Innlent

Eldri kona lést í eldsvoða

Eldri kona lét lífið eftir að eldur kom upp í íbúð hennar í húsi við Sundlaugaveg snemma í gærmorgun. Íbúar á jarðhæð og í kjallara hússins voru vaktir upp og varð ekki meint af. Íbúi í risi var ekki heima þegar eldurinn kom upp. Vegfarandi um Sundlaugaveg sá reyk koma út úr húsinu og tilkynnti um hann til lögreglu um klukkan sex í gærmorgun. Slökkvilið frá þremur stöðvum voru send á vettvang og var lögregla þegar byrjuð að rýma húsið þegar slökkvilið kom á staðinn. Reykkafarar fóru samstundis inn í íbúðina og báru eldri konu út úr íbúðinni þremur mínútum síðar. Konan var úrskurðuð látin. Mikill reykur var í íbúð konunnar sem var ein heima þegar eldurinn kom upp. Miklar skemmdir urðu af völdum reyksins en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Íbúar annarra íbúða hússins voru ekki í hættu að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk greiðlega eftir að konan fannst og hafði eldurinn verið slökktur tæpri klukkustund eftir að fyrsti bíllinn kom á staðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×