

"Öll umræða um þessi mál hefur verið afar einsleit og grandvaraleysi bænda algjört," segir Ólafur R. Dýrmundsson landbúnaðarráðunautur vegna samkomulags sem náðst hefur milli Félagasamtaka bænda og líftæknifyrirtækisins ORF-Líftækni um tilraunaræktun á erfðabættu byggi í sveitum landsins.
Til skotbardaga kom nærri borginni Hebron á Vesturbakkanum í morgun. Tveir Ísralesmenn slösuðust í bardögum við palestínska uppreisnarmenn. Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem til átaka kemur á svæðinu í kjölfar friðsælla vikna eftir vopnahlé sem samið var um 8. febrúar.
Bíræfnir þjófar stálu þremur myndum eftir Edvard Munch í Noregi á sunnudagskvöldið. Norska lögreglan náði þjófunum innan við sólarhring eftir að þeir stálu myndunum. Þetta var í annað skipti á tæpu hálfu ári sem verkum eftir meistarann er rænt.
Tekjur Ríkisútvarpsins haldast óbreyttar ef afnotagjöldin verða felld niður og nefskattur verður tekinn upp. Nefskatturinn yrði tekjubót fyrir flestar fjölskyldur í landinu. Tekjuskerðing yrði aðeins hjá allra stærstu fjölskyldunum, fólkinu með krakka 16 ára og eldri sem búa heima.
Lögfræðingur Bobby Fischers fékk íslenskt vegabréf hans í hendur fyrir nokkrum mínútum. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrir augnabliki.
"Eftirspurnin hefur aukist til muna á sama tíma og öll framleiðsla hefur dregist saman," segir Sindri Sigurgeirsson, bóndi að Bakkakoti í Borgarfirði.
Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í fjölmörg skipti haft samræði við dóttur sambýliskonu sinnar á árunum 1993 til 1999. Stúlkan er fædd árið 1981.
Munnsöfnuður enskra knattspyrnumanna þykir svo ljótur að uppeldisfrömuðir vilja láta banna útsendingar frá knattspyrnuleikjum á þeim tímum sem börn eru að horfa á sjónvarp svo að þau læri ekki blótsyrðin af fyrirmyndum sínum.
Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru svifaseinir og áhugalausir þegar kemur að úrbótum í umferðinni segir umferðarfulltrúi Umferðarstofu og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Fjölmargar slysagildrur fá að vera óáreittar þrátt fyrir margar ábendingar um umbætur.
Ríkislögreglustjóri varar fólk við fjársvikum á Netinu en nokkur fjársvikamál hafa verið kærð til embættisins að undanförnu. Meðal annars hafa óprúttnir aðilar notfært sér uppboðsvefinn eBay til fjársvika.
Karlakórinn Fóstbræður ætlar að verða við beiðni Sameinuðu þjóðanna um að koma fram á tónleikum í Royal Albert Hall í Lundúnum þann 16. október.
Gæsluvarðhaldsfangi á Litla-Hrauni svipti sig lífi um helgina. Hann hafði verið í haldi síðan í september og eins og lengd gæsluvarðhaldsins gefur til kynna mátti maðurinn eiga von á langri fangelsisrefsingu.
Lagning nýs vegar um Svínahraun hefst í þessari viku. Megintilgangur framkvæmdarinnar er að losna við hin hættulegu Þrengslagatnamót en þar varð banaslys í gær.
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo dyraverði á skemmtistað á Akureyri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Voru mennirnir dæmdir fyrir að ráðast með höggum og spörkum að tveimur gestum staðarins sem þeir voru að vísa út vegna slagsmála.
Garðar Kjartansson, eigandi skemmtistaðarins Nasa í Reykjavík, fagnar húsleit Skattrannsóknarstjóra hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum. Garðar segir að svört starfsemi sé þekkt í geiranum og erfitt sé fyrir þá sem vilji vera heiðarlegir að keppa við þá sem svindla.
Bandaríska leyniþjónustan CIA stundar pyntingar á föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Hún fer í kringum lög sem banna pyntingar í Bandaríkjunum með því að flytja grunaða menn með flugvélum leyniþjónustunnar til landa þar sem pyntingar eru umbornar.
Íslendingum sem gista á hótelum víða um land í nýliðnum janúar fjölgaði um rétt tæp nítján prósent frá sama tíma í fyrra. Það er umtalsvert meiri fjölgun en meðal erlendra ferðamanna sem fjölgaði um ellefu prósent.
Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur á síðustu árum flutt fjölda grunaðra hryðjuverkamanna til landa þar sem pyntingar viðgangast. Mannréttindasamtök hafa mótmælt þessum flutningum harðlega.
Kommúnistaflokkur Moldavíu, sem farið hefur með völd í þessu fátækasta landi Evrópu, fór með sigur úr býtum í þingkosningum sem fram fóru þar á sunnudag. Samkvæmt opinberum úrslitum kosninganna, sem birt voru í gær, fékk flokkurinn 46% atkvæða. Úrslitin tryggja flokknum einfaldan þingmeirihluta en ekki endurkjör flokksleiðtogans sem forseta.
Stjórnvöld Sýrlands og Líbanons náðu samkomulagi í dag um að Sýrlendingar hefji brottflutning hersveita sinna frá Líbanon þegar í þessum mánuði. Forsetar ríkjanna, Bashar al-Assad og Emil Lahoud, hittust á fundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag.
Sæmundur Pálsson og Bobby Fischer felldu báðir tár þegar þeir hittust loks aftur eftir rúmlega þrjátíu ár á staðnum þar sem Fischer er í haldi í innflytjendabúðum yfirvalda í Japan. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar endurfundir þeirra urðu loks að veruleika eftir langa bið.
Kúrdinn Jalal Talabani verður næsti forseti Íraks að sögn talsmanns hans. AP-fréttastofan hefur eftir talsmanninum að bandalag Sjíta hafi samþykkt Talabani sem forseta, gegn því að Sjítinn Ibrahim al-Jafaari verði næsti forsætisráðherra landsins.
Forsetar Sýrlands og Líbanons tilkynntu í gær að Sýrlendingar myndu safna hersveitum sínum í Líbanon saman í Bekaa-dalnum sem er við landamæri ríkjanna fyrir lok mánaðarins.
Útför ítalska leyniþjónustumannsins Nicola Calipari, sem féll í árás bandarískra hermanna á bíl sem flutti ítölsku blaðakonuna Júlíönu Sgrena úr haldi mannræningja á föstudag og út á flugvöll, fór fram í Róm á Ítalíu í morgun.
Rúmlega sextíu börn á aldrinum 5-14 ára fundust í gámi í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gær. Grunur leikur á að þau hafi átt að selja í þrældóm.
Skemmd er á Suðurlandsveginum skammt frá þeim stað þar sem banaslys varð síðastliðinn sunnudag. Um það bil fjögurra sentimetra breið rás er á miðjum vegi og tvær litlar holur þar ofan í.
Danir eru með hæsta tímakaup í Evrópu samkvæmt nýrri skýrslu evrópsku atvinnuveitendasamtakanna. Íslendingar eru í 20. sæti og eru þeir með lægsta tímakaup allra Norðurlandabúa. Mjög hefur dregið saman með ríkum og fátækum ríkjum álfunnar og er það meðal annars þakkað dvínandi áhrifum verkalýðsforystunnar.
Enn hefur málverkum eftir Edvard Munch verið stolið í Noregi. Þremur málverkum eftir Munch var stolið á hóteli fyrir utan bæinn Moss í Austfold í Noregi í gærkvöldi. Ránið var kært til lögreglu skömmu eftir klukkan ellefu en ennþá hefur ekkert til málverkanna spurst.
Ítalskur karlmaður var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á Kaffi Victor aðfaranótt laugardags. Ástæða handtökunnar var að starfsmenn Alþingis höfðu haft samband við lögregluna vegna manns sem hafði sést á vappi í kringum Alþingishúsið, með hulið andlit, tvo daga í röð.
Sex tilboð bárust í nýjan strætisvagn fyrir Strætisvagna Akureyrar (SVA) og átti Kraftur lægsta tilboðið, rúmar 17 milljónir króna.