Fréttir

Fréttamynd

Skilorðsbundnum dómi vísað frá

Tveggja mánaða skilorðsbundnum dómi yfir fimmtán ára pilti fyrir að hafa samfarir við þrettán ára stúlku var vísað frá í Hæstarétti í dag. Hæstiréttur sagði ósamræmi vera í framburði stúlkunnar varðandi tímasetningar og atvik og að álit sálfræðinga og lækna á þroska piltsins vantaði. Þetta hefði þurft að rannsaka áður en ákveðið var að sækja piltinn til saka.

Innlent
Fréttamynd

Dauðdaginn ekki glæstur

Egypski konungurinn Tutankhamun lét ekki lífið í bardaga eða í slysi á stríðsvagni sínum eins og hingað til hefur verið talið. Nýjar rannsóknir benda til þess að einfalt fótbrot hafi dregið þennan sögufræga konung til dauða.

Erlent
Fréttamynd

Stafrænt sjónvarp á Akureyri

Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill tók í dag formlega í gagnið fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Norðurlandi. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við Akureyri og nágrenni en útsendingar nást jafnt innan sem utan þéttbýlisins en þar eru um 98 prósent heimila á dreifisvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Haradinaj birt ákæra í Haag

Ákæra Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag á hendur Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, var birt í dag. Haradinaj er ákærður fyrir morð, nauðgun og eignatjón í stríði Kosovo-Albana og Serba á árunum 1998-1999. Haradinaj sagði af sér um leið og hann var ákærður, hélt beina leið til Haag og bíður þess nú að réttarhöldin yfir honum hefjist.

Erlent
Fréttamynd

Enn á gjörgæsludeild eftir bílslys

Einn er enn á gjörgæsludeild eftir árekstur fólksbíls og jeppa á Suðurlandsvegi við Þrengslaafleggjara á sunnudagsmorgun. Hann er í öndunarvél og er haldið sofandi, að sögn vakthafandi læknis. Tíu voru í bílunum og lést einn þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Afríkubúa saknað eftir bátsskaða

Óttast er að tæplega hundrað Afríkubúar hafi drukknað í síðustu viku eftir að bátur smyglara, sem hugðust smygla fólki inn í Jemen, sökk á Aden-flóa. Frá þessu greindu Sameinuðu þjóðirnar í dag. Flestir þeirra sem saknað er eru Sómalir og Eþíópíubúar en fjórir smyglaranna komust af þar sem þeim var bjargað um borð í annan smyglbát.

Erlent
Fréttamynd

Samtök sjálfstæðra skóla stofnuð

Samtök sjálfstæðra skóla voru stofnuð í morgun og var Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, kjörin formaður. Aðilar að samtökunum geta þeir skólar orðið sem reknir eru af einstaklingum, foreldrum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum. Allir sjálfstæðir leik- og grunnskólar landsins, 35 talsins, gerðust aðilar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segja ráðningu ekki pólitíska

Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Margrét Sverrisdóttir ber af

Matthías Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sat flokksþing Frjálslyndra um síðustu helgi. Honum líst vel á flokksforystuna og telur að flokkurinn geti komist í oddaaðstöðu eftir næstu kosningar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Skype gríðarlega vinsælt

Meira en 150 þúsund manns hlaða niður símaforritinu Skype á degi hverjum, að sögn sænsks höfundar forritsins. Með Skype geta nettengdir talað ókeypis saman heimshorna á milli. Notendur Skype eru nú um 29 milljónir.

Erlent
Fréttamynd

Sótti slasaðan sjómann

Þyrla Varnarliðsins sótti slasaðan sjómann um borð í mótorbátinn Hauk EA-76 fyrr í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um eittleytið í dag þar sem óskað var eftir þyrlu til að sækja skipverja á Hauki sem hafði meiðst á fæti, en Haukur var þá staddur 12 sjómílur vestur af Stafnesi á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Tvísýnt með hryðjuverkafrumvarp

Fulltrúadeild breska þingsins samþykkti í gærkvöldi umdeilt frumvarp um varnir gegn hryðjuverkum. Frumvarpið verður tekið til annarrar umræðu í bresku í lávarðadeildinni í dag og er talið að brugðið geti til beggja vona um hvort ríkisstjórn Tonys Blairs fái það samþykkt þar.

Erlent
Fréttamynd

Uppsagnir hjá Ratsjárstofnun

Vegna aukinnar sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðva Ratsjárstofnunar verður 31 tæknimanni sagt upp störfum frá og með 1. apríl en sautján boðin endurráðning. Mannaðar sólarhringsvaktir leggjast af á Stokksnesi, Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli og verður stöðvunum fjarstýrt frá ratsjárstöðinni á Miðnesheiði.

Innlent
Fréttamynd

Hættir sem sendiherra í haust

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, mun láta af störfum sem sendiherra í haust. Þorsteinn hefur verið sendiherra í sex ár, fyrst í fjögur ár í Lundúnum en síðustu tvö ár í Kaupmannahöfn. Búast má við að fleiri sendiherrar láti af störfum í haust. Ekki er ljóst hver tekur við af Þorsteini.

Innlent
Fréttamynd

Vanþóknun á fréttamönnum

"Ég lít það afar alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins skuli haga sér með þessum hætti," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vegna aðgerða fréttamanna Ríkisútvarpsins í gær. Hún segir það ekki hæfa þeim að nota útvarpið sem áróðurstæki og aðgerðir þeirra alltof róttækar.

Innlent
Fréttamynd

Þekkja ekki afleiðingar kynlífs

Nærri þriðjungur hjóna á Filippseyjum veit ekki að kynlíf getur leitt til getnaðar. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þetta niðurstöður nýrrar könnunar sem ríkisstjórn landsins lét gera og greint er frá í tímaritinu <em>Time</em>. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að Filippseyingum fjölgi einna mest af þjóðum heimsins, eða um 2,4 prósent á ári undanfarin ár.

Erlent
Fréttamynd

Fyrirtæki meta sjálf líkur á slysi

Mat á líkum á slysum í efnaverksmiðjum í byggð eru í höndum fyrirtækjanna sjálfra sé framleiðsla þeirra undir ákveðnum mörkum. Víðir Kristjánsson, varaformaður Stórslysanefndar, segir það eiga við í tilviki Mjallar Friggjar sem framleiðir klór á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Segir stjórnarsetu ekki óeðlilega

Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Skattbyrði eykst hér og í Ástralíu

Ísland og Ástralía eru einu vestrænu ríkin sem hafa aukið skattbyrði undanfarin átta ár, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um tekjuskatt ríkja. Í skýrslunni kemur fram að hjá öllum vestrænum ríkjum, fyrir utan Ástralíu og Ísland, hafi álögur á skattgreiðendur minnkað á tímabilinu að meðaltali um tvö prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hélt að húsið væri að hrynja

Svonefnt Gestshús í vesturbæ Hafnarfjarðar er stórskemmt vegna framkvæmda á vegum bæjarins. Eigandi hússins er afar ósáttur við bæjaryfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Hóta Sýrlendingum aðgerðum

Bandaríkjastjórn boðar aðgerðir gegn Sýrlendingum fari þeir ekki bæði með herlið sitt og leyniþjónustu út úr Líbanon fyrir maílok.

Erlent
Fréttamynd

Blair í pólitískum forarpytti

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í pólitískum forarpytti og virðist ekki ætla að geta komið umdeildu frumvarpi sínu um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum í gegnum breska þingið. Málið þykir sýna svart á hvítu að kosningabaráttan í Bretlandi er nú hafin fyrir alvöru.

Erlent
Fréttamynd

Sjómaður missti fót við hné

Taka þurfti fót af sjómanni á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í gær. Maðurinn flæktist í spili á bátnum Hauki EA-76 og sótti þyrla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli manninn þegar báturinn var vestur af Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Pólitískur stimpill er hræðilegur

„Það er hræðilegt að það komi pólitískur stimpill á fréttamenn og fréttastofu Útvarps með því að þar skuli settir inn menn eftir pólitík,“ sagði Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður og stjórnarmaður í Samtökum hollvina RÚV, sem sagði að sér sýndist ekki hafa verið staðið faglega að ráðningu fréttastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Hafi horft á klám með Jackson

Gavin Arvizo, drengurinn sem sakar Michael Jackson um kynferðislega áreitni, bar í gær vitni um það að hann hefði sofið í rúmi söngvarans og saman hefðu þeir horft á klám á Netinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan réttarhöldin hófust sem Arvizo, sem er fimmtán ára, hittir Jackson, augliti til auglitis í réttarsalnum.

Erlent
Fréttamynd

Talningu í rektorskjöri ekki lokið

Alls greiddu 29 prósent þeirra sem voru á kjörskrá um rektorsefnin fjögur, 71 prósent starfsmanna og 23 prósent nemenda. Ekki er því ljóst milli hvaða tveggja frambjóðanda verður að lokum kosið.

Innlent
Fréttamynd

Lávarðar andsnúnir frumvarpi Blair

Lávarðadeild breska þingsins vísaði í gær lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um hryðjuverkavarnir aftur til neðri deildar þingsins. Tony Blair forsætisráðherra á í vök að verjast vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Óvinsæll borgarstjóri segir af sér

Stjórnandi Hong Kong borgar, Tung Chee-hwa, hefur sagt af sér embætti, að sögn af heilsufarsástæðum. Tung hefur verið frekar óvinsæll í embætti og hafa íbúar borgarinnar mótmælt einræðistilburðum hans og krafist aukins lýðræðis.

Erlent
Fréttamynd

Kynferðisbrotamáli vísað frá

Kynferðisbrotamáli sem vísað hafði verið frá fyrir héraðsdómi í sumar var aftur vísað frá þegar málið fór fyrir Hæstarétt í gær. Var þar ungur maður ákærður fyrir að hafa fjórum sinnum haft samræði við þrettán ára stúlku þegar hann var fimmtán ára.

Innlent
Fréttamynd

Spáir 6,2 prósenta verðbólgu í ár

Greiningardeild KB banka spáir 6,2 prósenta verðbólgu í ár. Rætur verðbólgunnar á þessu ári liggja einkum í miklum hækkunum á fasteignaverði sem hafa verið mjög hraðar allt frá síðasta hausti en húsnæðiskostnaður vegur rúmlega fimmtung í vísitölu neysluverðs. Greiningardeildin spáir 20 prósenta hækkun á fasteignaverði í ár.

Viðskipti innlent