

Draugabani á Ströndum

Á Ströndum læra menn að kveða niður drauga og ekki er vanþörf á því allt er morandi í draugum, segir Sigurður Atlason draugabani sem fréttastofan hitti í Hólmavík. Hann segist vera búinn að kveða niður þrjátíu drauga í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Áfengisauglýsingar Moggans kærðar

Morgunblaðið auglýsir áfengi í tímariti um helgina þrátt fyrir blátt bann við slíkum auglýsingum í lögum. Hildur Hafstein hjá Lýðheilsustofnun segir að auglýsingarnar verði kærðar. Hún segir nauðsynlegt að gera lög um áfengisauglýsingar skýrari en þau séu margoft brotin. 

Innlent
Fréttamynd

Kona lést í eldsvoða

Kona á níræðisaldri lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Sundlaugaveg í Reykjavík í nótt. Það var um sexleytið í nótt sem vegfarandi sá reyk leggja út frá húsinu og hringdi strax í neyðarlínuna. Í húsinu eru fjórar íbúðir og var konan ein á efri hæð þess.

Innlent
Fréttamynd

Áströlum og Írökum hótað

Ástralíu og Ítalíu hafa borist hótanir um hryðjuverk frá samtökum, sem talin eru tengjast Al-Kaída, flytji löndin ekki heri sína heim frá Írak. Utanríkisráðherra Ástralíu segist taka hótunina alvarlega en ekki komi til greina að láta undan kröfum hryðjuverkamanna. 

Erlent
Fréttamynd

Vísar á bug ummælum FÍB

Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun vísar því á bug að rannsókn á tryggingafélögunum hafi verið óeðlileg. Menn geti hins vegar deilt um málalyktir. Hann fagnar því að áfrýjunarnefnd hafi vísað frá máli FÍB sem kærði rannsóknina.

Innlent
Fréttamynd

13 skæruliðar létust í Írak

Þrettán írakskir skæruliðar létust í bardögum við varnarliðsmenn og bandaríska hermenn rétt utan við borgina Bakúba í morgun. Hópur skæruliða réðst til atlögu að írökskum þjóðvarnarliðsmönnum með sprengjuvörpum og handsprengjum, þar sem þeir aðstoðuðu bandaríska hermenn við leit í búðum skæruliða, í Buhriz sem er um 5 km suður af Bakúba.

Erlent
Fréttamynd

Fjórtán manns látast í lestarslysi

Fjórtán manns, þar af fimm börn, létust þegar lítil rúta og lest skullu saman á lestarteinum í vesturhluta Tyrklands í gær. Rútan var að aka yfir teinana og létust allir þeir sem voru í henni en sex manns í lestinni slösuðust.

Erlent
Fréttamynd

Frestun gæti breytt niðurstöðunni

Réttarhöldum yfir morðingja hálfíslenskrar konu í Pensacola í Bandaríkjunum hefur verið frestað í áttunda sinn. Lögfræðingar, sem sérhæfa sig í að verja hagsmuni brotaþola, óttast að tafirnar hafi áhrif á dómsniðurstöðuna. Sonur hennar tekur í sama streng.

Innlent
Fréttamynd

Sjötíu þúsund mynduðu mótmælakeðju

Um sjötíu þúsund Ísraela tókust í hendur og mynduðu keðju fólks allt frá Gaza til Jerúsalem í gær. Með þessu var fólkið að mótmæla áformum Ariels Sharon forsætisráðherra um að eyðileggja nokkrar landtökubyggðir gyðinga og draga herliðið frá Gaza-svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Miklir skógareldar í Frakklandi

Um þrjú þúsund hektarar af skóglendi brunnu og um tvö þúsund manns þurftu að flýja heimili sín vegna mikilla skógarelda norður af Marseille í Frakklandi um helgina. Þrír slökkviliðsmenn slösuðust við vinnu sína þar af tveir þegar þeir fengu á sig vatn sem sleppt var úr flugvél.

Erlent