Fréttir

Fréttamynd

Ekki borgunarmaður skaðabóta

Hákon Eydal, sem í gær var dæmur fyrir morðið á Sri Rahmawati í fyrra, er ekki borgunarmaður fyrir skaðabótum til barnanna hennar og ríkissjóður ábyrgist aðeins lítinn hluta þeirra. Réttargæslumaður barna Sri telur tímabært að endurskoða lög um þetta.

Innlent
Fréttamynd

Samið við framhaldsskólakennara

Félag framhaldsskólakennara undirritaði í gær nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008. Í frétt á heimasíðu Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn sé gerður með sömu útfærslu og sömu launatöflu og samningurinn sem félög innan BHM gerðu á dögunum og var hann unninn samhliða þeirri samningsgerð.

Innlent
Fréttamynd

Ók á ljósastaur og slasaðist

Fólksbíl var ekið á ljósastaur um klukkan hálfníu í morgun á hringtorgi við Mosfellsbæ. Ökumaður var einn í bílnum. Hann var ekki í bílbelti og hentist í framrúðu bílsins. Hann var fluttur á slysadeild og er þar nú í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Íraksstríði mótmælt í miðborginni

Um fimm hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi núna klukkan tvö til þess mótmæla innrásinni í Írak og krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herafla sinn út úr landinu. Í dag eru tvö ár síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak og er þess minnst með mótmælum víða um heim.

Innlent
Fréttamynd

Flýta stækkun flugstöðvar

Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag að flýta stækkun og breytingum á norðurbyggingu flugstöðvarinnar í ljósi nýrrar spár um farþegafjölgun á næstu árum, en samkvæmt spá breska fyrirtækisins BAA er gert ráð fyrir að tvöfalt fleiri farþegar fari um flugstöðina árið 2015 en 2004, sem er 10 prósentum meira en BAA spáði 2001.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú fíkniefnamál í Keflavík

Þrjú fíkniefnamál hafa komið upp í Keflavík síðastliðinn hálfan sólarhring. Laust eftir klukkan tíu í gærkvöld stöðvaði lögreglan bifreið á Njarðarbraut. Í honum fundust þrjú grömm af amfetamíni. Þrennt var í bílnum og viðurkenndu tveir að eiga efnið. Hálftíma síðar var önnur bifreið stöðvuð í bænum og þar fannst eitt gramm af amfetamíni og viðurkenndi ökumaður að eiga það.

Innlent
Fréttamynd

Reiknar með að sækja Fischer

Sæmundur Pálsson, einkavinur Bobbys Fischers, er himinlifandi yfir þeim fregnum að Fischer verði líklega veitt íslenskt ríkisfang fyrir páska. Hann er nýkominn frá Japan en ætlar að fara þangað aftur og aðstoða vin sinn við ferðalagið heim til Íslands. Hann reiknar með að kærasta Fischers komi líka.

Innlent
Fréttamynd

Hengdur upp á höndunum

Þrenn handjárn voru sett á Bobby Fischer og hann hengdur upp á höndunum eftir að hann sló fangavörð, að sögn Sæmundar Pálssonar. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Fischer geti ekki framfleytt sér hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Enn við störf að Kárahnjúkum

Lettarnir fjórir sem hafa starfað fyrir GT verktaka að Kárahnjúkum án atvinnu- og dvalarleyfa eru enn við störf. Meira en mánuður er liðinn frá því Vinnumálastofnun sendi kæru vegna mannanna til sýslumannsins á Seyðisfirði.

Innlent
Fréttamynd

Enn og aftur námuslys í Kína

Sautján námumenn létust og 52 er saknað eftir enn eitt námuslysið í Kína í morgun. Talið er að gassprenging hafi orðið í námunni, sem er kolanámuhéraðinu Shanxi í norðurhluta Kína. Tveimur mönnum hefur verið bjargað en 52 eru sagðir fastir inni í námunni.

Erlent
Fréttamynd

Ánægð með tilboðið

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er ánægð með tilboð Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja enda gert ráð fyrir að verkefnið, sem það gengur út á, geti gefið ríkissjóði 3 milljarða króna í auknar skatttekjur.

Innlent
Fréttamynd

Hundaþjálfun á Botnsheiði

Það var líf og fjör á Botnsheiði við Súgandafjörð á dögunum þar sem hundar og eigendur þeirra voru þjálfaðir í snjóflóðaleit. Veðrið lék við bæði hunda og menn.

Innlent
Fréttamynd

Léstust í bílaeltingarleik

Fjórir fylgismenn fyrrverandi uppreisnarleiðtogans Husseins al-Houthi létust í dag þegar þeir reyndu flýja eftir að hafa skipst á skotum við lögreglu á vopnamarkaði í Saada-héraði í Jemen. Mennirnir létust þegar bíll sem þeir voru á valt eftir árekstur við bíl öryggissveitar lögreglu. Þrír aðrir uppreinsarmenn slösuðust og sömuleiðis einn lögreglumaður.

Erlent
Fréttamynd

Háskólasetur stofnað á Ísafirði

Háskólasetur á Ísafirði er stórt skref í menntamálum Vestfirðinga en þar verður boðið upp á fjölbreytt nám sem tengist atvinnugreinum á Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Tímamótasamningur

Kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara hefur 21 prósents heildaráhrif á samningstímanum, sem er til 2008. Samningurinn felur í sér sömu hækkanir og á almennum vinnumarkaði. Stofnanasamningur verður gerður innan hvers framhaldsskóla. Atkvæðagreiðslan fer fram í lok mars.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingum ekki sama um stríðið

Í dag eru tvö ár liðin frá innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða þeirra í Írak. Af því tilefni efndu íslenskir friðarsinnar til mótmæla gegn stríðinu. Aðgerðin sýnir að Íslendingum er ekki sama, að mati fundarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Opinber embætti eign þjóðarinnar

Pólitískum ráðningum hefur fjölgað undanfarin ár, mögulega vegna langrar valdasetu núverandi stjórnvalda. Þetta sagði Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu á fundi Félags stjórnmálafræðinga um pólitískar stöðuveitingar á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Klappað fyrir ráðherra vegna ganga

Klappað var á Siglufirði í dag þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lýsti því yfir að borun Héðinsfjarðarganga hæfist eftir sextán mánuði. Göngin eiga að vera tilbúin í lok árs 2009.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Japanar aflétti banni

Japönsk stjórnvöld neita að upplýsa Bandaríkjastjórn um hvenær þau hyggist aflétta innflutningsbanni á bandarísku nautakjöti. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þrýsti á Japansstjórn að aflétta banninum í viðræðum sem hún átti við utanríkisráðherra Japans í Tókýó í gær.

Erlent
Fréttamynd

Nýr meirihluti á Blönduósi

Sjálfstæðismenn og H-listi vinstri manna og óháðra á Blönduósi hafa myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórn en fyrri meirihluti H-lista og Á-lista, bæjarmálafélagsins Hnjúka, sprakk í vikunni. Valgarður Hilmarsson verður áfram forseti bæjarstjórnar og Jóna Fanney Friðriksdóttir áfram bæjarstjóri en nýr formaður bæjarráðs verður Ágúst Þór Bragason frá D-lista.

Innlent
Fréttamynd

Pútín í sáttaferð til Úkraínu

Vladímír Pútín Rússlandsforseti er í heimsókn í Úkraínu til að bæta samskiptin við nýkjörinn forseta landsins, Viktor Júsjenko. Stjórnvöld í Rússlandi stóðu með andstæðingi Júsjenkos í forsetakosningunum en þurftu að láta í minni pokann vegna almennra mótmæla gegn víðtæku kosningasvindli.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglumenn drepnir í jarðarför

Fjórir írakskir lögreglumenn létust og átta manns slösuðust í sprengjuárás í borginni Kirkuk í Norður-Írak í morgun. Fólkið var fylgja lögreglumanni sem lést í gær til grafar þegar sprengja sprakk við veginn sem það fór um.

Erlent
Fréttamynd

Brutust inn í villu Berlusconis

Um hundrað Sardiníubúar réðust inn í villu Silvios Berlusconis á eyjunni í dag til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um sjálfstæði Sardiníu. Fólkið komst að sundlauginni við glæsihúsið áður en lögreglu tókst að reka það út, en talsmaður hópsins segir innbrotið hafa verið pólitískan gjörning ætlaðan til að undirstrika yfirráðarétt íbúa Sardiníu yfir landi á eyjunni.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að draga úr spennu í Líbanon

Spenna magnast í Beirút í Líbanon. Bílsprengja sprakk þar í nótt og forseti landsins notaði tækifærið í morgun til að hvetja stjórn og stjórnarandstöðu til að ræða málin og ná samkomulagi sín á milli áður en allt fer úr böndunum.

Erlent
Fréttamynd

Handahófskennd vinnubrögð

Ríkisborgararéttur skákmeistarans Bobby Fischers verður tekinn til umræðu á Alþingi eftir helgina og má búast við að hann verði afgreiddur á mánudagskvöld. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, ætlar að vera á þingpöllunum. Ragnar Aðalsteinsson telur vinnubrögð Alþingis handahófskennd.

Innlent
Fréttamynd

Stórslysaæfing læknanema

Tæplega hundrað manns tóku þátt í stórslysaæfingu Hjálparsveita og læknanema úr Háskóla Íslands sem fram fór á Malarhöfða í Reykjavík í gær. Sett var á svið neyðarástand sem átti að hafa skapast í kjölfar jarðskjálfta. Fyrsta árs nemar fengu það hlutverk að leika sjúklingana og voru því meðal annars ataðir kindablóði. Sá sem skilaði hlutverki sínu best fékk svo páskaegg í verðlaun og að sögn Davíðs Þórs Þorsteinssonar sem situr í kennslu- og fræðslunefnd læknanema var leikur þess besta nokkuð sannfærandi ef frá er talinn púls og blóðþrýstingur. </font />

Innlent
Fréttamynd

Byrjað á göngum í júlí að ári

Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast í júlímánuði árið 2006 og verða göngin tilbúin fyrir árslok 2009. Þetta kom fram í ræðu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á fundi á Siglufirði sem nú stendur yfir. Fyrir þingkosningarnar vorið 2003 höfðu stjórnvöld lýst því yfir að borun Héðinsfjarðaganga hæfist haustið 2004 og var verkið boðið út vorið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Vopnið fjörugt ímyndunarafl

Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir frammistöðu tollvarða sem handtóku 64 ára gamla konu með 800 grömm af kókaíni í hárkollu þann 12. mars vera framúrskarandi og á heimsmælikvarða.

Innlent
Fréttamynd

Vill N-Kóreu að samningaborðinu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur stjórnvöld í Norður-Kóreu til þess að hefja aftur viðræður um kjarnorkuvopnaáætlun landsins, en Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í síðasta mánuði að þeir byggju yfir kjarnorkuvopnum um leið og þeir drógu sig út úr viðræðum sex ríkja um áætlunina.

Erlent
Fréttamynd

Fjarlægðu næringarrör Schiavo

Læknar í Flórída í Bandaríkjunum hafa fjarlægt rör sem flytur næringu til heilaskaddaðrar konu, en málið hefur velkst í bandaríska dómskerfinu í heil sjö ár og vakið heimsathygli. Búist er við að Terri Schiavo, sem er 41 árs, deyi innan hálfs mánaðar ef ákvörðun dómstóla verður ekki umsnúið.

Erlent