Erlent

Vill að Japanar aflétti banni

Japönsk stjórnvöld neita að upplýsa Bandaríkjastjórn um hvenær þau hyggist aflétta innflutningsbanni á bandarísku nautakjöti. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þrýsti á Japansstjórn að aflétta banninum í viðræðum sem hún átti við utanríkisráðherra Japans í Tókýó í gær. Bannið var sett á síðla árs 2003 eftir að fyrsta tilfelli af kúariðu varð vart í bandarísku nautakjöti. Bandaríkjamenn tapa meira en milljarði bandaríkjadala á ári vegna bannsins. Utanríkisráðherra Japans, Nobutaka Machimura, segist skilja áhyggjur Bandaríkjamanna en að meiri tíma sé þörf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×