Fréttir Trassa skil Fimmtán af 101 sveitarfélagi, eiga enn eftir að skila fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 til félagsmálaráðuneytisins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga öll sveitarfélög að skila inn fjárhagsáætlunum fyrir lok desembermánaðar. Innlent 13.10.2005 18:54 Skipti sér ekki af ráðningunni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki hafa skipt sér af ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Stjórnendur stofnunarinnar verði að stýra sínum eigin málum og bera ábyrgð á þeim. Innlent 13.10.2005 18:54 25% íbúðalána hjá bönkunum Fjórðungur íbúðalána er nú hjá bönkunum áætlar greiningardeild Landsbankans. Þetta er aukning frá því í janúar þegar bankarnir höfðu 19% markaðshlutdeild. Íbúðalánasjóður ætti þannig að vera með 62% lánanna og lífeyrissjóðir um 13%. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Hryðjuverkamönnum sleppt úr haldi Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar neyðst til þess að sleppa úr haldi meintum hryðjuverkamanni og líklegt er að sleppa verði átta til viðbótar þar sem ný lög gegn hryðjuverkum hafa ekki enn fengist samþykkt á breska þinginu. Erlent 13.10.2005 18:53 Óvíst hversu langt herinn fer Sýrlenskar hersveitir hörfa nú frá hlutum Líbanons en óvíst er hversu langt þær fara. Þrýstingurinn vex á Sýrlendinga að hverfa með öllu frá Líbanon og óttast er að spennan þar geti valdið uppnámi í kringum þingkosningar í maí næstkomandi. Erlent 13.10.2005 18:54 Leystu upp fund með byssuskotum Meira en tuttugu vopnaðir uppreisnarmenn ruddust inn á fund Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu í gær og skutu þar viðvörunarskotum uns fundurinn leystist upp og fundarmenn hlupu út, skelfingu lostnir. Meira en þúsund manns höfðu safnast saman á fundinum til þess að lýsa yfir stuðningi við friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent 13.10.2005 18:53 Sakborningur skaut dómara Dómari var skotinn til bana við dómshús í Atlanta í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sakborningur stal byssu frá öryggisverði og skaut. Svo virðist sem þrír aðrir starfsmenn hafi einnig orðið fyrir skoti. Maðurinn gengur laus í miðborg Atlanta og er ákaft leitað. Erlent 13.10.2005 18:54 Kaupa lyfjaverksmiðjur á Spáni Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Þýsk stúlka innilokuð í fimm ár Fjölmenni var við útför sjö ára stúlku sem borin var til grafar í Þýskalandi í dag en foreldrar hennar höfðu haldið henni innilokaðri í fimm ár, þar til hún lést úr hungri. Stúlkan, sem hét Jessica, var tæp tíu kíló þegar læknir fann hana látna í íbúð foreldra hennar í Hamborg. Erlent 13.10.2005 18:54 11 milljóna bætur vegna vinnuslyss Verktakafyrirtæki og tryggingafélag þurfa að greiða manni rúmlega ellefu milljónir í bætur vegna vinnuslyss samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Hann var að vinna á þaki nýbyggingar þegar hann féll niður um gluggaop á þakinu sem var hulið einangrun. Innlent 13.10.2005 18:54 BNA bjóða Íran efnahagsaðstoð Stjórnvöld í Bandaríkjunum munu í dag bjóða Írönum efnahagsaðstoð gegn því að þeir hætti auðgun úrans. Dagblaðið <em>New York Times</em> hefur þetta eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum. Þá er einnig búist við að Bandaríkjamenn samþykki að senda málið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ef ekki tekst að semja við Írana. Erlent 13.10.2005 18:53 RÚV: Lausn ekki í sjónmáli Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Innlent 11.3.2005 00:01 Ekki breyting á ráðgjöf Hafró Athugun á loðnugöngu úti fyrir Vestfjörðum þykir ekki gefa tilefni til breytinga á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar á yfirstandandi vertíð. Samvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar varð vart við loðnu út af Breiðafirði og Vestfjörðum síðari hluta febrúarmánaðar og einnig veiddist loðna út af Mið-Norðurlandi. Innlent 13.10.2005 18:53 Turninn við slökkvistöðina rifinn Búið er að rífa turninn við slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík og tók það rúman sólarhring. Steypuskemmdir höfðu komið í ljós og var turninn talinn hættulegur. Hann var reistur árið 1967 um leið og slökkvistöðin og notaður til æfinga fyrir slökkviliðsmenn. Innlent 13.10.2005 18:54 Skammaði bjargvætti sína Feðgarnir Guðmann Guðmundsson og Eðvarð Guðmannsson komu nágranna sínum til bjargar þar sem hann lá sofandi á eldhúsgólfi í rjúkandi íbúðarhúsi að Suðurtanga 2 á Ísafirði í fyrrinótt. Maðurinn rankaði við sér þegar komið var með hann út en hann kunni þó bjargvættum sínum minnstu þakkir fyrir og sagðist hafa verið í djúpri hugleiðslu. Innlent 13.10.2005 18:54 Skilar inn gögnum Frestur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að skila greinargerð vegna máls sem Auður Laxness, ekkja Halldórs Laxness, hefur höfðað gegn Hannesi rann út í gær. Heimir Örn Herbertsson, lögfræðingur Hannesar segir að öllum gögnum hafi verið skilað inn sem óskað var eftir. Innlent 13.10.2005 18:54 Þrjú börn slösuðust í árekstri Þrjú fötluð börn slösuðust minniháttar þegar rúta sem þau voru í ásamt fleiri börnum lenti í árekstri við jeppaá gatnamótum Háleitisbrautar og Ármúla nú síðdegis. Þau voru flutt á slysadeild og tildrög slyssins eru í rannsókn. Innlent 13.10.2005 18:54 Atlantsskip fær nýtt skip Atlantsskip tekur í notkun nýtt og stærra skip, Kársnes, nú í mars og mun það fylgja öðru skipi fyrirtækisins, Arnarnesi, í Evrópusiglingum fyrirtækisins. Kársnes kemur í stað Cesaria sem hefur verið í þjónustu Atlantsskipa um nokkurt skeið. Innlent 13.10.2005 18:54 Varðskipunum breytt í Póllandi Landhelgisgæslan hefur samið við pólska skipasmíðastöð um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Samningstímabilið er tvö ár og verður Ægi breytt í sumar en Tý sumarið 2006. Innlent 13.10.2005 18:54 Varúðarráðstafanir í Grímsey Hafís er nærri landi við Vestfirði, úti fyrir öllu Norðurlandi og austur fyrir Langanes. Hreppstjórinn í Grímsey segir þungt hljóð í eyjarskeggjum en í gær sóttu Grímseyingar vír til Dalvíkur og var ætlunin að strengja hann fyrir höfnina til að verja báta og hafnarmannvirki. Innlent 13.10.2005 18:54 Olíuverð lækkar enn Olíuverð hefur enn lækkað á heimsmarkaði í morgun, einkum vegna þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum eru í hámarki. Það sló nokkuð á verðlækkunina að Alþjóðaorkumálastofnunin telur enn að olíuþörf verði mikil á næstunni. Bandaríkjadollari hefur einnig lækkað um hartnær 2,5 prósent í þessari viku gagnvart íslensku krónunni. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:53 Hætta sprengingum í bili Öllum sprengingum hefur verið hætt við hafnarbakkann í Hafnarfirði segir Pétur Vilberg Guðnason, verkfræðingur hjá Strendingi, sem hefur eftirlit með niðurrifi húsa sem þar eru og öðrum framkvæmdum. Íbúi í nágrenninu hefur kvartað undan því að sprengingarnar valdi skemmdum á húsnæði sínu. Innlent 13.10.2005 18:54 Útvarpsstjóri fundar ekki Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur ekki séð sér fært að funda með fréttamönnum Ríkisútvarpsins vegna óánægju þeirra með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra, eins og þeir hafa óskað eftir. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir varðandi aðgerðir af hálfu fréttamanna vegna ráðningarinnar. Innlent 11.3.2005 00:01 Hörð átök á breska þinginu Harka einkennir átök Tonys Blairs við stjórnarandstöðuna á breska þinginu en þar er hryðjuverkalagafrumvarp stjórnvalda til umræðu. Enginn vill gefa eftir og þræturnar gætu því dregist á langinn. Erlent 13.10.2005 18:54 Virkjanir ræddar á breska þinginu Á hálendi Íslands eru töfrandi fagrar óbyggðir og í landinu er byggt á stoltum, sjálfstæðum hefðum. Hætt er við að grafið verði undan hvoru tveggja með yfirgangi voldugra, alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta segir Sue Doughty, þingmaður á breska þinginu, sem vill að þingið geri athugasemdir við ólögleg áform um virkjun hálendisins. Innlent 13.10.2005 18:54 Verkfall á versta tíma Opinberir starfsmenn í París gátu ekki valið verri dag en daginn í dag til þess að fara í verkfall. Á sama tíma og verkfall þeirra hófst í morgun komu fulltrúar Alþjóðaólympíunefndinnar til borgarinnar til þess að vega og meta möguleikann á því að Ólympíuleikarnir fari þar fram árið 2012. Erlent 13.10.2005 18:53 Kristín og Ágúst efst í kjörinu Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans í næstu viku. Innlent 13.10.2005 18:53 800 milljóna hækkun hlutafjár Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að hækka hlutafé bankans um 800 milljónir króna að nafnverði og selja til núverandi hluthafa bankans. Nýir hlutir verða boðnir hluthöfum bankans til kaups í samræmi við hlutafjáreign þeirra við lok viðskipta í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Lög brotin á heilabiluðum Lög um að sérstök aðstaða skuli vera á öldrunarstofnunum fyrir aldraða með heilabilunareinkenni eru virt að vettugi. Ekki er gert ráð fyrir aðstöðunni við hönnun og byggingu nýrra dvalarheimila.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:54 Kasparov úr skák í stjórnmál Skákgoðsögnin Garrí Kasparov tilkynnti í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni sem hann varð fyrst heimsmeistari í fyrir tveimur áratugum, þá aðeins 22 ára gamall. Kasparov lét hafa þetta eftir sér daginn eftir að alþjóðlega skákmótinu í Linares á Spáni lauk á fimmtudag. Vann hann mótið, þrátt fyrir að tapa síðustu skákinni. Erlent 13.10.2005 18:54 « ‹ ›
Trassa skil Fimmtán af 101 sveitarfélagi, eiga enn eftir að skila fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 til félagsmálaráðuneytisins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga öll sveitarfélög að skila inn fjárhagsáætlunum fyrir lok desembermánaðar. Innlent 13.10.2005 18:54
Skipti sér ekki af ráðningunni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki hafa skipt sér af ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Stjórnendur stofnunarinnar verði að stýra sínum eigin málum og bera ábyrgð á þeim. Innlent 13.10.2005 18:54
25% íbúðalána hjá bönkunum Fjórðungur íbúðalána er nú hjá bönkunum áætlar greiningardeild Landsbankans. Þetta er aukning frá því í janúar þegar bankarnir höfðu 19% markaðshlutdeild. Íbúðalánasjóður ætti þannig að vera með 62% lánanna og lífeyrissjóðir um 13%. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Hryðjuverkamönnum sleppt úr haldi Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar neyðst til þess að sleppa úr haldi meintum hryðjuverkamanni og líklegt er að sleppa verði átta til viðbótar þar sem ný lög gegn hryðjuverkum hafa ekki enn fengist samþykkt á breska þinginu. Erlent 13.10.2005 18:53
Óvíst hversu langt herinn fer Sýrlenskar hersveitir hörfa nú frá hlutum Líbanons en óvíst er hversu langt þær fara. Þrýstingurinn vex á Sýrlendinga að hverfa með öllu frá Líbanon og óttast er að spennan þar geti valdið uppnámi í kringum þingkosningar í maí næstkomandi. Erlent 13.10.2005 18:54
Leystu upp fund með byssuskotum Meira en tuttugu vopnaðir uppreisnarmenn ruddust inn á fund Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu í gær og skutu þar viðvörunarskotum uns fundurinn leystist upp og fundarmenn hlupu út, skelfingu lostnir. Meira en þúsund manns höfðu safnast saman á fundinum til þess að lýsa yfir stuðningi við friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent 13.10.2005 18:53
Sakborningur skaut dómara Dómari var skotinn til bana við dómshús í Atlanta í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sakborningur stal byssu frá öryggisverði og skaut. Svo virðist sem þrír aðrir starfsmenn hafi einnig orðið fyrir skoti. Maðurinn gengur laus í miðborg Atlanta og er ákaft leitað. Erlent 13.10.2005 18:54
Kaupa lyfjaverksmiðjur á Spáni Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Þýsk stúlka innilokuð í fimm ár Fjölmenni var við útför sjö ára stúlku sem borin var til grafar í Þýskalandi í dag en foreldrar hennar höfðu haldið henni innilokaðri í fimm ár, þar til hún lést úr hungri. Stúlkan, sem hét Jessica, var tæp tíu kíló þegar læknir fann hana látna í íbúð foreldra hennar í Hamborg. Erlent 13.10.2005 18:54
11 milljóna bætur vegna vinnuslyss Verktakafyrirtæki og tryggingafélag þurfa að greiða manni rúmlega ellefu milljónir í bætur vegna vinnuslyss samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Hann var að vinna á þaki nýbyggingar þegar hann féll niður um gluggaop á þakinu sem var hulið einangrun. Innlent 13.10.2005 18:54
BNA bjóða Íran efnahagsaðstoð Stjórnvöld í Bandaríkjunum munu í dag bjóða Írönum efnahagsaðstoð gegn því að þeir hætti auðgun úrans. Dagblaðið <em>New York Times</em> hefur þetta eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum. Þá er einnig búist við að Bandaríkjamenn samþykki að senda málið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ef ekki tekst að semja við Írana. Erlent 13.10.2005 18:53
RÚV: Lausn ekki í sjónmáli Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Innlent 11.3.2005 00:01
Ekki breyting á ráðgjöf Hafró Athugun á loðnugöngu úti fyrir Vestfjörðum þykir ekki gefa tilefni til breytinga á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar á yfirstandandi vertíð. Samvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar varð vart við loðnu út af Breiðafirði og Vestfjörðum síðari hluta febrúarmánaðar og einnig veiddist loðna út af Mið-Norðurlandi. Innlent 13.10.2005 18:53
Turninn við slökkvistöðina rifinn Búið er að rífa turninn við slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík og tók það rúman sólarhring. Steypuskemmdir höfðu komið í ljós og var turninn talinn hættulegur. Hann var reistur árið 1967 um leið og slökkvistöðin og notaður til æfinga fyrir slökkviliðsmenn. Innlent 13.10.2005 18:54
Skammaði bjargvætti sína Feðgarnir Guðmann Guðmundsson og Eðvarð Guðmannsson komu nágranna sínum til bjargar þar sem hann lá sofandi á eldhúsgólfi í rjúkandi íbúðarhúsi að Suðurtanga 2 á Ísafirði í fyrrinótt. Maðurinn rankaði við sér þegar komið var með hann út en hann kunni þó bjargvættum sínum minnstu þakkir fyrir og sagðist hafa verið í djúpri hugleiðslu. Innlent 13.10.2005 18:54
Skilar inn gögnum Frestur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að skila greinargerð vegna máls sem Auður Laxness, ekkja Halldórs Laxness, hefur höfðað gegn Hannesi rann út í gær. Heimir Örn Herbertsson, lögfræðingur Hannesar segir að öllum gögnum hafi verið skilað inn sem óskað var eftir. Innlent 13.10.2005 18:54
Þrjú börn slösuðust í árekstri Þrjú fötluð börn slösuðust minniháttar þegar rúta sem þau voru í ásamt fleiri börnum lenti í árekstri við jeppaá gatnamótum Háleitisbrautar og Ármúla nú síðdegis. Þau voru flutt á slysadeild og tildrög slyssins eru í rannsókn. Innlent 13.10.2005 18:54
Atlantsskip fær nýtt skip Atlantsskip tekur í notkun nýtt og stærra skip, Kársnes, nú í mars og mun það fylgja öðru skipi fyrirtækisins, Arnarnesi, í Evrópusiglingum fyrirtækisins. Kársnes kemur í stað Cesaria sem hefur verið í þjónustu Atlantsskipa um nokkurt skeið. Innlent 13.10.2005 18:54
Varðskipunum breytt í Póllandi Landhelgisgæslan hefur samið við pólska skipasmíðastöð um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Samningstímabilið er tvö ár og verður Ægi breytt í sumar en Tý sumarið 2006. Innlent 13.10.2005 18:54
Varúðarráðstafanir í Grímsey Hafís er nærri landi við Vestfirði, úti fyrir öllu Norðurlandi og austur fyrir Langanes. Hreppstjórinn í Grímsey segir þungt hljóð í eyjarskeggjum en í gær sóttu Grímseyingar vír til Dalvíkur og var ætlunin að strengja hann fyrir höfnina til að verja báta og hafnarmannvirki. Innlent 13.10.2005 18:54
Olíuverð lækkar enn Olíuverð hefur enn lækkað á heimsmarkaði í morgun, einkum vegna þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum eru í hámarki. Það sló nokkuð á verðlækkunina að Alþjóðaorkumálastofnunin telur enn að olíuþörf verði mikil á næstunni. Bandaríkjadollari hefur einnig lækkað um hartnær 2,5 prósent í þessari viku gagnvart íslensku krónunni. Viðskipti erlent 13.10.2005 18:53
Hætta sprengingum í bili Öllum sprengingum hefur verið hætt við hafnarbakkann í Hafnarfirði segir Pétur Vilberg Guðnason, verkfræðingur hjá Strendingi, sem hefur eftirlit með niðurrifi húsa sem þar eru og öðrum framkvæmdum. Íbúi í nágrenninu hefur kvartað undan því að sprengingarnar valdi skemmdum á húsnæði sínu. Innlent 13.10.2005 18:54
Útvarpsstjóri fundar ekki Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur ekki séð sér fært að funda með fréttamönnum Ríkisútvarpsins vegna óánægju þeirra með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra, eins og þeir hafa óskað eftir. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir varðandi aðgerðir af hálfu fréttamanna vegna ráðningarinnar. Innlent 11.3.2005 00:01
Hörð átök á breska þinginu Harka einkennir átök Tonys Blairs við stjórnarandstöðuna á breska þinginu en þar er hryðjuverkalagafrumvarp stjórnvalda til umræðu. Enginn vill gefa eftir og þræturnar gætu því dregist á langinn. Erlent 13.10.2005 18:54
Virkjanir ræddar á breska þinginu Á hálendi Íslands eru töfrandi fagrar óbyggðir og í landinu er byggt á stoltum, sjálfstæðum hefðum. Hætt er við að grafið verði undan hvoru tveggja með yfirgangi voldugra, alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta segir Sue Doughty, þingmaður á breska þinginu, sem vill að þingið geri athugasemdir við ólögleg áform um virkjun hálendisins. Innlent 13.10.2005 18:54
Verkfall á versta tíma Opinberir starfsmenn í París gátu ekki valið verri dag en daginn í dag til þess að fara í verkfall. Á sama tíma og verkfall þeirra hófst í morgun komu fulltrúar Alþjóðaólympíunefndinnar til borgarinnar til þess að vega og meta möguleikann á því að Ólympíuleikarnir fari þar fram árið 2012. Erlent 13.10.2005 18:53
Kristín og Ágúst efst í kjörinu Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans í næstu viku. Innlent 13.10.2005 18:53
800 milljóna hækkun hlutafjár Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að hækka hlutafé bankans um 800 milljónir króna að nafnverði og selja til núverandi hluthafa bankans. Nýir hlutir verða boðnir hluthöfum bankans til kaups í samræmi við hlutafjáreign þeirra við lok viðskipta í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Lög brotin á heilabiluðum Lög um að sérstök aðstaða skuli vera á öldrunarstofnunum fyrir aldraða með heilabilunareinkenni eru virt að vettugi. Ekki er gert ráð fyrir aðstöðunni við hönnun og byggingu nýrra dvalarheimila.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:54
Kasparov úr skák í stjórnmál Skákgoðsögnin Garrí Kasparov tilkynnti í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni sem hann varð fyrst heimsmeistari í fyrir tveimur áratugum, þá aðeins 22 ára gamall. Kasparov lét hafa þetta eftir sér daginn eftir að alþjóðlega skákmótinu í Linares á Spáni lauk á fimmtudag. Vann hann mótið, þrátt fyrir að tapa síðustu skákinni. Erlent 13.10.2005 18:54