Erlent

Pútín í sáttaferð til Úkraínu

Vladímír Pútín Rússlandsforseti er í heimsókn í Úkraínu til að bæta samskiptin við nýkjörinn forseta landsins, Viktor Júsjenko. Stjórnvöld í Rússlandi stóðu með andstæðingi Júsjenkos í forsetakosningunum en þurftu að láta í minni pokann vegna almennra mótmæla gegn víðtæku kosningasvindli. Rússland og Úkraína eru á andstæðum pólitískum pólum um þessar mundir en þau eiga hins vegar í mikilvægum viðskiptum og ráðamönnum er því í mun að halda samskiptunum í lagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×