Fréttir Alger endurnýjun á Austurstræti 17 Miðbæjarmyndin mun taka nokkrum breytingum á næstu vikum og mánuðum með algerri endurnýjun á suðurhlið hússins við Austurstræti 17. Á allri suðurhlið hússins, sem snýr að Austurstrætinu, verður skipt um gler og glugga. Þá verður gert við steypuskemmdir og steyptir fletir hússins málaðir. Loks verður hluti hússins álklæddur. Innlent 17.10.2005 23:41 Varar uppreisnarmenn í Súdan við Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, hefur varað uppreisnarmenn í Darfur-héraði í Súdan við því að haldi þeir áfram að ráðast á lögreglu og starfsmenn hjálparstofnana í héraðinu, gætu þeir glatað allri samúð alþjóðasamfélagsins. Erlent 13.10.2005 18:52 Hjúkrunarfræðingur smitast Greint hefur verið frá því að víetnamskur hjúkrunarfræðingur hafi smitast af fuglaflensunni. Grunur leikur á að hann hafi smitast af sjúklingum sem hann annaðist en það er þó ekki talið öruggt. Erlent 13.10.2005 18:52 Þúsundum barna og kvenna nauðgað Tugþúsundum barna og kvenna hefur verið nauðgað í Austur-Kongó á síðustu árum samkvæmt nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Human Right Watch. Þau segja stjórnarhermenn og uppreisnarmenn ganga skipulega til verks og að fórnarlömbin séu frá fjögurra mánaða gömlum börnum til aldurhniginna gamalmenna. Erlent 13.10.2005 18:52 Skuggi yfir samstarfi bandamanna Ítalski leyniþjónustumaðurinn sem bandarískir hermenn skutu í Írak á föstudag var borinn til grafar með viðhöfn í Róm í gær. Mikil reiði ríkir á Ítalíu vegna atviksins. Erlent 13.10.2005 18:52 Á að gefa skýrslu Landhelgisgæslan þarf að skila skýrslu til Reykjavíkurhafnar í hvert skipti sem hún dælir olíu milli varðskipanna í Reykjavíkurhöfn. Þetta er vegna mengunarvarna. Innlent 13.10.2005 18:52 Írakar taka við stjórn öryggismála Þjóðvarðlið Íraka hefur tekið við stjórn öryggismála í tíu af hættulegustu hverfum höfuðborgarinnar Bagdad. Bandaríska dagblaðið <em>Chicago Tribune</em> greinir frá því að síðan kosningunum í Írak lauk hafi Bandaríkjaher smátt og smátt fært völdin á þessum stöðum í hendur Íraka. Erlent 13.10.2005 18:52 Vöruviðskipti DAS í fortíðinni Lög um happdrætti eru í endurskoðun dómsmálaráðuneytisins sem fór ekki að ráðleggingum Samkeppnisstofnunar um að enda ójafnræði happdrætta í landinu árið 2000. Happdrætti DAS gagnrýnir stjórnvöld. Innlent 13.10.2005 18:52 Stór hluthafi í KB og Íslandsbanka Nýir eigendur eru komnir að þriðjungshlut í Olíufélaginu og með því eignast Landsbankinn dágóðan hlut í KB banka. Þar með er Landsbankinn óbeint stór hluthafi í báðum samkeppnisbönkunum, KB banka og Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52 Skýr vilji Alþingis um flugvöllinn Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:52 Stofnfé í SPRON verður stóraukið Stofnfjáreigendur geta keypt tvo nýja hluti fyrir hvern sem þeir eiga fyrir. Aðalfundur heimilaði að stofnfé yrði hækkað úr 14.480 hlutum í 100 þúsund en byrjað verður á þreföldun. Sparisjóðsstjórinn vill styrkja eigið fé sjóðsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52 Fangi svipti sig lífi Gæsluvarðhaldsfangi á Litla-Hrauni svipti sig lífi um helgina. Hann hafði verið í haldi síðan í september og eins og lengd gæsluvarðhaldsins gefur til kynna mátti maðurinn eiga von á langri fangelsisrefsingu. Innlent 13.10.2005 18:52 Lagning nýs vegar hefst í vikunni Lagning nýs vegar um Svínahraun hefst í þessari viku. Megintilgangur framkvæmdarinnar er að losna við hin hættulegu Þrengslagatnamót en þar varð banaslys í gær. Innlent 13.10.2005 18:52 Dyraverðir dæmdir Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo dyraverði á skemmtistað á Akureyri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Voru mennirnir dæmdir fyrir að ráðast með höggum og spörkum að tveimur gestum staðarins sem þeir voru að vísa út vegna slagsmála. Innlent 13.10.2005 18:52 Fagnar húsleit á vínveitingastöðum Garðar Kjartansson, eigandi skemmtistaðarins Nasa í Reykjavík, fagnar húsleit Skattrannsóknarstjóra hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum. Garðar segir að svört starfsemi sé þekkt í geiranum og erfitt sé fyrir þá sem vilji vera heiðarlegir að keppa við þá sem svindla. Innlent 13.10.2005 18:52 CIA pyntar grunaða hryðjuverkamenn Bandaríska leyniþjónustan CIA stundar pyntingar á föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Hún fer í kringum lög sem banna pyntingar í Bandaríkjunum með því að flytja grunaða menn með flugvélum leyniþjónustunnar til landa þar sem pyntingar eru umbornar. Erlent 13.10.2005 18:52 Fleiri Íslendingar á hótelum Íslendingum sem gista á hótelum víða um land í nýliðnum janúar fjölgaði um rétt tæp nítján prósent frá sama tíma í fyrra. Það er umtalsvert meiri fjölgun en meðal erlendra ferðamanna sem fjölgaði um ellefu prósent. Innlent 13.10.2005 18:52 Sendir til pyntingastjórna Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur á síðustu árum flutt fjölda grunaðra hryðjuverkamanna til landa þar sem pyntingar viðgangast. Mannréttindasamtök hafa mótmælt þessum flutningum harðlega. Erlent 13.10.2005 18:52 Kommúnistar halda völdum í Moldóvu Kommúnistaflokkur Moldavíu, sem farið hefur með völd í þessu fátækasta landi Evrópu, fór með sigur úr býtum í þingkosningum sem fram fóru þar á sunnudag. Samkvæmt opinberum úrslitum kosninganna, sem birt voru í gær, fékk flokkurinn 46% atkvæða. Úrslitin tryggja flokknum einfaldan þingmeirihluta en ekki endurkjör flokksleiðtogans sem forseta. Erlent 13.10.2005 18:52 Brottflutningur hefst innan skamms Stjórnvöld Sýrlands og Líbanons náðu samkomulagi í dag um að Sýrlendingar hefji brottflutning hersveita sinna frá Líbanon þegar í þessum mánuði. Forsetar ríkjanna, Bashar al-Assad og Emil Lahoud, hittust á fundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Erlent 13.10.2005 18:52 Sæmi og Fischer hittust Sæmundur Pálsson og Bobby Fischer felldu báðir tár þegar þeir hittust loks aftur eftir rúmlega þrjátíu ár á staðnum þar sem Fischer er í haldi í innflytjendabúðum yfirvalda í Japan. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar endurfundir þeirra urðu loks að veruleika eftir langa bið. Innlent 13.10.2005 18:52 Talabani næsti forseti Íraks Kúrdinn Jalal Talabani verður næsti forseti Íraks að sögn talsmanns hans. AP-fréttastofan hefur eftir talsmanninum að bandalag Sjíta hafi samþykkt Talabani sem forseta, gegn því að Sjítinn Ibrahim al-Jafaari verði næsti forsætisráðherra landsins. Erlent 13.10.2005 18:52 Óvíst um endanlegt brotthvarf Forsetar Sýrlands og Líbanons tilkynntu í gær að Sýrlendingar myndu safna hersveitum sínum í Líbanon saman í Bekaa-dalnum sem er við landamæri ríkjanna fyrir lok mánaðarins. Erlent 13.10.2005 18:52 Útör leyniþjónustumannsins í Róm Útför ítalska leyniþjónustumannsins Nicola Calipari, sem féll í árás bandarískra hermanna á bíl sem flutti ítölsku blaðakonuna Júlíönu Sgrena úr haldi mannræningja á föstudag og út á flugvöll, fór fram í Róm á Ítalíu í morgun. Erlent 13.10.2005 18:52 Sextíu börn í gámi Rúmlega sextíu börn á aldrinum 5-14 ára fundust í gámi í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gær. Grunur leikur á að þau hafi átt að selja í þrældóm. Erlent 13.10.2005 18:52 Skemmd á vegi þar sem slys varð Skemmd er á Suðurlandsveginum skammt frá þeim stað þar sem banaslys varð síðastliðinn sunnudag. Um það bil fjögurra sentimetra breið rás er á miðjum vegi og tvær litlar holur þar ofan í. Innlent 13.10.2005 18:52 Danir með hæsta tímakaup í Evrópu Danir eru með hæsta tímakaup í Evrópu samkvæmt nýrri skýrslu evrópsku atvinnuveitendasamtakanna. Íslendingar eru í 20. sæti og eru þeir með lægsta tímakaup allra Norðurlandabúa. Mjög hefur dregið saman með ríkum og fátækum ríkjum álfunnar og er það meðal annars þakkað dvínandi áhrifum verkalýðsforystunnar. Erlent 13.10.2005 18:52 Fleiri Munch-málverkum stolið Enn hefur málverkum eftir Edvard Munch verið stolið í Noregi. Þremur málverkum eftir Munch var stolið á hóteli fyrir utan bæinn Moss í Austfold í Noregi í gærkvöldi. Ránið var kært til lögreglu skömmu eftir klukkan ellefu en ennþá hefur ekkert til málverkanna spurst. Erlent 13.10.2005 18:52 Sérsveitin handtók arkitektúrnema Ítalskur karlmaður var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á Kaffi Victor aðfaranótt laugardags. Ástæða handtökunnar var að starfsmenn Alþingis höfðu haft samband við lögregluna vegna manns sem hafði sést á vappi í kringum Alþingishúsið, með hulið andlit, tvo daga í röð. Innlent 13.10.2005 18:52 Akureyringar fá nýjan strætó Sex tilboð bárust í nýjan strætisvagn fyrir Strætisvagna Akureyrar (SVA) og átti Kraftur lægsta tilboðið, rúmar 17 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 18:52 « ‹ ›
Alger endurnýjun á Austurstræti 17 Miðbæjarmyndin mun taka nokkrum breytingum á næstu vikum og mánuðum með algerri endurnýjun á suðurhlið hússins við Austurstræti 17. Á allri suðurhlið hússins, sem snýr að Austurstrætinu, verður skipt um gler og glugga. Þá verður gert við steypuskemmdir og steyptir fletir hússins málaðir. Loks verður hluti hússins álklæddur. Innlent 17.10.2005 23:41
Varar uppreisnarmenn í Súdan við Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, hefur varað uppreisnarmenn í Darfur-héraði í Súdan við því að haldi þeir áfram að ráðast á lögreglu og starfsmenn hjálparstofnana í héraðinu, gætu þeir glatað allri samúð alþjóðasamfélagsins. Erlent 13.10.2005 18:52
Hjúkrunarfræðingur smitast Greint hefur verið frá því að víetnamskur hjúkrunarfræðingur hafi smitast af fuglaflensunni. Grunur leikur á að hann hafi smitast af sjúklingum sem hann annaðist en það er þó ekki talið öruggt. Erlent 13.10.2005 18:52
Þúsundum barna og kvenna nauðgað Tugþúsundum barna og kvenna hefur verið nauðgað í Austur-Kongó á síðustu árum samkvæmt nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Human Right Watch. Þau segja stjórnarhermenn og uppreisnarmenn ganga skipulega til verks og að fórnarlömbin séu frá fjögurra mánaða gömlum börnum til aldurhniginna gamalmenna. Erlent 13.10.2005 18:52
Skuggi yfir samstarfi bandamanna Ítalski leyniþjónustumaðurinn sem bandarískir hermenn skutu í Írak á föstudag var borinn til grafar með viðhöfn í Róm í gær. Mikil reiði ríkir á Ítalíu vegna atviksins. Erlent 13.10.2005 18:52
Á að gefa skýrslu Landhelgisgæslan þarf að skila skýrslu til Reykjavíkurhafnar í hvert skipti sem hún dælir olíu milli varðskipanna í Reykjavíkurhöfn. Þetta er vegna mengunarvarna. Innlent 13.10.2005 18:52
Írakar taka við stjórn öryggismála Þjóðvarðlið Íraka hefur tekið við stjórn öryggismála í tíu af hættulegustu hverfum höfuðborgarinnar Bagdad. Bandaríska dagblaðið <em>Chicago Tribune</em> greinir frá því að síðan kosningunum í Írak lauk hafi Bandaríkjaher smátt og smátt fært völdin á þessum stöðum í hendur Íraka. Erlent 13.10.2005 18:52
Vöruviðskipti DAS í fortíðinni Lög um happdrætti eru í endurskoðun dómsmálaráðuneytisins sem fór ekki að ráðleggingum Samkeppnisstofnunar um að enda ójafnræði happdrætta í landinu árið 2000. Happdrætti DAS gagnrýnir stjórnvöld. Innlent 13.10.2005 18:52
Stór hluthafi í KB og Íslandsbanka Nýir eigendur eru komnir að þriðjungshlut í Olíufélaginu og með því eignast Landsbankinn dágóðan hlut í KB banka. Þar með er Landsbankinn óbeint stór hluthafi í báðum samkeppnisbönkunum, KB banka og Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52
Skýr vilji Alþingis um flugvöllinn Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:52
Stofnfé í SPRON verður stóraukið Stofnfjáreigendur geta keypt tvo nýja hluti fyrir hvern sem þeir eiga fyrir. Aðalfundur heimilaði að stofnfé yrði hækkað úr 14.480 hlutum í 100 þúsund en byrjað verður á þreföldun. Sparisjóðsstjórinn vill styrkja eigið fé sjóðsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52
Fangi svipti sig lífi Gæsluvarðhaldsfangi á Litla-Hrauni svipti sig lífi um helgina. Hann hafði verið í haldi síðan í september og eins og lengd gæsluvarðhaldsins gefur til kynna mátti maðurinn eiga von á langri fangelsisrefsingu. Innlent 13.10.2005 18:52
Lagning nýs vegar hefst í vikunni Lagning nýs vegar um Svínahraun hefst í þessari viku. Megintilgangur framkvæmdarinnar er að losna við hin hættulegu Þrengslagatnamót en þar varð banaslys í gær. Innlent 13.10.2005 18:52
Dyraverðir dæmdir Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo dyraverði á skemmtistað á Akureyri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Voru mennirnir dæmdir fyrir að ráðast með höggum og spörkum að tveimur gestum staðarins sem þeir voru að vísa út vegna slagsmála. Innlent 13.10.2005 18:52
Fagnar húsleit á vínveitingastöðum Garðar Kjartansson, eigandi skemmtistaðarins Nasa í Reykjavík, fagnar húsleit Skattrannsóknarstjóra hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum. Garðar segir að svört starfsemi sé þekkt í geiranum og erfitt sé fyrir þá sem vilji vera heiðarlegir að keppa við þá sem svindla. Innlent 13.10.2005 18:52
CIA pyntar grunaða hryðjuverkamenn Bandaríska leyniþjónustan CIA stundar pyntingar á föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Hún fer í kringum lög sem banna pyntingar í Bandaríkjunum með því að flytja grunaða menn með flugvélum leyniþjónustunnar til landa þar sem pyntingar eru umbornar. Erlent 13.10.2005 18:52
Fleiri Íslendingar á hótelum Íslendingum sem gista á hótelum víða um land í nýliðnum janúar fjölgaði um rétt tæp nítján prósent frá sama tíma í fyrra. Það er umtalsvert meiri fjölgun en meðal erlendra ferðamanna sem fjölgaði um ellefu prósent. Innlent 13.10.2005 18:52
Sendir til pyntingastjórna Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur á síðustu árum flutt fjölda grunaðra hryðjuverkamanna til landa þar sem pyntingar viðgangast. Mannréttindasamtök hafa mótmælt þessum flutningum harðlega. Erlent 13.10.2005 18:52
Kommúnistar halda völdum í Moldóvu Kommúnistaflokkur Moldavíu, sem farið hefur með völd í þessu fátækasta landi Evrópu, fór með sigur úr býtum í þingkosningum sem fram fóru þar á sunnudag. Samkvæmt opinberum úrslitum kosninganna, sem birt voru í gær, fékk flokkurinn 46% atkvæða. Úrslitin tryggja flokknum einfaldan þingmeirihluta en ekki endurkjör flokksleiðtogans sem forseta. Erlent 13.10.2005 18:52
Brottflutningur hefst innan skamms Stjórnvöld Sýrlands og Líbanons náðu samkomulagi í dag um að Sýrlendingar hefji brottflutning hersveita sinna frá Líbanon þegar í þessum mánuði. Forsetar ríkjanna, Bashar al-Assad og Emil Lahoud, hittust á fundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Erlent 13.10.2005 18:52
Sæmi og Fischer hittust Sæmundur Pálsson og Bobby Fischer felldu báðir tár þegar þeir hittust loks aftur eftir rúmlega þrjátíu ár á staðnum þar sem Fischer er í haldi í innflytjendabúðum yfirvalda í Japan. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar endurfundir þeirra urðu loks að veruleika eftir langa bið. Innlent 13.10.2005 18:52
Talabani næsti forseti Íraks Kúrdinn Jalal Talabani verður næsti forseti Íraks að sögn talsmanns hans. AP-fréttastofan hefur eftir talsmanninum að bandalag Sjíta hafi samþykkt Talabani sem forseta, gegn því að Sjítinn Ibrahim al-Jafaari verði næsti forsætisráðherra landsins. Erlent 13.10.2005 18:52
Óvíst um endanlegt brotthvarf Forsetar Sýrlands og Líbanons tilkynntu í gær að Sýrlendingar myndu safna hersveitum sínum í Líbanon saman í Bekaa-dalnum sem er við landamæri ríkjanna fyrir lok mánaðarins. Erlent 13.10.2005 18:52
Útör leyniþjónustumannsins í Róm Útför ítalska leyniþjónustumannsins Nicola Calipari, sem féll í árás bandarískra hermanna á bíl sem flutti ítölsku blaðakonuna Júlíönu Sgrena úr haldi mannræningja á föstudag og út á flugvöll, fór fram í Róm á Ítalíu í morgun. Erlent 13.10.2005 18:52
Sextíu börn í gámi Rúmlega sextíu börn á aldrinum 5-14 ára fundust í gámi í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gær. Grunur leikur á að þau hafi átt að selja í þrældóm. Erlent 13.10.2005 18:52
Skemmd á vegi þar sem slys varð Skemmd er á Suðurlandsveginum skammt frá þeim stað þar sem banaslys varð síðastliðinn sunnudag. Um það bil fjögurra sentimetra breið rás er á miðjum vegi og tvær litlar holur þar ofan í. Innlent 13.10.2005 18:52
Danir með hæsta tímakaup í Evrópu Danir eru með hæsta tímakaup í Evrópu samkvæmt nýrri skýrslu evrópsku atvinnuveitendasamtakanna. Íslendingar eru í 20. sæti og eru þeir með lægsta tímakaup allra Norðurlandabúa. Mjög hefur dregið saman með ríkum og fátækum ríkjum álfunnar og er það meðal annars þakkað dvínandi áhrifum verkalýðsforystunnar. Erlent 13.10.2005 18:52
Fleiri Munch-málverkum stolið Enn hefur málverkum eftir Edvard Munch verið stolið í Noregi. Þremur málverkum eftir Munch var stolið á hóteli fyrir utan bæinn Moss í Austfold í Noregi í gærkvöldi. Ránið var kært til lögreglu skömmu eftir klukkan ellefu en ennþá hefur ekkert til málverkanna spurst. Erlent 13.10.2005 18:52
Sérsveitin handtók arkitektúrnema Ítalskur karlmaður var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á Kaffi Victor aðfaranótt laugardags. Ástæða handtökunnar var að starfsmenn Alþingis höfðu haft samband við lögregluna vegna manns sem hafði sést á vappi í kringum Alþingishúsið, með hulið andlit, tvo daga í röð. Innlent 13.10.2005 18:52
Akureyringar fá nýjan strætó Sex tilboð bárust í nýjan strætisvagn fyrir Strætisvagna Akureyrar (SVA) og átti Kraftur lægsta tilboðið, rúmar 17 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 18:52