Innlent

Flýta stækkun flugstöðvar

Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag að flýta stækkun og breytingum á norðurbyggingu flugstöðvarinnar í ljósi nýrrar spár um farþegafjölgun á næstu árum, en samkvæmt spá breska fyrirtækisins BAA er gert ráð fyrir að tvöfalt fleiri farþegar fari um flugstöðina árið 2015 en 2004, sem er 10 prósentum meira en BAA spáði 2001. Gert er ráð fyrir fjárfestingum upp á allt að 4,5 milljarða króna á næstu tveimur árum og verður norðurbyggingin stækkuð til suðurs um sex til sjö þúsund fermetra til þess meðal annars að auka við brottfararsvæði og rými fríhafnarverslunar, eins og segir í frétt á heimasíðu flugstöðvarinnar. Framkvæmdinni á að ljúka fyrir lok næsta árs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×