Fréttir

Fréttamynd

Stór fiskur í lítilli tjörn

Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions undirbýr nú skráningu í Kauphöll Íslands, fyrst erlendra fyrirtækja. Valið stóð á milli íslenska markaðarins og þess breska og fannst stjórnendum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eiður fyrirmynd erlendra leikmanna

Eiður Smári Guðjohnsen hefur sýnt öðrum erlendum leikmönnum hvernig þeir eiga að laga sig að ensku knattspyrnunni, segir breska blaðið <em>The Sun</em> í umfjöllun um lið hans, Chelsea, sem varð enskur meistari um helgina. Blaðið gefur Eiði 9 í einkunn fyrir keppnistímabilið.

Innlent
Fréttamynd

Danir ákærðir fyrir pyntingar

Fjórir herlögreglumenn og einn höfuðsmaður í danska hernum voru í dag leiddir fyrir rétt í Kaupmannahöfn en þeir eru ákærðir fyrir að hafa beitt írakska fanga harðræði. Sakborningarnir halda allir fram sakleysi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskukennsla skert um 33%?

Samtök móðurmálskennara mótmæla harðlega fyrirhugaðri skerðingu íslenskunáms í framhaldsskólum. Þau segja að ef áformin um styttingu námstíma til stúdentsprófs nái fram að ganga hafi kennsla í íslensku verið skert um 33% á innan við tíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja taka við af Blair

Tveir menn vilja flytja föggur sínar inn í Downing-stræti 10 eftir kosningarnar, Michael Howard Íhaldsflokki og Skotinn Charles Kennedy, frjálslyndum demókrötum.

Erlent
Fréttamynd

Þrettán ára í forsvari

Lögreglan á Selfossi gerði húsleit í Hveragerði um síðustu helgi vegna gruns um að fíkniefnaneysla væri þar viðhöfð og reyndist sú raunin. Eigandi hússins var þó hvergi sjáanlegur en í hans stað hafði 13 ára drengur lyklavöldin og umboð húseigandans meðan hann hafði brugðið sér til mánaðar vinnudvalar.

Innlent
Fréttamynd

Kjarnorkuráðstefna í uppnámi

Ráðstefna utanríkisráðherra aðildarlanda NPT-sáttmálans um kjarnorkuafvopnun sigldi eiginlega í strand áður en hún hófst. Deilt er um hvort sé mikilvægara: að koma í veg fyrir að fleiri ríki eignist kjarnavopn eða að fækka þeim vopnum sem til eru.

Erlent
Fréttamynd

Enn eitt mannránið

Enn einum útlendingnum hefur verið rænt í Írak en í gær birtu uppreisnarmenn myndband af áströlskum verkfræðingi sem þeir hafa í haldi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ríkisstofnanir til Akureyrar

KEA er tilbúið að greiða hundruð milljóna króna vegna flutnings opinberra starfa frá höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar. Fiskistofa, Hafrannsóknastofnunin, Íslenskar orkurannsóknir og Hagstofan eru stofnanir sem Akureyringar renna hýru auga til.

Innlent
Fréttamynd

Hjólað í vinnuna

Hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna hófst formlega í gær með morgunverði í Húsdýragarðinum. Þar fluttu Ellert B. Schram forseti ÍSÍ, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri ávörp ásamt fleirum.

Innlent
Fréttamynd

Koizumi órólegur vegna Kína

Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að róa Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, en hann hefur varað eindregið við að vopnasölubanni sambandsins til Kína verði aflétt.

Erlent
Fréttamynd

Blendin ánægja Verkamannaflokksins

Verkamannaflokkurinn virðist vera að auka forskot sitt ef marka má skoðanakannanir. Þetta veldur forystu flokksins áhyggjum því þeir óttast að forskotið geri stuðningsmenn sína svo værukæra að þeir sitji heima á fimmtudaginn þegar gengið verður til kosninga.

Erlent
Fréttamynd

Olíufélögin borga 1,5 milljarða

Stóru olíufélögin þrjú þurfa í dag að greiða ríkissjóði samanlagt einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólögmætt verðsamráð við sölu á bensíni og olíu hér á landi um árabil, þótt þau ætli að áfrýja málum sínum til dómstóla.

Innlent
Fréttamynd

Fangauppreisn í Tyrklandi

Fangar í hámarksöryggisfangelsi í Istanbúl í Tyrklandi gerðu uppreisn í dag og kveiktu m.a. í rúmum sínum og teppum. Föngunum tókst að ná yfirráðum yfir nokkrum göngum fangelsisins og hentu brennandi teppum á víð og dreif um gangana.

Erlent
Fréttamynd

Hald lagt á íslenska fána

Lögreglan í Reykjanesbæ dró niður og lagði hald á þrjá íslenska fána sem blöktu við hún í Sandgerði í nótt. Samkvæmt fánalögum má íslenski fáninn ekki vera uppi eftir sólarlag en sólarlag var rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Heimsmet í notkun barnageðlyfs

Notkun lyfja við ofvirkni og athyglisbresti barna og unglinga hefur margfaldast á örfáum árum. Heilbrigðisráðherra tók undir áhyggjur þingmanns á Alþingi í gær. Landlæknir segir lyfjameðferð hjálpa í 75 prósentum tilvika.

Innlent
Fréttamynd

Ný prófessorsstaða á Bifröst

Í tilefni af því að 120 ár eru liðin frá fæðingu Jónasar frá Hriflu hafa Framsóknarflokkurinn og Viðskiptaháskólinn á Bifröst undirritað viljayfirlýsingu um stofnun prófessorsstöðu í samvinnufræðum sem kennd verður við Jónas.

Innlent
Fréttamynd

Notkun lyfsins hvergi meiri

Umtalsverð aukning hefur orðið á notkun lyfsins methylphenidats við athyglisbresti með ofvirkni á undanförnum árum hér á landi og enn meiri aukning á kostnaði, samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins. Notkun lyfsins var hvergi meiri en á Íslandi árið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Frestur olíufélaganna úti

Samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofnunar áttu olíufélögin að greiða sekt upp á rúmlega einn og hálfan milljarð vegna ólöglegs verðsamráðs. Í gær rann svo út fresturinn sem þau höfðu til að standa skil á sínum greiðslum.

Innlent
Fréttamynd

Mannfall við Vesturbakkann

Ísraelskur hermaður og palestínskur uppreisnarmaður létust í skotbardögum við Vesturbakkann í morgun. Að sögn fréttastofu Al-Jazeera brutust átökin út í kjölfar þess að ísraelskir hermenn réðust inn í þorp nærri borginni Tulkarem í morgun á herjeppum og þyrlum.

Erlent
Fréttamynd

Atvinnugrein verður til

Eyfirðingar hafa náð ágætum árangri í kræklingarækt og gangi áætlanir eftir telja forsvarsmenn Norðurskeljar að ný stóriðja gæti orðið að veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Sjónvarpsgláp eykur vitsmunaþroska

Sjónvarpsgláp eykur vitsmunaþroska barna samkvæmt nýrri bók sem kemur út í Bandaríkjunum á næstunni. Höfundur bókarinnar kemst að þeirri niðurstöðu að flest það sem tilheyrir nútímamenningunni, s.s. tölvuleikir, sjónvarpsgláp og myndsímar, eigi sinn þátt í því að greindarvísitala ungs fólks hafi hækkað í vestrænum ríkjum.

Erlent
Fréttamynd

28 látnir og 70 særðir

Að minnsta kosti 28 létust í sprengingu í vopnageymslu í Afganistan í morgun, þar á meðal konur og börn. Auk hinna látnu særðust 70 manns hið minnsta í sprengingunni.

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin tapar meirihlutanum

Ríkisstjórnin heldur ekki meirihluta sínum í nýjustu skoðanakönnun Gallups en Samfylkingin vinnur á. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 37 prósenta fylgi og tapar einu prósentustigi frá fyrra mánuði. Framsóknarflokkur mælist með tíu prósent og tapar tveimur prósentustigum.

Innlent
Fréttamynd

Brottflutningur hefjist í desember

Yfirmenn Bandaríkjahers stefna að því að hefja brottfluttning frá Írak strax í kjölfar þingkosninga í landinu í desember á þessu ári. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu sem breska dagblaðið <em>Daily Telegraph</em> hefur komist yfir.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir fallnir í morgun

Að minnsta kosti fjórir hafa fallið í valinn og átta eru særðir eftir tvær sprengjuárásir í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sú fyrri beindist að bílalest írakskra hermanna en sú síðari sprakk í fjölfarinni götu í miðbænum og skemmdi íbúðarbyggingu og sex bíla.

Erlent
Fréttamynd

Ryður brautina fyrir önnur félög

Breska kvenfataverslanakeðjan Mosaic Fashion undirbýr skráningu í Kauphöll Íslands í kjölfar hlutafjárútboðs fyrir 4,8 milljarða króna. Með skráningunni verður Mosaic fyrsta erlenda félagið sem skráð er í Kauphöll Íslands og segir forstjóri Kauphallarinnar það geta rutt brautina fyrir önnur erlend félög.

Innlent
Fréttamynd

Á veiðum við lögsögulínuna

Um það bil fjörutíu togarar voru á karfaveiðum á Reykjaneshrygg þegar Landhelgisgæslan flaug þangað eftirlitsflug á föstudag en vertíðin er nýhafin. Erlendu skipin voru frá mörgum þjóðum og voru yfirleitt að veiðum alveg á 200 mílna lögsögulínunni og mátti engu muna að þau væru landhelgisbrjótar.

Innlent
Fréttamynd

Togara rak úti á ballarhafi

Togarann Wisbaden rak stjórnlaus úti á ballarhafi í fjórtán klukkutíma í fyrrinótt og í gær eftir að eldur hafði komið upp í rafmagnstöflu.

Innlent
Fréttamynd

Margar vilja gefa egg

Viðtal á Stöð 2 við Önnu Sigríði Þorvaldsdóttur um skort á eggjum til glasafrjóvgunar hefur vakið sterk viðbrögð. Margar konur hafa haft samband við Önnu og hefur henni sjálfri verið boðið gjafaegg.

Innlent