Fréttir

Fréttamynd

Páfi biður um fyrirbæn

„Biðjið fyrir mér.“ Þessi skilaboð bárust frá Jóhannesi Páli páfa fyrir stundu, samkvæmt því sem aðstoðarmenn hans greina frá. 

Erlent
Fréttamynd

Öllum tilraunum Evrópusinna hrint

Andstæðingar Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins hrundu öllum tilraunum á flokksþingi til að færa flokkinn nær aðildarumsókn. Þótt sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar hefðu þannig orðið undir var hann endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 78 prósentum atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Vill að gengið verði fram af hörku

Verkalýðshreyfingin vill að gengið verði fram af fullri hörku gagnvart fyrirtækjum sem hafa erlenda starfsmenn án leyfa og brjóta lög og kjarasamninga á þessum starfsmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Opið í Bláfjöllum og Skálafelli

Opið er í Bláfjöllum í dag frá 10 til 18. Allar lyftur eru opnar nema stólalyftan í Suðurgili en stefnt er að því að hún opni síðar í dag. Veður er mjög gott, norðvestlæg átt um 3 metrar á sekúndu og frost 1 stig. Skíðafæri er hart, enda um unnið harðfenni að ræða. Einnig er opið í Skálafelli frá 10 til 18 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Frelsun fanga frestað

Samskipti Ísraela og Palestínumanna hafa snöggkólnað eftir sjálfsmorðssprengjuárás í Tel Aviv á föstudaginn sem kostaði fjögur mannslíf.

Erlent
Fréttamynd

Framsókn hreyfir við Norðmönnum

Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, segir Evrópustefnu Framsóknarflokksins hafa áhrif í Noregi. Í samtali við Fréttablaðið segir Bondevik að Norðmenn fylgist grannt með þróun umræðunnar um Evrópumál á Íslandi. Aðildarviðræður séu á dagskrá Norðmanna í fyrsta lagi 2007. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarflokkurinn stefnulaus?

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, telur ESB-umræðuna hugsanlega skilaboð um breytt stjórnarmynstur á næsta kjörtímabili. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur sjálfstæðismenn móta stefnu Framsóknarflokksins í Evrópumálum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Gæslan kaupir eldsneyti í Færeyjum

Íslensku olíufélögin hafa farið svo illa með Landhelgisgæsluna að ákveðið hefur verið að kaupa ekki af þeim eldsneyti, nema brýna nauðsyn beri til. Þetta segir forstjóri Landhelgisgæslunnar sem kaupir nú aðallega eldsneyti frá Færeyjum fyrir flotann og sparar í leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ályktun loksins samþykkt

Eftir miklar deilur samþykktu Framsóknarmenn loks eftir hádegi ályktun um utanríkismál. Hart var tekist á um Evrópustefnuna. Ályktunin hefur tekið verulegum breytingum frá upphaflegum drögum en stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar hafa margoft þurft að bakka fyrir andstæðingum aðildar.

Innlent
Fréttamynd

Baugi ekki vandaðar kveðjurnar

65 starfsmönnum Magasínverslunarinnar í Álaborg í Danmörku hefur verið sagt upp í kjölfar þess að ákveðið hefur verið að loka versluninni þann 31. júlí næstkomandi. Danskir fjölmiðlar fara ekki fögrum orðum um hina nýju íslensku eigendur í dag og segja þá ekki fylgja eftir gömlum hefðum í rekstri sínum á Magasín-keðjunni en hún hafði verið í eigu Dana í 136 ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evrópustefnan sigur fyrir flokkinn

Halldór Ásgrímsson segir ályktun flokksþingsins mikil tíðindi og sigur fyrir flokkinn. Í fyrsta sinn hafi verið opnað fyrir aðild að Evrópusambandinu. Hann hafi nú umboð flokksins til að huga að aðildarviðræðum. Það skipti öllu máli. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Föngunum ekki sleppt

Þeim 400 palestínsku föngum sem eru í ísraelskum fangelsum, og átti að sleppa áður en langt um liði, verður ekki gefið frelsi vegna sjálfsmorðsárásarinnar í Tel Aviv á föstudagskvöld sem kostaði fjóra Ísraela lífið. 500 palestínskum föngum sem verið hafa í haldi í Ísrael var sleppt fyrir tæpri viku.

Erlent
Fréttamynd

Námskynning í Háskóla Íslands

Árleg námskynning Háskóla Íslands hefst nú klukkan 11. Þar kynna kennarar og nemendur ellefu deilda skólans námsframboð og rannsóknarverkefni, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Þá geta áhugasamir hlýtt á örfyrirlestra um ýmsar hliðar raunvísinda og verkfræði í Öskju.

Innlent
Fréttamynd

Konungleg heimsókn skyggir á allt

Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans, hin ástralska Mary prinsessa, eru í Ástralíu í opinberri heimsókn. Þau fylgdust með siglingakeppni í höfninni í Sydney í dag en heimsóknin skyggir á allt annað í þjóðlífinu þar neðra sem stendur. Fjölmiðlar fylgja þeim hvert fótspor og flennistórar myndir prýða síður helstu dagblaða.

Erlent
Fréttamynd

Páfi raddlaus fyrir lífstíð?

Óvíst er hvort að Jóhannes Páll páfi verði nokkru sinni fær um að tala á ný. Sérfræðingar telja barkaskurðinn sem gerður var á honum og áhrif Parkinson-veikinnar gera að verkum að hann verði nánast raddlaus.

Erlent
Fréttamynd

Allar eigur gjörónýtar

Mikill eldur kom upp í raðhús við Rjúpufell í Breiðholti í gærkvöld eins og greint var frá á Vísi í morgun. Allar eigur fjögurra manna fjölskyldu sem var nýflutt í húsið urðu eldinum að bráð. Hægt er að hlusta á viðtal við heimilisföðurinn, Hjálmar Diego Haðarson, í hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Harður ágreiningur á flokksþinginu

Harður ágreiningur er um Evrópustefnu Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem nú stendur yfir á Nordica-hótelinu í Reykjavík. Formaður og varaformaður flokksins eru ekki sammála um hvaða leið skuli fara og nú er unnið að því að finna málamiðlun.

Innlent
Fréttamynd

Laug um NASA-vísindasamkeppni

Því verður ekki neitað að Saurabh Singh er frakkur. Hann laug því til að hann hefði unnið aðþjóðlega vísindasamkeppni NASA, keppni sem er ekki einu sinni til, en fékk samt alla til að trúa því.

Erlent
Fréttamynd

Átta handteknir vegna tilræðisins

Átta hafa verið handteknir vegna sjálfsmorðssprengjuárásarinnar á ísraelskan næturklúbb í gærkvöldi sem kostaði í það minnsta fjóra lífið. Sprengjan skók einnig friðarferlið og ísraelskar hersveitir héldu inn á Vesturbakkann í kjölfarið.

Erlent
Fréttamynd

Enginn þroskaþjálfi á Sólheimum

Enginn þroskaþjálfi starfar við Sólheima á Grímsnesi þrátt fyrir athugasemdir um skort á faglegri þjálfun vistmanna. Formaður þroskaþjálfafélagsins segir hugmyndir forráðamanna Sólheima ekki samræmast nútíma hugmyndum um þátttöku fatlaðra í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Powell talar um ráðherraárin

Hann var þekktasti og einn valdamesti blökkumaður Bandaríkjanna, utanríkisráðherra sem virtist í andstöðu við eigin stjórn. Colin Powell lét af embætti fyrir mánuði og nú virðist hann reiðubúinn að tala út - en þó ekki um allt.

Erlent
Fréttamynd

Ekki ljóst hverjum var sagt upp

Rúnar Freyr Gíslason, formaður Félags íslenskra leikara og fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, segir það að sjálfsögðu erfitt fyrir formann félags að heyra að tæplega einum þriðja hluta fastráðinna starfsmanna hafi verið sagt upp samningi við Þjóðleikhúsið. Það liggur enn ekki alveg fyrir hverjum nákvæmlega hafi verið sagt upp. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja undirbúa aðildarviðræður

Framsóknarmenn munu að öllum líkindum samþykkja ályktun á flokksþingi sínu í dag um að undirbúningur aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari af stað innan flokksins. Formaður og varaformaður eru á öndverðum meiði. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hörð átök um Evrópustefnuna

Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Vopnahléið kvatt

Ekki færri en fjórir fórust og sextíu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Tel Aviv í gærkvöldi. Sprengingin rauf vopnahlé sem þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sömdu fyrir nokkrum dögum.

Erlent
Fréttamynd

Powell: Of fáir hermenn í Írak

Fleiri hermenn hefði þurft til að taka á ástandinu að loknum stríðinu í Írak, segir Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann telur að Bandaríkjastjórn verði að leggja sig fram við að bæta samskiptin við Evrópuríki.

Erlent
Fréttamynd

Páfi enn á sjúkrahúsinu

Jóhannes Páll páfi II liggur enn á sjúkrahúsi í Róm og andar í gegnum slöngu sem þrædd var í gegnum barkann á honum. Aðstoðarmaður hans flutti hefðbundna laugardagsbæn í dag en páfi var sagður fylgjast með á sjúkrastofu sinni. Engar formlegar fréttir hafa borist af líðan hans en talsmenn Páfagarðs ætla ekkert að segja fyrr en á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Íslensk lög á útlensku

Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Íslensk málnefnd varar alvarlega við lagabreytingunni.

Innlent