Fréttir

Fréttamynd

Simpansar seigir í hlutabréfaleik

Mæðgurnar Trunta og Giggi geta ýmislegt fleira en að éta banana og liggja í leti. Þær eru í augnablikinu á meðal stigahæstu keppenda í risastórum hlutabréfaleik sem danska dagblaðið <em>Berlingske Tidende</em> stendur fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Ekki borgunarmaður skaðabóta

Hákon Eydal, sem í gær var dæmur fyrir morðið á Sri Rahmawati í fyrra, er ekki borgunarmaður fyrir skaðabótum til barnanna hennar og ríkissjóður ábyrgist aðeins lítinn hluta þeirra. Réttargæslumaður barna Sri telur tímabært að endurskoða lög um þetta.

Innlent
Fréttamynd

Samið við framhaldsskólakennara

Félag framhaldsskólakennara undirritaði í gær nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008. Í frétt á heimasíðu Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn sé gerður með sömu útfærslu og sömu launatöflu og samningurinn sem félög innan BHM gerðu á dögunum og var hann unninn samhliða þeirri samningsgerð.

Innlent
Fréttamynd

Ók á ljósastaur og slasaðist

Fólksbíl var ekið á ljósastaur um klukkan hálfníu í morgun á hringtorgi við Mosfellsbæ. Ökumaður var einn í bílnum. Hann var ekki í bílbelti og hentist í framrúðu bílsins. Hann var fluttur á slysadeild og er þar nú í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Íraksstríði mótmælt í miðborginni

Um fimm hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi núna klukkan tvö til þess mótmæla innrásinni í Írak og krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herafla sinn út úr landinu. Í dag eru tvö ár síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak og er þess minnst með mótmælum víða um heim.

Innlent
Fréttamynd

Flýta stækkun flugstöðvar

Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag að flýta stækkun og breytingum á norðurbyggingu flugstöðvarinnar í ljósi nýrrar spár um farþegafjölgun á næstu árum, en samkvæmt spá breska fyrirtækisins BAA er gert ráð fyrir að tvöfalt fleiri farþegar fari um flugstöðina árið 2015 en 2004, sem er 10 prósentum meira en BAA spáði 2001.

Innlent
Fréttamynd

Vill N-Kóreu að samningaborðinu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur stjórnvöld í Norður-Kóreu til þess að hefja aftur viðræður um kjarnorkuvopnaáætlun landsins, en Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í síðasta mánuði að þeir byggju yfir kjarnorkuvopnum um leið og þeir drógu sig út úr viðræðum sex ríkja um áætlunina.

Erlent
Fréttamynd

Fjarlægðu næringarrör Schiavo

Læknar í Flórída í Bandaríkjunum hafa fjarlægt rör sem flytur næringu til heilaskaddaðrar konu, en málið hefur velkst í bandaríska dómskerfinu í heil sjö ár og vakið heimsathygli. Búist er við að Terri Schiavo, sem er 41 árs, deyi innan hálfs mánaðar ef ákvörðun dómstóla verður ekki umsnúið.

Erlent
Fréttamynd

Vörubíll valt við Blönduós

Vörubíll með tengivagn á leið norður í land fór á hliðina við Sveinsstaði vestan við Blönduós í gærkvöld. Að sögn lögreglu virðist sem bóman á byggingakrana tengivagnsins hafi losnað og slegist við jörðina. Þar með dróst bíllinn á hliðina og valt síðan ásamt tengivagninum. Bílstjórinn var fluttur beinbrotinn og skorinn með sjúkrabíl til Akureyrar.

Innlent
Fréttamynd

Allra kvenna elst

"Mér líður ágætlega og spái lítið í að vera orðin elst Íslendinga. Það er ágætt að vera aldraður þegar maður er sæmilega frískur," segir Guðfinna Einarsdóttir, sem í dag er 108 ára og 46 daga og slær þar með Íslandsmet Halldóru heitinnar Bjarnadóttur sem varð 108 ára og 45 daga gömul.

Innlent
Fréttamynd

Brotlenti í Viktoríuvatni

Flutningavél á vegum Ethiopian Airlines endaði í Viktoríuvatni þegar reynt var að lenda henni á flugvelli í Úganda í morgun. Fimm manna áhöfn vélarinnar slasaðist alvarlega í slysinu. Flugvélin, sem var að gerðinni Boeing 707, hafði þurft að hætta við lendingu í fyrstu tilraun vegna mikillar rigningar og í annarri tilraun tókst flugmanninum ekki að stöðva vélina á flugbrautinni þannig að hún fór út af henni og út í vatnið og brotnaði þar í nokkra hluta.

Erlent
Fréttamynd

Byrjað á göngum eftir 18 mánuði

Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast eftir eitt og hálft ár. Þessi tíðindi færir samgönguráðherra Siglfirðingum á fundi sem hann boðar til um samgöngumál á Siglufirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bílsprengja sprakk í Beirút

Bílsprengja sprakk í hverfi kristinna í austurhluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í morgun og særði sex. Sprengjan reif í sundur jörðina og rústaði neðstu hæðum íbúðarblokkar þar sem svalir hrundu og gluggar splundruðust. Tugir bíla skemmdust í sprengingunni. Enginn hefur lýst tilræðinu á hendur sér.

Erlent
Fréttamynd

Klappað fyrir ráðherra vegna ganga

Klappað var á Siglufirði í dag þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lýsti því yfir að borun Héðinsfjarðarganga hæfist eftir sextán mánuði. Göngin eiga að vera tilbúin í lok árs 2009.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Japanar aflétti banni

Japönsk stjórnvöld neita að upplýsa Bandaríkjastjórn um hvenær þau hyggist aflétta innflutningsbanni á bandarísku nautakjöti. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þrýsti á Japansstjórn að aflétta banninum í viðræðum sem hún átti við utanríkisráðherra Japans í Tókýó í gær.

Erlent
Fréttamynd

Nýr meirihluti á Blönduósi

Sjálfstæðismenn og H-listi vinstri manna og óháðra á Blönduósi hafa myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórn en fyrri meirihluti H-lista og Á-lista, bæjarmálafélagsins Hnjúka, sprakk í vikunni. Valgarður Hilmarsson verður áfram forseti bæjarstjórnar og Jóna Fanney Friðriksdóttir áfram bæjarstjóri en nýr formaður bæjarráðs verður Ágúst Þór Bragason frá D-lista.

Innlent
Fréttamynd

Pútín í sáttaferð til Úkraínu

Vladímír Pútín Rússlandsforseti er í heimsókn í Úkraínu til að bæta samskiptin við nýkjörinn forseta landsins, Viktor Júsjenko. Stjórnvöld í Rússlandi stóðu með andstæðingi Júsjenkos í forsetakosningunum en þurftu að láta í minni pokann vegna almennra mótmæla gegn víðtæku kosningasvindli.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglumenn drepnir í jarðarför

Fjórir írakskir lögreglumenn létust og átta manns slösuðust í sprengjuárás í borginni Kirkuk í Norður-Írak í morgun. Fólkið var fylgja lögreglumanni sem lést í gær til grafar þegar sprengja sprakk við veginn sem það fór um.

Erlent
Fréttamynd

Brutust inn í villu Berlusconis

Um hundrað Sardiníubúar réðust inn í villu Silvios Berlusconis á eyjunni í dag til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um sjálfstæði Sardiníu. Fólkið komst að sundlauginni við glæsihúsið áður en lögreglu tókst að reka það út, en talsmaður hópsins segir innbrotið hafa verið pólitískan gjörning ætlaðan til að undirstrika yfirráðarétt íbúa Sardiníu yfir landi á eyjunni.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að draga úr spennu í Líbanon

Spenna magnast í Beirút í Líbanon. Bílsprengja sprakk þar í nótt og forseti landsins notaði tækifærið í morgun til að hvetja stjórn og stjórnarandstöðu til að ræða málin og ná samkomulagi sín á milli áður en allt fer úr böndunum.

Erlent
Fréttamynd

Handahófskennd vinnubrögð

Ríkisborgararéttur skákmeistarans Bobby Fischers verður tekinn til umræðu á Alþingi eftir helgina og má búast við að hann verði afgreiddur á mánudagskvöld. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, ætlar að vera á þingpöllunum. Ragnar Aðalsteinsson telur vinnubrögð Alþingis handahófskennd.

Innlent
Fréttamynd

Stórslysaæfing læknanema

Tæplega hundrað manns tóku þátt í stórslysaæfingu Hjálparsveita og læknanema úr Háskóla Íslands sem fram fór á Malarhöfða í Reykjavík í gær. Sett var á svið neyðarástand sem átti að hafa skapast í kjölfar jarðskjálfta. Fyrsta árs nemar fengu það hlutverk að leika sjúklingana og voru því meðal annars ataðir kindablóði. Sá sem skilaði hlutverki sínu best fékk svo páskaegg í verðlaun og að sögn Davíðs Þórs Þorsteinssonar sem situr í kennslu- og fræðslunefnd læknanema var leikur þess besta nokkuð sannfærandi ef frá er talinn púls og blóðþrýstingur. </font />

Innlent
Fréttamynd

Byrjað á göngum í júlí að ári

Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast í júlímánuði árið 2006 og verða göngin tilbúin fyrir árslok 2009. Þetta kom fram í ræðu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á fundi á Siglufirði sem nú stendur yfir. Fyrir þingkosningarnar vorið 2003 höfðu stjórnvöld lýst því yfir að borun Héðinsfjarðaganga hæfist haustið 2004 og var verkið boðið út vorið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Vopnið fjörugt ímyndunarafl

Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir frammistöðu tollvarða sem handtóku 64 ára gamla konu með 800 grömm af kókaíni í hárkollu þann 12. mars vera framúrskarandi og á heimsmælikvarða.

Innlent
Fréttamynd

Vilja hermenn frá Írak

Tugir þúsunda gengu um götur Lundúnaborgar í dag til að mótmæla innrásinni í Írak og krefjast þess að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kallaði breska hermenn heim frá landinu. Fólkið gekk frá Hyde Park og fram hjá bandaríska sendiráðinu en lauk ferð sinni á Trafalgar-torgi.

Erlent
Fréttamynd

Áfram einungis karlar í stjórn

Fimm karlar voru endurkjörnir í stjórn Sparisjóðabankans á dögunum. Eina konan sem var í framboði komst ekki að þrátt fyrir áskoranir ráðherra um að reyna að jafna kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjaldeyristekjur verði tífaldaðar

Samtök upplýsingatæknifyrirtækja hafa gert viðskipta- og iðnaðarráðherra tilboð um að auka gjaldeyristekjur Íslendinga úr fjórum í 40 milljarða fyrir árslok 2010. Þetta vilja þau gera í samstarfi við stjórnvöld.

Innlent
Fréttamynd

Segja mjólkurdrykkju auka vöxt

Börn sem drekka mikla mjólk verða að öllum líkindum hávaxnari en þau börn sem fara varlega í mjólkurdrykkju. Rannsóknir á kúamjólk við danska dýralækna- og landbúnaðarháskólann gefa vísbendingar um þetta. Niðurstöðurnar sýna að kúamjólkin hefur enn meiri áhrif á vöxt kálfa en áður var talið og framhaldsrannsóknir sýndu að hið sama gilti um börn.

Erlent
Fréttamynd

Hatrammar deilur um líknardráp

Skoðanamunur Bandaríkjamanna á líknardrápi endurspeglast í hatrömmum deilum aðstandanda heilaskaddaðrar bandarískrar konu. Málið hefur vakið heimsathygli en deilurnar snúast um það hvort halda eigi lífi í konunni eða leyfa henni að deyja.

Erlent