Fréttir Ráðningin verði endurskoðuð Alþjóðasamtök blaðamanna hafa lýst yfir fullum stuðningi við fréttamenn á fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hafa hótað aðgerðum ef ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar, nýráðins fréttastjóra, verður ekki dregin til baka. Samtökin skora á stjórnendur Ríkisútvarpsins að endurskoða ráðninguna. Innlent 26.3.2005 00:01 Lóðin a.m.k. fimm milljarða virði Lóðin í Öskjuhlíð sem Reykjavíkurborg hefur boðið Háskólanum í Reykjavík er að minnsta kosti fimm milljarða króna virði. 20-30 þúsund manns gætu starfað í Vatnsmýrinni á næstu árum þegar nýtt þekkingarþorp verður að veruleika. Innlent 13.10.2005 18:58 Þyrlan sótti slasaðan mann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ungan mann sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af svokölluðu átthjóli við Gufuskála, nærri Ólafsvík, um sexleytið í kvöld. Fimm önnur ungmenni voru farþegar á hjólinu og slösuðust þau minna. Innlent 13.10.2005 18:58 Nokkur tonn sprengiefna haldlögð 131 meintur skæruliði var handtekinn í skyndiárás bandarískra og írakskra hermanna nærri borginni Kerbala í dag. Lagt var hald á gríðarlegt magn sprengiefnis og tækja og tóla til sprengjugerðar og að sögn yfirmanns innan bandaríkjahers er um að ræða nokkur tonn af sprengiefni. Erlent 13.10.2005 18:58 Vorfæri í Hlíðarfjalli Opið er í Hlíðarfjalli til klukkan fjögur. Nú er vorfæri og skíðamenn beðnir að fara varlega vegna þess að grunnt er á grjótið utan hefðbundinna skíðaleiða. Innlent 13.10.2005 18:57 Bjargað af þaki Péturskirkjunnar Karlmaður fór út á þak Péturskirkjunnar í Páfagarði í dag og hótaði að stökkva fram af. Heimildir herma að hann hafi sagst ekki láta verða af því ef Jóhannes Páll páfi myndi setja á laggirnar happadrætti til styrktar munaðarlausum börnum. Erlent 13.10.2005 18:58 Páskafrí grunnskólanna ekki stytt Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Innlent 13.10.2005 18:58 Heilsa Rainiers fursta versnar enn Heilsu Rainiers fursta af Mónakó hefur enn farið hrakandi í dag. Jóhannes Páll páfi, sem sjálfur hefur ekki varið varhluta af heilsubresti undanfarin misseri, er á meðal þeirra sem sent hafa furstanum baráttukveðjur í dag. Erlent 13.10.2005 18:58 Foreldrar Schiavo áfrýja ekki Foreldrar Terri Schiavo, sem legið hefur heilasködduð í hálfgerðu dái í 15 ár, munu ekki áfrýja niðurstöðu dómara um að taka slöngu sem gefur henni næringu úr sambandi. Schiavo hefur nú verið án næringar í nokkra daga og henni hrakar sífellt. Erlent 13.10.2005 18:58 Trúnaðarpappírar á víðavangi Skjalamöppur með nöfnum fólks sem hefur átt í útistöðum vegna meðlagsmála, faðernismála, skilnaðarmála og forsjármála lágu fyrir hunda og manna fótum á bak við hús Sýslumannsins í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:58 Fann18 ára gamalt flöskuskeyti Grænlenskt fótboltalið sendi flöskuskeyti frá suðurodda Grænlands fyrir átján árum. Kveðjan barst lítilli stúlku úr Kópavogi á skírdag sem fann flöskuna í fjörunni við Straumsvík. Innlent 13.10.2005 18:58 Þrír mánuðir frá hamförunum Í dag eru þrír mánuðir liðnir frá því flóðbylgjan reið yfir í Suðaustur-Asíu og banaði 280 þúsund manns. Fjórum sinnum fleiri konur en karlar létust í þeim ellefu löndum sem hún skall yfir. Til dæmis voru konur 80 prósent þeirra sem létust í þorpi í Ache-héraði sem verst varð úti í hörmungunum. Erlent 13.10.2005 18:57 Fischer fór mikinn um gyðinga Bobby Fischer fór mikinn um gyðinga á blaðamannafundinum í gær. Framkvæmdastjóri og lögfræðingur Alþjóðahúss segja það stefnu hússins að tjá sig ekkert um Fischer að svo stöddu. Innlent 13.10.2005 18:58 Ummæli Fischers verði rannsökuð Íslenskur fornleifafræðingur í Danmörku hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Bobbys Fischers um gyðinga. Ríkislögreglustjórinn og allsherjarnefnd hafa einnig fengið erindi frá honum vegna málsins. Innlent 13.10.2005 18:58 Margmenni í miðbænum Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Reykjavík þótt margt fólk hafi verið í miðbænum fram eftir morgni. Margir skemmtistaðir og krár voru opnaðar á miðnætti og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík var sem betur fer lítið fyrir lögreglumenn að gera þótt töluverður mannfjöldi hafi verið þar samankominn. Innlent 13.10.2005 18:57 Eldur í mannlausri sendibifreið Eldur kviknaði í mannlausri sendibifreið í Reykjanesbæ í nótt. Slökkvilið brunavarna Suðurnesja var kallað á staðinn og slökkti eldinn um hálfsex leytið í morgun. Bifreiðin skemmdist mikið og er jafnvel talin ónýt. Ekki er vitað um upptök eldsins og er málið í rannsókn lögreglunnar í Keflavík. Innlent 13.10.2005 18:57 Íslendingar algerlega skákóðir Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir. Innlent 13.10.2005 18:57 Opið á skíðasvæðum fyrir norðan Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er opið í dag til klukkan fimm. Þar er átta stiga hiti, logn og léttskýjað. Einnig er opið í Tindastóli ofan Sauðárkróks en lokað er í Bláfjöllum og Skálafelli. Innlent 13.10.2005 18:57 Undrast ákvörðun Kópavogsbæjar Forsvarsmenn íbúa Hjallahverfis í Kópavogi hafa í bréfi óskað eftir því að bæjaryfirvöld skoði skipulag Dalvegar í heild sinni. Innlent 13.10.2005 18:57 Krossfestir líkt og Kristur Kristnir menn víða um heim minntust þjáningar Krists í dag og píslargöngu á Föstudaginn langa. Á Filippseyjum fengu spilltir og latir lögreglumenn tækifæri til aflausnar með því að endurleika píslargönguna og ellefu menn létu krossfesta sig. Erlent 13.10.2005 18:57 Stjórvöld stjórna mannréttindum Mannréttindaskrifstofa Íslands fær skilyrt styrktarfé að upphæð 2,2 milljónir króna frá dómsmálaráðuneytinu. Er það eina féð sem stjórnvöld hafa tryggt skrifstofunni einni sem áður var á fjárlögum. Innlent 13.10.2005 18:57 Hóta hryðjuverkum í Frakklandi Bréf þar sem hótað er hryðjuverkum hafa borist Jacques Chirac, forseta Frakklands, og innanríkisráðuneyti landsins. Að sögn franskra yfirvalda vou bréfin send í gær og er þar farið fram á peningagreiðslu; að öðrum kosti muni eitthvað miður ánægjulegt eiga sér stað í maímánuði. Erlent 13.10.2005 18:57 Vilja starfa með nýrri stjórn Stjórnvöld í Rússlandi segjast reiðubúin að starfa með nýrri stjórn í Kirgistan og jafnframt að fyrrverandi forseti landsins gæti fengið hæli í Rússlandi. Erlent 13.10.2005 18:57 Stórskothríð á veiðihús Þrír menn um tvítugt úr Grindavík brutu tuttugu rúður í veiðiskála og salerni sem stendur í útihýsi við Djúpavatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga. Innlent 13.10.2005 18:57 Blóðbaðið heldur áfram Að minnsta kosti fjórtán eru látnir og tuttugu eru særðir eftir tvær sjálfmorðsárásir í Írak í dag. Ellefu hinna látnu voru sérsveitarmenn innan íröksku lögreglunnar sem létust þegar maður sprengdi sig í loft upp við eftirlitsstöð í borginni Ramadí. Þrír hinna særðu eru óbreyttir borgarar. Erlent 13.10.2005 18:57 Fischer bjartsýnn á framtíð sína Bobby Fischer segist bjartsýnn á framtíð sína á Íslandi, þótt hann sé lítið farinn að skipuleggja hana. Hann segist engan áhuga hafa á venjulegri skák lengur. Fischer kom víða við á blaðamannafundi í dag. Innlent 13.10.2005 18:57 Af hverju þessi áhugi á Fischer? Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. Innlent 13.10.2005 18:57 Niðurstöður í haust "Erfitt er að segja til um hvenær rannsókn lýkur en við erum aðeins byrjaðir að sjá fyrir endann og niðurstöður gætu legið fyrir með haustinu," segir Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, um rannsóknina á olíumálinu svokallaða. Innlent 13.10.2005 18:57 Stýrði ekki atburðarásinni Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarásinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Innlent 13.10.2005 18:57 Segja Stöð 2 hafa rænt Fischer Stuðningnefnd gagnrýnir framgöngu Páls Magnússonar fréttastjóra Stöðvar 2 við komu Bobby Fischers. Þeir telja hann hafa reynt að stýra atburðarrásinni og nánast rænt Bobby Fischer um stundarsakir. Innlent 13.10.2005 18:57 « ‹ ›
Ráðningin verði endurskoðuð Alþjóðasamtök blaðamanna hafa lýst yfir fullum stuðningi við fréttamenn á fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hafa hótað aðgerðum ef ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar, nýráðins fréttastjóra, verður ekki dregin til baka. Samtökin skora á stjórnendur Ríkisútvarpsins að endurskoða ráðninguna. Innlent 26.3.2005 00:01
Lóðin a.m.k. fimm milljarða virði Lóðin í Öskjuhlíð sem Reykjavíkurborg hefur boðið Háskólanum í Reykjavík er að minnsta kosti fimm milljarða króna virði. 20-30 þúsund manns gætu starfað í Vatnsmýrinni á næstu árum þegar nýtt þekkingarþorp verður að veruleika. Innlent 13.10.2005 18:58
Þyrlan sótti slasaðan mann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ungan mann sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af svokölluðu átthjóli við Gufuskála, nærri Ólafsvík, um sexleytið í kvöld. Fimm önnur ungmenni voru farþegar á hjólinu og slösuðust þau minna. Innlent 13.10.2005 18:58
Nokkur tonn sprengiefna haldlögð 131 meintur skæruliði var handtekinn í skyndiárás bandarískra og írakskra hermanna nærri borginni Kerbala í dag. Lagt var hald á gríðarlegt magn sprengiefnis og tækja og tóla til sprengjugerðar og að sögn yfirmanns innan bandaríkjahers er um að ræða nokkur tonn af sprengiefni. Erlent 13.10.2005 18:58
Vorfæri í Hlíðarfjalli Opið er í Hlíðarfjalli til klukkan fjögur. Nú er vorfæri og skíðamenn beðnir að fara varlega vegna þess að grunnt er á grjótið utan hefðbundinna skíðaleiða. Innlent 13.10.2005 18:57
Bjargað af þaki Péturskirkjunnar Karlmaður fór út á þak Péturskirkjunnar í Páfagarði í dag og hótaði að stökkva fram af. Heimildir herma að hann hafi sagst ekki láta verða af því ef Jóhannes Páll páfi myndi setja á laggirnar happadrætti til styrktar munaðarlausum börnum. Erlent 13.10.2005 18:58
Páskafrí grunnskólanna ekki stytt Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Innlent 13.10.2005 18:58
Heilsa Rainiers fursta versnar enn Heilsu Rainiers fursta af Mónakó hefur enn farið hrakandi í dag. Jóhannes Páll páfi, sem sjálfur hefur ekki varið varhluta af heilsubresti undanfarin misseri, er á meðal þeirra sem sent hafa furstanum baráttukveðjur í dag. Erlent 13.10.2005 18:58
Foreldrar Schiavo áfrýja ekki Foreldrar Terri Schiavo, sem legið hefur heilasködduð í hálfgerðu dái í 15 ár, munu ekki áfrýja niðurstöðu dómara um að taka slöngu sem gefur henni næringu úr sambandi. Schiavo hefur nú verið án næringar í nokkra daga og henni hrakar sífellt. Erlent 13.10.2005 18:58
Trúnaðarpappírar á víðavangi Skjalamöppur með nöfnum fólks sem hefur átt í útistöðum vegna meðlagsmála, faðernismála, skilnaðarmála og forsjármála lágu fyrir hunda og manna fótum á bak við hús Sýslumannsins í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:58
Fann18 ára gamalt flöskuskeyti Grænlenskt fótboltalið sendi flöskuskeyti frá suðurodda Grænlands fyrir átján árum. Kveðjan barst lítilli stúlku úr Kópavogi á skírdag sem fann flöskuna í fjörunni við Straumsvík. Innlent 13.10.2005 18:58
Þrír mánuðir frá hamförunum Í dag eru þrír mánuðir liðnir frá því flóðbylgjan reið yfir í Suðaustur-Asíu og banaði 280 þúsund manns. Fjórum sinnum fleiri konur en karlar létust í þeim ellefu löndum sem hún skall yfir. Til dæmis voru konur 80 prósent þeirra sem létust í þorpi í Ache-héraði sem verst varð úti í hörmungunum. Erlent 13.10.2005 18:57
Fischer fór mikinn um gyðinga Bobby Fischer fór mikinn um gyðinga á blaðamannafundinum í gær. Framkvæmdastjóri og lögfræðingur Alþjóðahúss segja það stefnu hússins að tjá sig ekkert um Fischer að svo stöddu. Innlent 13.10.2005 18:58
Ummæli Fischers verði rannsökuð Íslenskur fornleifafræðingur í Danmörku hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Bobbys Fischers um gyðinga. Ríkislögreglustjórinn og allsherjarnefnd hafa einnig fengið erindi frá honum vegna málsins. Innlent 13.10.2005 18:58
Margmenni í miðbænum Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Reykjavík þótt margt fólk hafi verið í miðbænum fram eftir morgni. Margir skemmtistaðir og krár voru opnaðar á miðnætti og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík var sem betur fer lítið fyrir lögreglumenn að gera þótt töluverður mannfjöldi hafi verið þar samankominn. Innlent 13.10.2005 18:57
Eldur í mannlausri sendibifreið Eldur kviknaði í mannlausri sendibifreið í Reykjanesbæ í nótt. Slökkvilið brunavarna Suðurnesja var kallað á staðinn og slökkti eldinn um hálfsex leytið í morgun. Bifreiðin skemmdist mikið og er jafnvel talin ónýt. Ekki er vitað um upptök eldsins og er málið í rannsókn lögreglunnar í Keflavík. Innlent 13.10.2005 18:57
Íslendingar algerlega skákóðir Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir. Innlent 13.10.2005 18:57
Opið á skíðasvæðum fyrir norðan Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er opið í dag til klukkan fimm. Þar er átta stiga hiti, logn og léttskýjað. Einnig er opið í Tindastóli ofan Sauðárkróks en lokað er í Bláfjöllum og Skálafelli. Innlent 13.10.2005 18:57
Undrast ákvörðun Kópavogsbæjar Forsvarsmenn íbúa Hjallahverfis í Kópavogi hafa í bréfi óskað eftir því að bæjaryfirvöld skoði skipulag Dalvegar í heild sinni. Innlent 13.10.2005 18:57
Krossfestir líkt og Kristur Kristnir menn víða um heim minntust þjáningar Krists í dag og píslargöngu á Föstudaginn langa. Á Filippseyjum fengu spilltir og latir lögreglumenn tækifæri til aflausnar með því að endurleika píslargönguna og ellefu menn létu krossfesta sig. Erlent 13.10.2005 18:57
Stjórvöld stjórna mannréttindum Mannréttindaskrifstofa Íslands fær skilyrt styrktarfé að upphæð 2,2 milljónir króna frá dómsmálaráðuneytinu. Er það eina féð sem stjórnvöld hafa tryggt skrifstofunni einni sem áður var á fjárlögum. Innlent 13.10.2005 18:57
Hóta hryðjuverkum í Frakklandi Bréf þar sem hótað er hryðjuverkum hafa borist Jacques Chirac, forseta Frakklands, og innanríkisráðuneyti landsins. Að sögn franskra yfirvalda vou bréfin send í gær og er þar farið fram á peningagreiðslu; að öðrum kosti muni eitthvað miður ánægjulegt eiga sér stað í maímánuði. Erlent 13.10.2005 18:57
Vilja starfa með nýrri stjórn Stjórnvöld í Rússlandi segjast reiðubúin að starfa með nýrri stjórn í Kirgistan og jafnframt að fyrrverandi forseti landsins gæti fengið hæli í Rússlandi. Erlent 13.10.2005 18:57
Stórskothríð á veiðihús Þrír menn um tvítugt úr Grindavík brutu tuttugu rúður í veiðiskála og salerni sem stendur í útihýsi við Djúpavatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga. Innlent 13.10.2005 18:57
Blóðbaðið heldur áfram Að minnsta kosti fjórtán eru látnir og tuttugu eru særðir eftir tvær sjálfmorðsárásir í Írak í dag. Ellefu hinna látnu voru sérsveitarmenn innan íröksku lögreglunnar sem létust þegar maður sprengdi sig í loft upp við eftirlitsstöð í borginni Ramadí. Þrír hinna særðu eru óbreyttir borgarar. Erlent 13.10.2005 18:57
Fischer bjartsýnn á framtíð sína Bobby Fischer segist bjartsýnn á framtíð sína á Íslandi, þótt hann sé lítið farinn að skipuleggja hana. Hann segist engan áhuga hafa á venjulegri skák lengur. Fischer kom víða við á blaðamannafundi í dag. Innlent 13.10.2005 18:57
Af hverju þessi áhugi á Fischer? Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. Innlent 13.10.2005 18:57
Niðurstöður í haust "Erfitt er að segja til um hvenær rannsókn lýkur en við erum aðeins byrjaðir að sjá fyrir endann og niðurstöður gætu legið fyrir með haustinu," segir Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, um rannsóknina á olíumálinu svokallaða. Innlent 13.10.2005 18:57
Stýrði ekki atburðarásinni Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarásinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Innlent 13.10.2005 18:57
Segja Stöð 2 hafa rænt Fischer Stuðningnefnd gagnrýnir framgöngu Páls Magnússonar fréttastjóra Stöðvar 2 við komu Bobby Fischers. Þeir telja hann hafa reynt að stýra atburðarrásinni og nánast rænt Bobby Fischer um stundarsakir. Innlent 13.10.2005 18:57