Fréttir

Fréttamynd

Systkini létust er sjónvarp sprakk

Fjögur systkini, átta til sautján ára gömul, létust þegar sjónvarpstæki í svefnherbergi þeirra sprakk. Foreldrar barnanna fengu slæm brunasár eftir að hafa reynt að slökkva eldinn. Slysið varð í Alexandríu í Egyptalandi.

Erlent
Fréttamynd

Brynjólfur segir sig úr stjórnunum

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukning í árásum tölvuhakkara

Mikil aukning hefur orðið á árásum svokallaðra tölvuhakkara á vefsíður íslenskra fyrirtækja upp á síðkastið. Lögreglan í Reykjavík hvetur einstaklinga og fyrirtæki til að huga vel að vírusvörnum í tölvum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Góður skíðadagur um mest allt land

Þetta er góður skíðadagur um mest allt land. Nægur snjór er á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins þar sem veður er gott. Hlíðarfjall verður opið frá klukkan tvö en þar ekki mikill snjór.

Innlent
Fréttamynd

Hafís rekur hratt til lands

"Ég hef búið hér alla mína ævi og man ekki eftir jafnmiklum hafís og nú er hér í kring," segir Hulda Signý Gylfadóttir, leiðbeinandi að Sólbrekku í Grímsey. Mikinn hafís hefur rekið að landi fyrir vestan og norðan síðustu daga og gera veðurspár ráð fyrir áframhaldandi sterkum norðanáttum næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

Björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar komu að vélsleðamanni við Strútslaug um þrjúleytið í dag sem hafði slasast þegar sleði hans féll niður bratta. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og fór hún frá Reykjavík um klukkan hálffjögur.

Innlent
Fréttamynd

Háskólasetur Vestfjarða stofnað

Háskólasetur Vestfjarða var stofnað við hátíðlega athöfn í framtíðarhúsnæði setursins, Vestrahúsinu á Ísafirði, í dag. Stofnfundurinn var í sal Ísfangs þar sem var margt góðra gesta, þ.á m. þrír ráðherrar. 

Innlent
Fréttamynd

Mannskætt lestarslys í Víetnam

Á annan tug manna er látinn og 200 eru slasaðir eftir að hraðlest fór út af sporinu í Víetnam í dag. Að minnsta kosti 30 hinna slösuðu eru í lífshættu. Lestin var á leið frá Hanoí, höfuðborg Víetnam, til borgarinnar Ho Chi Minh með um 500 farþega innanborðs. Ekki liggur fyrir hvers vegna lestin fór út af sporinu.

Erlent
Fréttamynd

Byssumaðurinn handsamaður

Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum handtók nú rétt áðan Brian Nichols sem skaut dómara og tvo aðra til bana í dómsal í Atlanta í gær. Hann var handtekinn norðan við borgina eftir að lögregla hafði umkringt manninn.

Erlent
Fréttamynd

Peningar og kort liðin tíð?

Viðskiptavinir þýskrar verslanakeðju geta brátt farið algjörlega peninga- og kortalausir inn í verslanir fyrirtækisins og samt gengið þaðan út, klyfjaðir af vörum, eða a.m.k. í samræmi við það sem bankainnistæða þeirra leyfir. Verslanakeðjan vinnur nefnilega að því að setja fingraskanna í allar verslanir sínar.

Erlent
Fréttamynd

Hafísinn færist líklega nær

Fokkervél Landhelgisgæslunnar er nýlent eftir ískönnunarflug. Ísinn var kannaður allt frá Horni og austur úr. Hafísinn umlykur nú Grímsey og miðað við vindátt og spá má búast við að hann færist nær landi fyrir norðan.

Innlent
Fréttamynd

Morðinginn handtekinn

Lögreglu í Atlanta í Bandaríkjunum tókst seinni partinn í gær að hafa hendur í hári mannsins sem skaut þrjá til bana í réttarsal í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Heimsendir í nánd?

Líf á jörðu þurrkast út með 62 milljón ára millibili, samkvæmt því sem bandarískir vísindamenn hafa komist að. Hvers vegna liggur þó ekki alveg ljóst fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Hafís fyrir öllu Norðurlandi

Hafís er nú fyrir öllu Norðurlandi. Í gærkvöldi var hann skammt undan Grímsey en að sögn Theódórs Hervarssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni, hefur ástandið versnað. Ísinn er nú kominn upp að eyjunni og umlykur hana alveg.

Innlent
Fréttamynd

Landhelgisgæslan til Keflavíkur

Landhelgisgæslan mun flytja til Keflavíkur á næstu árum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að það liggi fyrir að Íslendingar taki að sér meiri verkefni í tengslum við Keflavíkurflugvöll og Varnarliðið. Þar nefndi ráðherra Landhelgisgæsluna og lögregluna en víkingasveitin verður efld og tólf manna sveit staðsett í Keflavík.

Innlent
Fréttamynd

Flóttamaðurinn ófundinn

Sakborningurinn sem slapp eftir að hafa gripið skammbyssu öryggisvarðar í dómshúsi í Atlanta í gær, og skotið tvo öryggisverði og dómarann til bana, er enn leitað. Fé hefur verið lagt manninum til höfuðs en lögreglan hefur litla hugmynd um hvar hann gæti nú verið að finna.

Erlent
Fréttamynd

Féll á milli hæða

Kona um tvítugt var flutt á sjúkrahús eftir að hafa stokkið eða fallið á milli hæða í fjölbýlishúsi á Ísafirði. Klukkan fimm í nótt var tilkynnt var um að kona hefði stokkið fram af svölum á þriðju hæð hússins og þegar lögreglan kom á staðinn reyndist hún hafa fallið niður á svalir á annarri hæð, en þær standa út undan svölunum á hæðinni fyrir ofan.

Innlent
Fréttamynd

Í lagi að selja allan Símann

Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður IP-fjarskipta og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa telur það ekki ógna hagsmunum almennings að selja Símann í heilu lagi.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnmálasamband við Gvæönu

Ísland hefur tekið upp stjórnmálasamband við Gvæönu og var yfirlýsing þess efnis undirrituð í New York í fyrradag. Gvæana er á norðausturströnd Suður-Ameríku og á landamæri að Venesúela, Brasilíu og Súrinam.

Innlent
Fréttamynd

Drukkin með barn í bílnum

Lögreglumenn á Selfossi prísa sig sæla að hafa stöðvar för konu á ferð um bæinn í gær eftir að í ljós kom að hún var bæði drukkin og undir áhrifum lyfja undir stýri með barn í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Peningaþvottur upp á 20 milljarða

Spænska lögreglan hefur handtekið 41 mann, grunaðan um að standa fyrir skipulögðum peningaþvotti. Talið er að hópurinn hafi þvegið peninga fyrir allt að 250 milljónir evra, eða sem samsvarar um 20 milljörðum íslenskra króna, og að sögn talsmanns í spænska innanríkisráðuneytinu leikur grunur á að rússneska olíufyritækið Yukos tengist aðgerðum hópsins.

Erlent
Fréttamynd

15 ára piltar í gæsluvarðhaldi

Tveir fimmtán ára piltar sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um á annan tug innbrota á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur. Annar piltanna hefur áður setið í gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Smyrill réðst á páfagauk

Smyrill gerði ítrekaðar tilraunir til að hremma páfagauk á Hornafirði en páfagaukurinn hafði verið settur í búr út í garð þar sem hann átti að njóta veðurblíðunnar. Börn voru vitni að árásum smyrilsins og héldu í fyrstu að um uglu væri að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Hryðjuverkalögin samþykkt

Ströng og umdeild hryðjuverkalög voru samþykkt á breska þinginu í gær eftir langar og sögulegar deilur þingmanna og stjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Munntóbak hefur þrefaldast í verði

Munntóbaksskortur er á höfuðborgarsvæðinu. Munntóbak er ólöglegt samkvæmt lögum en þrátt fyrir það er mikið verslað með þessa vöru á svarta markaðnum. Dósin hefur hækkað úr 500 krónum í 1.800 undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Í Hvíta húsið að nýju

Karen Hughes, sem var náinn samstarfsmaður Bush Bandaríkjaforseta í upphafi fyrra kjörtímabils hans, er nú á ný komin til starfa fyrir Hvíta húsið. Henni er ætlað að stýra ímyndarherferð Bandaríkjanna sem er til þess hugsuð að draga úr andúð á Bandaríkjunum erlendis, einkum meðal múslíma.

Erlent
Fréttamynd

Barnasáttmáli kynntur

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hélt upp á árs afmæli sitt í gær. Afmælisveislan var haldin á skrifstofu UNICEF á Íslandi við Skaftahlíð 24 í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Formaður eða ráðherra hindri leka

Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki.

Innlent
Fréttamynd

15 ára í einangrun á Litla-Hrauni

Tveir fimmtán ára piltar sitja nú í einangrun á Litla-Hrauni. Þeir eru grunaðir um níu innbrot. Afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun segir sjaldgæft að svo ungt fólk sé úrskurðað í gæsluvarðhald.

Innlent