Kaupa lyfjaverksmiðjur á Spáni 11. mars 2005 00:01 Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Velta félaganna er 4,5 milljarðar króna, en þau voru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í eigu risafyrirtækisins Procter & Gamble. Kaupverð er trúnaðarmál, en gera má ráð fyrir að verðmæti viðskiptanna liggi á bilinu sjö til átta milljarðar króna. Fyrirtækin Inke og Laboratorios Lesvi eru í Barcelona og starfa samtals hjá þeim 290 manns. Inke sérhæfir sig í þróun og framleiðslu virkra lyfjaefna og á fjölda framleiðslueinkaleyfa. Helstu markaðir þess eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Laboratorios Lesvi framleiðir samheitalyf, bæði undir eigin vörumerkjum á Spáni og undir vörumerkjum annarra. Samkvæmt íslensku fjárfestunum hefur Lesvi náð merkum áföngum í þróun á margvíslegum samheitalyfjum. Með félögunum fylgja viðskiptasambönd, en meðal viðskiptavina eru lyfjafyrirtækin Bayer, Merck sem á í samstarfi við Decode, Ratiopharm, Sandoz og Stada. Allir lykilstarfsmenn fyrirtækisins halda áfram störfum hjá fyrirtækinu og hafa tekið tilboði íslensku fjárfestanna um kaup á þrettán prósenta hlut í félaginu. Invent Farma er alfarið í eigu íslenskra fjárfesta, en auk Friðriks eru meðal annarra í eigendahópnum Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi stjórnarmaður Omega Farma, Ingi Guðjónsson, forstjóri Lyfju, og Frosti Bergsson, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Opinna kerfa. Fyrirvarar eru í kaupsamningnum um samþykki samkeppnisyfirvalda á Spáni og er gert ráð fyri að afstaða þeirra liggi fyrir í apríl. Fyrirtækjasvið KB banka hafði milligöngu um kaupin og lánar bankinn til þeirra. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Velta félaganna er 4,5 milljarðar króna, en þau voru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í eigu risafyrirtækisins Procter & Gamble. Kaupverð er trúnaðarmál, en gera má ráð fyrir að verðmæti viðskiptanna liggi á bilinu sjö til átta milljarðar króna. Fyrirtækin Inke og Laboratorios Lesvi eru í Barcelona og starfa samtals hjá þeim 290 manns. Inke sérhæfir sig í þróun og framleiðslu virkra lyfjaefna og á fjölda framleiðslueinkaleyfa. Helstu markaðir þess eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Laboratorios Lesvi framleiðir samheitalyf, bæði undir eigin vörumerkjum á Spáni og undir vörumerkjum annarra. Samkvæmt íslensku fjárfestunum hefur Lesvi náð merkum áföngum í þróun á margvíslegum samheitalyfjum. Með félögunum fylgja viðskiptasambönd, en meðal viðskiptavina eru lyfjafyrirtækin Bayer, Merck sem á í samstarfi við Decode, Ratiopharm, Sandoz og Stada. Allir lykilstarfsmenn fyrirtækisins halda áfram störfum hjá fyrirtækinu og hafa tekið tilboði íslensku fjárfestanna um kaup á þrettán prósenta hlut í félaginu. Invent Farma er alfarið í eigu íslenskra fjárfesta, en auk Friðriks eru meðal annarra í eigendahópnum Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi stjórnarmaður Omega Farma, Ingi Guðjónsson, forstjóri Lyfju, og Frosti Bergsson, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Opinna kerfa. Fyrirvarar eru í kaupsamningnum um samþykki samkeppnisyfirvalda á Spáni og er gert ráð fyri að afstaða þeirra liggi fyrir í apríl. Fyrirtækjasvið KB banka hafði milligöngu um kaupin og lánar bankinn til þeirra.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira