Fréttir

Fréttamynd

Jaxlinn strandar

Flutningaskipið Jaxlinn strandaði í gærmorgun í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp en síðdegis tókst að draga hann á flot á ný.

Innlent
Fréttamynd

Verðlaunað fyrir frunsurannsóknir

Rannsóknarhópur sem stendur að sprotafyrirtækinu Líf-hlaup hefur hlotið verðlaun Alþjóðasamtaka tannrannsókna, International Association for Dental Research, og GlaxoSmithKline fyrir rannsóknir á lyfjagjöf við herpes simplex sýkingum í munni, það er frunsum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki japanskt innanríkismál

Guðmundur G. Þórarinsson, einn fulltrúi í Fischer sendinefndinni í Japan, segir að Suzuki, lögfræðingur skákmeistarans hafi fengið þau svör eftir óformlegum leiðum, að ef hann fengi ríkisborgararétt þá yrði honum sleppt.

Innlent
Fréttamynd

Fréttastjóri líklega kynntur í dag

Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, tilkynnir væntanlega um nýjan fréttastjóra Útvarps í dag. Auðun Georg Ólafsson fékk flest atkvæði í útvarpsráði en Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, hefur mælt með fimm manns og er Auðun ekki í þeim hópi.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti lokar gullnámu í S-Afríku

42 námuverkamenn eru fastir í gullnámu í Suður-Afríku í kjölfar jarðskjálfta þar í morgun. Samkvæmt fréttaskeytum lokuðust sum ganganna í námunni í skjálftanum en björgunarmenn vinna nú hörðum höndum að því að bjarga lífi þeirra sem lokaðir eru inni. Þeir eru sagðir vera um 2,4 kílómetra undir yfirborði jarðar en með einhverjar súrefnis- og vantsbirgðir.

Erlent
Fréttamynd

Öfgamenn komi í stað Maskhadovs

Líklegt er að morð rússneskra hermanna á Aslan Maskhadov, leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna, í gær hleypi frekari hörku í aðgerðir aðskilnaðarsinnaðra Tsjetsjena. Maskhadov var talsmaður hófsamra Tsjetsjena og nú er talið að öfgasinnaðir hryðjuverkamenn nái völdum.

Erlent
Fréttamynd

Konur og börn hálshöggvin

Lík 41 Íraka hefur fundist síðastliðna tvo daga og er greinilegt að fólkið hefur verið tekið af lífi. Meðal hinna látnu eru bæði konur og börn.

Erlent
Fréttamynd

Reglugerð um spilakassa gefin út

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð fyrir Íslenska söfnunarkassa sem starfrækja söfnunarkassa til fjáröflunar fyrir Rauða Kross Íslands, Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og SÁÁ, undir heitinu Íslandsspil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Takmörkuð vitneskja um vopnaþróun

Upplýsingar Bandaríkjamanna um vopnaþróun Írana eru mjög takmarkaðar og ekki hægt að draga af þeim neinar haldbærar ályktanir. Bandaríska dagblaðið <em>New York Times</em> greinir frá því að þetta komi fram í skýrslu nefndar sem verður kynnt Bush Bandaríkjaforseta síðar í þessum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Þorsteinn að hætta

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mun láta að störfum í utanríkisþjónustunni með haustinu.

Innlent
Fréttamynd

Asni handtekinn

Asninn Pacho var látinn laus úr prísund sinni í gær eftir að lögreglan í borginni Arauca í Kólumbíu tók hann fastan á sunnudagskvöldið.

Erlent
Fréttamynd

Semja um uppbyggingu í miðbæ

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að ganga til samninga við Klasa hf. um þróun og uppbyggingu á nýjum miðbæ í Garðabæ. Þetta ákváð bæjarstjórnin í kjölfar samkeppni um eflingu miðbæjarins. Í tilkynningu frá bænum segir að stefnt sé að því að byggja upp nýtt 500 manna íbúðahverfi með verslunum og veitingastöðum, þjónustu og menningu á svæði í miðbænum sem er einungis um 500 metrar að lengd.

Innlent
Fréttamynd

Vita ekkert um morð í Qaim

Yfirvöld í Írak kunna engar skýringar á líkum af nítján mönnum sem fundust skotnir til bana í bænum Qaim í vesturhluta Íraks í gærkvöldi. Fólkið, átján karlmenn og ein kona, var allt klætt í borgaraleg föt og fannst á akri skammt fyrir utan bæinn. Svo virðist sem það hafi verið myrt fyrir allt að viku.

Erlent
Fréttamynd

Haldið í ellefu til tólf tíma

Ítalska ferðamanninum, sem var handtekinn um helgina grunaður um hryðjuverkastarfsemi, var haldið í ellefu til tólf klukkstundir. Þó hafði hann ekkert unnið sér til saka annað en að vefja trefli um andlitið vegna kuldans hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Blóðstrimlar í opinn reikning

Talsmenn tveggja fyrirtækja sem flytja inn blóðstrimla til blóðsykursmælinga segja þau ekki hafa gefið fólki slíka strimla í stórum stíl, til að fá síðan 80 - 90 prósent endurgreidd hjá Tryggingastofnun. Þriðja innflutningsfyrirtækið neitar að svara Fréttablaðinu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Margir vilja skipuleggja miðbæinn

Mikill áhugi virðist meðal arkitekta hvaðanæva úr heiminum á að skipuleggja miðbæ Akureyrar því 140 tillögur bárust í hugmyndasamkeppni um það.

Innlent
Fréttamynd

Tveir lítrar af mjólk á krónu

Nú er hægt að fá tvo mjólkurlítra fyrir eina krónu í Krónunni. Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar, segir að frekari verðbreytinga sé að vænta í ýmsum vöruflokkum. Mjólkurvörur, gosdrykkir og grænmeti sé efst á blaði en hann segir lækkanir í fleiri vöruflokkum vera til skoðunar. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir tvo mjólkurlítra nú kosta 90 aura í Bónusverslununum.

Innlent
Fréttamynd

Stofna félag um haglabyssur

Saga Jóns Björnssonar byssusmiðs frá Dalvík er um margt sérstök. Sjötugur tók hann að smíða haglabyssur sem þykja hagleikssmíð og ágætar til veiða. Byssurnar, sem hann nefndi Drífur vegna langdrægni, urðu alls 120. Nú stofna áhugamenn um Drífurnar sérstakt félag; Drífuvinafélagið. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Talin hafa verið tekin af lífi

Nítján manns, þar á meðal ein kona, fundust látnir í bænum Qaim í vesturhluta Íraks í gærkvöldi. Reuters-fréttastofan hefur það eftir lækni á sjúkrahúsi í bænum að fólkið hafi verið skotið í höfuðið. Meðal hinna látnu er einn lögreglumaður. Talið er að skæruliðar beri á byrgð á verknaðinum í Qaim sem er skammt frá landamærum Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Sömu fjármögnunarreglur og flokks

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opnaði kosningaskrifstofu í Ármúla í Reykjavík í dag vegna formannskjörsins innan Samfylkingarinnar. Hún segir að sömu reglur gildi um fjármögnun framboðs hennar og gilda um framboð flokksins yfirleitt.

Innlent
Fréttamynd

Reykingar skemmi litninga fóstra

Stöðugt finnast nýjar sannanir fyrir því hvernig reykingar óléttra kvenna geta skaðað fóstrið í móðurkviði. Nú er komið í ljós að reykingar geta skemmt litninga fóstra og þar með aukið líkur á að börn reykingakvenna fái krabbamein þegar þau vaxa úr grasi. Þegar hefur verið staðfest að reykingar kvenna á meðgöngu geta leitt til ýmissa vandamála meðan á meðgöngunni stendur sem og til þess að börnin fæðist minni.

Erlent
Fréttamynd

Tíu þúsund án heimilislæknis

Um tíu þúsund manns eru án heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu, þar af 6350 Hafnfirðingar. Til stendur að opna tvær heilsugæslustöðvar í ár, aðra í Reykjavík en hina í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Ingibjörg formlega í framboði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tilkynnti formlega um framboð sitt til formanns flokksins í gær um leið og hún opnaði kosningaskrifstofu og heimasíðu undir slagorðinu: "Förum alla leið".

Innlent
Fréttamynd

Jaxlinn enn strand

Flutningaskipið Jaxlinn sem strandaði í Skutulsfirði klukkan kortér fyrir ellefu í morgun er þar enn. Reynt var að toga skipið á flot en tilraunum til þess hefur verið hætt þar til flæðir að á ný. Jaxlinn er strand við enda flugbrautarinnar á Ísafjarðarflugvelli, en Arnór Jónatansson, stöðvarstjóri Flugfélags Íslands á Ísafjarðarflugvelli, á ekki von á að strandið hafi áhrif á flugumferð.

Innlent
Fréttamynd

BÍ styður kröfu Félags fréttamanna

Blaðamannafélag Íslands tekur undir þá sjálfsögðu kröfu Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu að fagleg sjónarmið verði látin ráða þegar komi að ráðningu fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Blaðamannafélaginu sem Róbert Marshall formaður ritar undir.

Innlent
Fréttamynd

Margir á stuðningsfundi Sýrlands

Sýrlendingar hafa hafist handa við brottfluttning herliðs síns frá Líbanon. Þetta sagði varnarmálaráðherra Líbanon í gær og að hans sögn verða sex af fjórtán þúsund hermönnum Sýrlendinga í Líbanon farnir frá landinu innan tíu daga. Þrátt fyrir þetta safnaðist að minnsta kosti hálf milljón manna saman á götum Beirút í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hersetu Sýrlendinga í Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Fogh Rasmussen í klemmu

Talsmenn atvinnulífsins í Danmörku ráðast harkalega á Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra fyrir að krefjast þess að ráðherrar í ríkisstjórn hans geri grein fyrir fjármálum sínum og maka sinna.

Erlent
Fréttamynd

Sögð óvelkomin í Hvíta húsið

Áform Karls Bretaprins og Camillu Parker-Bowles um borgaralega giftingu hafa verið úrskurðuð lögleg. Þó er fjarri því að allir séu sáttir við þau. Óbilandi vinsældir Díönu prinsessu heitinnar valda því að ýmsir líta svo á að brúðkaup Karls og Camillu sé vanvirðing við minningu Díönu. Og hin fráskild Camilla kvað vera óvelkomin í Hvíta húsið.

Erlent
Fréttamynd

Ráðist á skipulagsráðherra Íraks

Skotið var á bílalest skipulagsmálaráðherra Íraks, Mehdi al-Hafidh, í dag. Einn lífvarða hans lét lífið í árásinni samkvæmt upplýsingum Reuters-fréttastofunnar en ráðherrann slapp ómeiddur. Uppreisnarmenn hafa ítrekað ráðist á embættismenn í Írak, en fyrr í vikunni var háttsettur lögreglumaður í innaríkisráðuneyti Íraks drepinn og hefur al-Qaida hópur Abus Musabs al-Zarqawis í landinu lýst yfir ábyrgð á því tilræði.

Erlent
Fréttamynd

Vill ekki slíta R-listasamstarfi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tekur ekki undir skoðun ungra jafnaðarmanna í Reykjavík um að slíta beri R-listasamstarfinu þótt hún telji Samfylkinguna hafa alla burði til þess að bjóða fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningum.

Innlent