Innlent

Eldur í mannlausri sendibifreið

MYND/Vísir
Eldur kviknaði í mannlausri sendibifreið í Reykjanesbæ í nótt. Slökkvilið brunavarna Suðurnesja var kallað á staðinn og slökkti eldinn um hálfsex leytið í morgun. Bifreiðin skemmdist mikið og er jafnvel talin ónýt. Ekki er vitað um upptök eldsins og er málið í rannsókn lögreglunnar í Keflavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×