Innlent

Vorfæri í Hlíðarfjalli

Opið er í Hlíðarfjalli til klukkan fjögur. Nú er vorfæri og skíðamenn beðnir að fara varlega vegna þess að grunnt er á grjótið utan hefðbundinna skíðaleiða. Stomplyftan er opin til suðurs og niður Suðurbakka. Hjalteyrarleiðin er opin til norðurs og er gott rennsli alveg niður í Fjarkann. Lokað er í Bláfjöllum og Skálafelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×