Fréttir Útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Þar segir jafnframt: Innlent 13.10.2005 18:53 Skilorðsbundnum dómi vísað frá Tveggja mánaða skilorðsbundnum dómi yfir fimmtán ára pilti fyrir að hafa samfarir við þrettán ára stúlku var vísað frá í Hæstarétti í dag. Hæstiréttur sagði ósamræmi vera í framburði stúlkunnar varðandi tímasetningar og atvik og að álit sálfræðinga og lækna á þroska piltsins vantaði. Þetta hefði þurft að rannsaka áður en ákveðið var að sækja piltinn til saka. Innlent 13.10.2005 18:53 Dauðdaginn ekki glæstur Egypski konungurinn Tutankhamun lét ekki lífið í bardaga eða í slysi á stríðsvagni sínum eins og hingað til hefur verið talið. Nýjar rannsóknir benda til þess að einfalt fótbrot hafi dregið þennan sögufræga konung til dauða. Erlent 13.10.2005 18:53 Stafrænt sjónvarp á Akureyri Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill tók í dag formlega í gagnið fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Norðurlandi. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við Akureyri og nágrenni en útsendingar nást jafnt innan sem utan þéttbýlisins en þar eru um 98 prósent heimila á dreifisvæðinu. Innlent 13.10.2005 18:53 Haradinaj birt ákæra í Haag Ákæra Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag á hendur Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, var birt í dag. Haradinaj er ákærður fyrir morð, nauðgun og eignatjón í stríði Kosovo-Albana og Serba á árunum 1998-1999. Haradinaj sagði af sér um leið og hann var ákærður, hélt beina leið til Haag og bíður þess nú að réttarhöldin yfir honum hefjist. Erlent 13.10.2005 18:53 Enn á gjörgæsludeild eftir bílslys Einn er enn á gjörgæsludeild eftir árekstur fólksbíls og jeppa á Suðurlandsvegi við Þrengslaafleggjara á sunnudagsmorgun. Hann er í öndunarvél og er haldið sofandi, að sögn vakthafandi læknis. Tíu voru í bílunum og lést einn þeirra. Innlent 13.10.2005 18:53 Afríkubúa saknað eftir bátsskaða Óttast er að tæplega hundrað Afríkubúar hafi drukknað í síðustu viku eftir að bátur smyglara, sem hugðust smygla fólki inn í Jemen, sökk á Aden-flóa. Frá þessu greindu Sameinuðu þjóðirnar í dag. Flestir þeirra sem saknað er eru Sómalir og Eþíópíubúar en fjórir smyglaranna komust af þar sem þeim var bjargað um borð í annan smyglbát. Erlent 13.10.2005 18:53 Samtök sjálfstæðra skóla stofnuð Samtök sjálfstæðra skóla voru stofnuð í morgun og var Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, kjörin formaður. Aðilar að samtökunum geta þeir skólar orðið sem reknir eru af einstaklingum, foreldrum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum. Allir sjálfstæðir leik- og grunnskólar landsins, 35 talsins, gerðust aðilar í dag. Innlent 13.10.2005 18:53 Segja ráðningu ekki pólitíska Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Innlent 10.3.2005 00:01 Hafi horft á klám með Jackson Gavin Arvizo, drengurinn sem sakar Michael Jackson um kynferðislega áreitni, bar í gær vitni um það að hann hefði sofið í rúmi söngvarans og saman hefðu þeir horft á klám á Netinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan réttarhöldin hófust sem Arvizo, sem er fimmtán ára, hittir Jackson, augliti til auglitis í réttarsalnum. Erlent 13.10.2005 18:53 Talningu í rektorskjöri ekki lokið Alls greiddu 29 prósent þeirra sem voru á kjörskrá um rektorsefnin fjögur, 71 prósent starfsmanna og 23 prósent nemenda. Ekki er því ljóst milli hvaða tveggja frambjóðanda verður að lokum kosið. Innlent 13.10.2005 18:53 Lávarðar andsnúnir frumvarpi Blair Lávarðadeild breska þingsins vísaði í gær lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um hryðjuverkavarnir aftur til neðri deildar þingsins. Tony Blair forsætisráðherra á í vök að verjast vegna málsins. Erlent 13.10.2005 18:53 Óvinsæll borgarstjóri segir af sér Stjórnandi Hong Kong borgar, Tung Chee-hwa, hefur sagt af sér embætti, að sögn af heilsufarsástæðum. Tung hefur verið frekar óvinsæll í embætti og hafa íbúar borgarinnar mótmælt einræðistilburðum hans og krafist aukins lýðræðis. Erlent 13.10.2005 18:53 Kynferðisbrotamáli vísað frá Kynferðisbrotamáli sem vísað hafði verið frá fyrir héraðsdómi í sumar var aftur vísað frá þegar málið fór fyrir Hæstarétt í gær. Var þar ungur maður ákærður fyrir að hafa fjórum sinnum haft samræði við þrettán ára stúlku þegar hann var fimmtán ára. Innlent 13.10.2005 18:53 Spáir 6,2 prósenta verðbólgu í ár Greiningardeild KB banka spáir 6,2 prósenta verðbólgu í ár. Rætur verðbólgunnar á þessu ári liggja einkum í miklum hækkunum á fasteignaverði sem hafa verið mjög hraðar allt frá síðasta hausti en húsnæðiskostnaður vegur rúmlega fimmtung í vísitölu neysluverðs. Greiningardeildin spáir 20 prósenta hækkun á fasteignaverði í ár. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Vilja karlaathvarf Félag ábyrgra feðra hitti borgarstjóra til að kynna stefnuskrá sína og reifa hugmyndir að karlaathvarfi. Formaður félagsins telur lítið gert fyrir forsjárlausa feður, sem sé stór hópur í samfélaginu. Innlent 13.10.2005 18:53 Auka þrýsting á japönsk stjórnvöld Stuðningsmenn Bobbys Fischers í Japan auka nú þrýsting sinn á japönsk stjórnvöld í viðleitni sinni til að fá Fischer leystan úr fangelsi og sendan til Íslands. Erlent 13.10.2005 18:53 Saklaus fórnarlömb verðstríðs Samkeppnisstofnun hefur fengið fyrirspurnir vegna verðstríðs lágvöruverslana í matvöru. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs, segir að ákvörðun um hvort eða hvernig brugðist verði við fyrirspurnunum hafi ekki verið tekin enda verðstríðið nýhafið. Innlent 13.10.2005 18:53 Sjálfsmorðsárás í jarðarför Óttast er að allt að 30 manns hafi látist í sjálfsmorðárás í jarðarför í mosku í Mósúl í Norður-Írak fyrir stundu. Reuters-fréttastofan hefur eftir vitni að sprengingin hafi verið inni í moskunni og hafa fjölmargir verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar sprengingarinnar. Erlent 13.10.2005 18:53 Kveikti í sér við lögreglustöð Lögreglu í Ontario í Kanada tókst í gær að bjarga manni sem hafði kveikt í sjálfum sér. Maðurinn lagði pallbíl sínum utan við lögreglustöð í borginni og hóf þar mikil læti. Hann öskraði út um glugga bílsins og veifaði þaðan sígarettukveikjara. Síðan greip maðurinn til þess að hella yfir sig allan úr olíubrúsa. Erlent 13.10.2005 18:53 Óttast sömu þróun og í fiskvinnslu Formaður Samiðnar óttast svipaða þróun í iðngreinum og fiskvinnslu, það er að útlendingar verði í meirihluta þeirra sem starfa við greinarnar. Hann segir þróun í slíka átt þegar hafna. Innlent 13.10.2005 18:53 30% kjörsókn í rektorskosningu Kosningu um nýjan rektor Háskóla Íslands lauk klukkan sex. Kjörsókn var um 30 prósent en á kjörskrá eru um tíu þúsund manns, starfsmenn skólans og nemendur. Fjórir sækjast eftir embættinu, prófessorarnir Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir. Innlent 13.10.2005 18:53 Bondevik hjólar í IKEA Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýndi sænska húsgagnafyrirtækið IKEA fyrir karlrembu í viðtali við dagblaðið Verdens Gang í gær. Erlent 13.10.2005 18:53 Sólarhringsvaktir ekki í augsýn Sólarhringsvaktir á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru ekki í augsýn. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:53 KB banki bótaskyldur KB banki var dæmdur til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna til bílaumboðsins Bernhards ehf. fyrir Hæstarétti í gær og lækkaði þar með bótagreiðslu þá sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í júlí síðastliðnum um tvær milljónir króna. Innlent 13.10.2005 18:53 Netviðskipti aukast mikið í Evrópu Viðskipti á Netinu hafa aukist um heil 80 prósent í Evrópu á aðeins einu ári. Það eru einkum alls konar peningaviðskipti og heimabankastarfsemi sem og sala á flugferðum og ferðalögum sem hafa aukist gríðarlega. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:53 Segir hæfan mann hafa verið ráðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sér ekki ástæðu til að neinn víki úr stöðu sinni vegna ákvörðunar útvarpsstjóra að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarps. Hún segir að hæfur maður hafi verið ráðinn. Innlent 10.3.2005 00:01 Óttast að samlagi verði lokað Margir Dalamenn óttast að Mjólkursamlaginu í Búðardal, stærsta vinnustað héraðsins, kunni að verða lokað í kjölfar sameiningar Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna. Sveitarstjóri Dalabyggðar telur þó ekki ástæðu til að óttast slíkt og segir heimamenn ætla að berjast fyrir því að öflugur matvælaiðnaður verði í Búðardal. Innlent 13.10.2005 18:53 Umbunað með hlutabréfum Flugleiðir hf. héldu aðalfund í dag og var nafni fyrirtækisins breytt í FL Group. Hagnaður félagsins var 3,4 milljarðar króna árið 2004 og samkvæmt tilkynningu frá félaginu hefur afkoman aldrei verið betri. Vegna þessa ákvað stjórnin að gefa hverjum starfsmanni hlutabréf í fyrirtækinu að markaðsvirði 70.000 krónur. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Grímseyingar óttast hafís Grímseyingar eru áhyggjufullur vegna hafíss sem í gær var 20 mílur norðvestur af eyjunni. Spáð er norðlægum áttum og hætta á að ísinn leggist að Grímsey og loki höfninni. Hafís var í gær einnig skammt úti af Vestfjörðum og vill Veðurstofan benda sjófarendum á að hann geti farið inn á siglingaleiðina fyrir Horn. Innlent 13.10.2005 18:53 « ‹ ›
Útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Þar segir jafnframt: Innlent 13.10.2005 18:53
Skilorðsbundnum dómi vísað frá Tveggja mánaða skilorðsbundnum dómi yfir fimmtán ára pilti fyrir að hafa samfarir við þrettán ára stúlku var vísað frá í Hæstarétti í dag. Hæstiréttur sagði ósamræmi vera í framburði stúlkunnar varðandi tímasetningar og atvik og að álit sálfræðinga og lækna á þroska piltsins vantaði. Þetta hefði þurft að rannsaka áður en ákveðið var að sækja piltinn til saka. Innlent 13.10.2005 18:53
Dauðdaginn ekki glæstur Egypski konungurinn Tutankhamun lét ekki lífið í bardaga eða í slysi á stríðsvagni sínum eins og hingað til hefur verið talið. Nýjar rannsóknir benda til þess að einfalt fótbrot hafi dregið þennan sögufræga konung til dauða. Erlent 13.10.2005 18:53
Stafrænt sjónvarp á Akureyri Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill tók í dag formlega í gagnið fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Norðurlandi. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við Akureyri og nágrenni en útsendingar nást jafnt innan sem utan þéttbýlisins en þar eru um 98 prósent heimila á dreifisvæðinu. Innlent 13.10.2005 18:53
Haradinaj birt ákæra í Haag Ákæra Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag á hendur Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, var birt í dag. Haradinaj er ákærður fyrir morð, nauðgun og eignatjón í stríði Kosovo-Albana og Serba á árunum 1998-1999. Haradinaj sagði af sér um leið og hann var ákærður, hélt beina leið til Haag og bíður þess nú að réttarhöldin yfir honum hefjist. Erlent 13.10.2005 18:53
Enn á gjörgæsludeild eftir bílslys Einn er enn á gjörgæsludeild eftir árekstur fólksbíls og jeppa á Suðurlandsvegi við Þrengslaafleggjara á sunnudagsmorgun. Hann er í öndunarvél og er haldið sofandi, að sögn vakthafandi læknis. Tíu voru í bílunum og lést einn þeirra. Innlent 13.10.2005 18:53
Afríkubúa saknað eftir bátsskaða Óttast er að tæplega hundrað Afríkubúar hafi drukknað í síðustu viku eftir að bátur smyglara, sem hugðust smygla fólki inn í Jemen, sökk á Aden-flóa. Frá þessu greindu Sameinuðu þjóðirnar í dag. Flestir þeirra sem saknað er eru Sómalir og Eþíópíubúar en fjórir smyglaranna komust af þar sem þeim var bjargað um borð í annan smyglbát. Erlent 13.10.2005 18:53
Samtök sjálfstæðra skóla stofnuð Samtök sjálfstæðra skóla voru stofnuð í morgun og var Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, kjörin formaður. Aðilar að samtökunum geta þeir skólar orðið sem reknir eru af einstaklingum, foreldrum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum. Allir sjálfstæðir leik- og grunnskólar landsins, 35 talsins, gerðust aðilar í dag. Innlent 13.10.2005 18:53
Segja ráðningu ekki pólitíska Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Innlent 10.3.2005 00:01
Hafi horft á klám með Jackson Gavin Arvizo, drengurinn sem sakar Michael Jackson um kynferðislega áreitni, bar í gær vitni um það að hann hefði sofið í rúmi söngvarans og saman hefðu þeir horft á klám á Netinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan réttarhöldin hófust sem Arvizo, sem er fimmtán ára, hittir Jackson, augliti til auglitis í réttarsalnum. Erlent 13.10.2005 18:53
Talningu í rektorskjöri ekki lokið Alls greiddu 29 prósent þeirra sem voru á kjörskrá um rektorsefnin fjögur, 71 prósent starfsmanna og 23 prósent nemenda. Ekki er því ljóst milli hvaða tveggja frambjóðanda verður að lokum kosið. Innlent 13.10.2005 18:53
Lávarðar andsnúnir frumvarpi Blair Lávarðadeild breska þingsins vísaði í gær lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um hryðjuverkavarnir aftur til neðri deildar þingsins. Tony Blair forsætisráðherra á í vök að verjast vegna málsins. Erlent 13.10.2005 18:53
Óvinsæll borgarstjóri segir af sér Stjórnandi Hong Kong borgar, Tung Chee-hwa, hefur sagt af sér embætti, að sögn af heilsufarsástæðum. Tung hefur verið frekar óvinsæll í embætti og hafa íbúar borgarinnar mótmælt einræðistilburðum hans og krafist aukins lýðræðis. Erlent 13.10.2005 18:53
Kynferðisbrotamáli vísað frá Kynferðisbrotamáli sem vísað hafði verið frá fyrir héraðsdómi í sumar var aftur vísað frá þegar málið fór fyrir Hæstarétt í gær. Var þar ungur maður ákærður fyrir að hafa fjórum sinnum haft samræði við þrettán ára stúlku þegar hann var fimmtán ára. Innlent 13.10.2005 18:53
Spáir 6,2 prósenta verðbólgu í ár Greiningardeild KB banka spáir 6,2 prósenta verðbólgu í ár. Rætur verðbólgunnar á þessu ári liggja einkum í miklum hækkunum á fasteignaverði sem hafa verið mjög hraðar allt frá síðasta hausti en húsnæðiskostnaður vegur rúmlega fimmtung í vísitölu neysluverðs. Greiningardeildin spáir 20 prósenta hækkun á fasteignaverði í ár. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Vilja karlaathvarf Félag ábyrgra feðra hitti borgarstjóra til að kynna stefnuskrá sína og reifa hugmyndir að karlaathvarfi. Formaður félagsins telur lítið gert fyrir forsjárlausa feður, sem sé stór hópur í samfélaginu. Innlent 13.10.2005 18:53
Auka þrýsting á japönsk stjórnvöld Stuðningsmenn Bobbys Fischers í Japan auka nú þrýsting sinn á japönsk stjórnvöld í viðleitni sinni til að fá Fischer leystan úr fangelsi og sendan til Íslands. Erlent 13.10.2005 18:53
Saklaus fórnarlömb verðstríðs Samkeppnisstofnun hefur fengið fyrirspurnir vegna verðstríðs lágvöruverslana í matvöru. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs, segir að ákvörðun um hvort eða hvernig brugðist verði við fyrirspurnunum hafi ekki verið tekin enda verðstríðið nýhafið. Innlent 13.10.2005 18:53
Sjálfsmorðsárás í jarðarför Óttast er að allt að 30 manns hafi látist í sjálfsmorðárás í jarðarför í mosku í Mósúl í Norður-Írak fyrir stundu. Reuters-fréttastofan hefur eftir vitni að sprengingin hafi verið inni í moskunni og hafa fjölmargir verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar sprengingarinnar. Erlent 13.10.2005 18:53
Kveikti í sér við lögreglustöð Lögreglu í Ontario í Kanada tókst í gær að bjarga manni sem hafði kveikt í sjálfum sér. Maðurinn lagði pallbíl sínum utan við lögreglustöð í borginni og hóf þar mikil læti. Hann öskraði út um glugga bílsins og veifaði þaðan sígarettukveikjara. Síðan greip maðurinn til þess að hella yfir sig allan úr olíubrúsa. Erlent 13.10.2005 18:53
Óttast sömu þróun og í fiskvinnslu Formaður Samiðnar óttast svipaða þróun í iðngreinum og fiskvinnslu, það er að útlendingar verði í meirihluta þeirra sem starfa við greinarnar. Hann segir þróun í slíka átt þegar hafna. Innlent 13.10.2005 18:53
30% kjörsókn í rektorskosningu Kosningu um nýjan rektor Háskóla Íslands lauk klukkan sex. Kjörsókn var um 30 prósent en á kjörskrá eru um tíu þúsund manns, starfsmenn skólans og nemendur. Fjórir sækjast eftir embættinu, prófessorarnir Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir. Innlent 13.10.2005 18:53
Bondevik hjólar í IKEA Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýndi sænska húsgagnafyrirtækið IKEA fyrir karlrembu í viðtali við dagblaðið Verdens Gang í gær. Erlent 13.10.2005 18:53
Sólarhringsvaktir ekki í augsýn Sólarhringsvaktir á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru ekki í augsýn. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:53
KB banki bótaskyldur KB banki var dæmdur til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna til bílaumboðsins Bernhards ehf. fyrir Hæstarétti í gær og lækkaði þar með bótagreiðslu þá sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í júlí síðastliðnum um tvær milljónir króna. Innlent 13.10.2005 18:53
Netviðskipti aukast mikið í Evrópu Viðskipti á Netinu hafa aukist um heil 80 prósent í Evrópu á aðeins einu ári. Það eru einkum alls konar peningaviðskipti og heimabankastarfsemi sem og sala á flugferðum og ferðalögum sem hafa aukist gríðarlega. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:53
Segir hæfan mann hafa verið ráðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sér ekki ástæðu til að neinn víki úr stöðu sinni vegna ákvörðunar útvarpsstjóra að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarps. Hún segir að hæfur maður hafi verið ráðinn. Innlent 10.3.2005 00:01
Óttast að samlagi verði lokað Margir Dalamenn óttast að Mjólkursamlaginu í Búðardal, stærsta vinnustað héraðsins, kunni að verða lokað í kjölfar sameiningar Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna. Sveitarstjóri Dalabyggðar telur þó ekki ástæðu til að óttast slíkt og segir heimamenn ætla að berjast fyrir því að öflugur matvælaiðnaður verði í Búðardal. Innlent 13.10.2005 18:53
Umbunað með hlutabréfum Flugleiðir hf. héldu aðalfund í dag og var nafni fyrirtækisins breytt í FL Group. Hagnaður félagsins var 3,4 milljarðar króna árið 2004 og samkvæmt tilkynningu frá félaginu hefur afkoman aldrei verið betri. Vegna þessa ákvað stjórnin að gefa hverjum starfsmanni hlutabréf í fyrirtækinu að markaðsvirði 70.000 krónur. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Grímseyingar óttast hafís Grímseyingar eru áhyggjufullur vegna hafíss sem í gær var 20 mílur norðvestur af eyjunni. Spáð er norðlægum áttum og hætta á að ísinn leggist að Grímsey og loki höfninni. Hafís var í gær einnig skammt úti af Vestfjörðum og vill Veðurstofan benda sjófarendum á að hann geti farið inn á siglingaleiðina fyrir Horn. Innlent 13.10.2005 18:53