Innlent

Hjólað í vinnuna

Hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna hófst formlega í gær með morgunverði í Húsdýragarðinum. Þar fluttu Ellert B. Schram forseti ÍSÍ, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri ávörp ásamt fleirum. Fleiri en 240 vinnustaðir hafa skráð yfir 330 lið til þátttöku þetta árið og þegar á fyrsta degi höfðu þátttakendur lagt að baki yfir 35.000 kílómetra sem jafngildir meira en 25 hringjum umhverfis landið. Átakið er á vegum Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ), stendur til 13. maí og geta áhugasamir fylgst með gangi mála á vefsíðu íþróttasambandsins, www.isisport.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×