Fréttir

Fréttamynd

Krónan ekki sterkari í 12 ár

Íslenska krónan hefur ekki verið sterkari frá gengisfellingunni í júní árið 1993 að sögn Greiningardeildar Landsbankans. Hún styrktist um 0,7% í dag. Bandaríkjadalur kostar nú 58,6 krónur. Landsbankinn segir líklegt að styrkingu krónunnar síðustu daga megi rekja til aukins áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum gjaldeyrismarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hungurverkfall í flugvél

Tæplega sextíu manna hópur Írana neitaði að yfirgefa flugvél á flugvelli í Brussel í gær og hótaði að fara í hungurverkfall inni í vélinni til að mótmæla stuðningi við stjórnvöld í Íran. Vandræðin byrjuðu um leið og vélin, sem kom frá Frankfurt í Þýskalandi, lenti á belgískri grundu um miðjan dag í gær.

Erlent
Fréttamynd

Sýrlenski herinn á brott

Nærri því allar sýrlenskar hersveitir eru nú farnar frá norðurhluta Líbanons þar sem þær hafa verið í tuttugu og níu ár. Hersveitirnar hafa verið kallaðar til baka og verða staðsettar í Bekaa-dalnum, nærri landamærum Líbanons og Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Niðurstöðu að vænta hjá RÚV?

Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns.

Innlent
Fréttamynd

Ekki breyting á ráðgjöf Hafró

Athugun á loðnugöngu úti fyrir Vestfjörðum þykir ekki gefa tilefni til breytinga á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar á yfirstandandi vertíð. Samvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar varð vart við loðnu út af Breiðafirði og Vestfjörðum síðari hluta febrúarmánaðar og einnig veiddist loðna út af Mið-Norðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Turninn við slökkvistöðina rifinn

Búið er að rífa turninn við slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík og tók það rúman sólarhring. Steypuskemmdir höfðu komið í ljós og var turninn talinn hættulegur. Hann var reistur árið 1967 um leið og slökkvistöðin og notaður til æfinga fyrir slökkviliðsmenn.

Innlent
Fréttamynd

Skammaði bjargvætti sína

Feðgarnir Guðmann Guðmundsson og Eðvarð Guðmannsson komu nágranna sínum til bjargar þar sem hann lá sofandi á eldhúsgólfi í rjúkandi íbúðarhúsi að Suðurtanga 2 á Ísafirði í fyrrinótt. Maðurinn rankaði við sér þegar komið var með hann út en hann kunni þó bjargvættum sínum minnstu þakkir fyrir og sagðist hafa verið í djúpri hugleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Skilar inn gögnum

Frestur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að skila greinargerð vegna máls sem Auður Laxness, ekkja Halldórs Laxness, hefur höfðað gegn Hannesi rann út í gær. Heimir Örn Herbertsson, lögfræðingur Hannesar segir að öllum gögnum hafi verið skilað inn sem óskað var eftir. 

Innlent
Fréttamynd

Þrjú börn slösuðust í árekstri

Þrjú fötluð börn slösuðust minniháttar þegar rúta sem þau voru í ásamt fleiri börnum lenti í árekstri við jeppaá gatnamótum Háleitisbrautar og Ármúla nú síðdegis. Þau voru flutt á slysadeild og tildrög slyssins eru í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Atlantsskip fær nýtt skip

Atlantsskip tekur í notkun nýtt og stærra skip, Kársnes, nú í mars og mun það fylgja öðru skipi fyrirtækisins, Arnarnesi, í Evrópusiglingum fyrirtækisins. Kársnes kemur í stað Cesaria sem hefur verið í þjónustu Atlantsskipa um nokkurt skeið.

Innlent
Fréttamynd

Varðskipunum breytt í Póllandi

Landhelgisgæslan hefur samið við pólska skipasmíðastöð um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Samningstímabilið er tvö ár og verður Ægi breytt í sumar en Tý sumarið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Varúðarráðstafanir í Grímsey

Hafís er nærri landi við Vestfirði, úti fyrir öllu Norðurlandi og austur fyrir Langanes. Hreppstjórinn í Grímsey segir þungt hljóð í eyjarskeggjum en í gær sóttu Grímseyingar vír til Dalvíkur og var ætlunin að strengja hann fyrir höfnina til að verja báta og hafnarmannvirki.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkar enn

Olíuverð hefur enn lækkað á heimsmarkaði í morgun, einkum vegna þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum eru í hámarki. Það sló nokkuð á verðlækkunina að Alþjóðaorkumálastofnunin telur enn að olíuþörf verði mikil á næstunni. Bandaríkjadollari hefur einnig lækkað um hartnær 2,5 prósent í þessari viku gagnvart íslensku krónunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hætta sprengingum í bili

Öllum sprengingum hefur verið hætt við hafnarbakkann í Hafnarfirði segir Pétur Vilberg Guðnason, verkfræðingur hjá Strendingi, sem hefur eftirlit með niðurrifi húsa sem þar eru og öðrum framkvæmdum. Íbúi í nágrenninu hefur kvartað undan því að sprengingarnar valdi skemmdum á húsnæði sínu.

Innlent
Fréttamynd

Útvarpsstjóri fundar ekki

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur ekki séð sér fært að funda með fréttamönnum Ríkisútvarpsins vegna óánægju þeirra með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra, eins og þeir hafa óskað eftir. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir varðandi aðgerðir af hálfu fréttamanna vegna ráðningarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hörð átök á breska þinginu

Harka einkennir átök Tonys Blairs við stjórnarandstöðuna á breska þinginu en þar er hryðjuverkalagafrumvarp stjórnvalda til umræðu. Enginn vill gefa eftir og þræturnar gætu því dregist á langinn.

Erlent
Fréttamynd

Virkjanir ræddar á breska þinginu

Á hálendi Íslands eru töfrandi fagrar óbyggðir og í landinu er byggt á stoltum, sjálfstæðum hefðum. Hætt er við að grafið verði undan hvoru tveggja með yfirgangi voldugra, alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta segir Sue Doughty, þingmaður á breska þinginu, sem vill að þingið geri athugasemdir við ólögleg áform um virkjun hálendisins. 

Innlent
Fréttamynd

Verkfall á versta tíma

Opinberir starfsmenn í París gátu ekki valið verri dag en daginn í dag til þess að fara í verkfall. Á sama tíma og verkfall þeirra hófst í morgun komu fulltrúar Alþjóðaólympíunefndinnar til borgarinnar til þess að vega og meta möguleikann á því að Ólympíuleikarnir fari þar fram árið 2012.

Erlent
Fréttamynd

Kristín og Ágúst efst í kjörinu

Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

800 milljóna hækkun hlutafjár

Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að hækka hlutafé bankans um 800 milljónir króna að nafnverði og selja til núverandi hluthafa bankans. Nýir hlutir verða boðnir hluthöfum bankans til kaups í samræmi við hlutafjáreign þeirra við lok viðskipta í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lög brotin á heilabiluðum

Lög um að sérstök aðstaða skuli vera á öldrunarstofnunum fyrir aldraða með heilabilunareinkenni eru virt að vettugi. Ekki er gert ráð fyrir aðstöðunni við hönnun og byggingu nýrra dvalarheimila.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Kasparov úr skák í stjórnmál

Skákgoðsögnin Garrí Kasparov tilkynnti í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni sem hann varð fyrst heimsmeistari í fyrir tveimur áratugum, þá aðeins 22 ára gamall. Kasparov lét hafa þetta eftir sér daginn eftir að alþjóðlega skákmótinu í Linares á Spáni lauk á fimmtudag. Vann hann mótið, þrátt fyrir að tapa síðustu skákinni.

Erlent
Fréttamynd

Fórnarlömb asískra kortasvindlara

Hátt í 200 Íslendingar urðu fórnarlömb þaulskipulagðra asískra kortasvindlara í Bandaríkjunum sl. haust þar sem þeir náðu númerum af kreditkortum og debetkortum þúsunda einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

Byggingakrani féll á tvo bíla

Byggingakrani féll við nýbyggingu í Hafnarfirði í hádeginu með þeim afleiðingum að tveir bílar skemmdust. Enginn slasaðist. Orsök slyssins er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Skuldarar ærðir með trommuslætti

Yfirvöld í borginni Hyderabad í suðurhluta Indlands hafa gripið til þess óvenjulega ráðs að fá trommuleikara til liðs við sig í baráttunni gegn þeim sem skulda skatta. Geri menn ekki upp skuldir sínar heldur hópur 20 trommuleikara til heimilis þeirra og ber húðirnar með tilheyrandi látum þar til viðkomandi greiðir skuldir sínar.

Erlent
Fréttamynd

Ár frá sprengjuárásunum í Madríd

Spánverjar minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá því hryðjuverkaárás var gerð á lestarstöðvar í Madríd með þeim afleiðingum að 191 maður lét lífið. Hryðjuverkasamtökin Al-Kaída lýstu ábyrgð á árásunum, þeim mannskæðustu sem samtökin hafa skipulagt í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Hafísinn nálgast landið

Hafís er kominn nokkuð nærri landi og fer siglingaleiðin fyrir Horn að verða varasöm, ef veðurspá næstu daga gengur eftir, auk þess sem ís fer að nálgast Grímsey. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sýn fór í ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Samstarfið yrði varla án átaka

Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu, segist ekki sjá fyrir sér hvernig samstarf fréttamanna og nýráðins fréttastjóra fréttastofu Útvarps geti gengið upp án átaka og þess sem hann kallar sérkennilegra vinnubragða.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur vítti Sýslumann

Dómsmálaráðherra lítur svo á að Hæstiréttur hafi vítt Sýslumanninn í Hafnarfirði í gær fyrir að draga úr hömlu að ákæra í sakamáli. Sýslumannsembættið leitar leiða til úrbóta.

Innlent
Fréttamynd

Sameiginleg stefna BNA og Evrópu

Verðlaun eru í boði hætti Íranar auðgun úrans. Bandaríkjamenn og Evrópuþjóðir hafa náð samkomulagi um sameiginlega stefnu en Íranar láta sig það litlu skipta.

Erlent