Innlent

Margar vilja gefa egg

Viðtal á Stöð 2 við Önnu Sigríði Þorvaldsdóttur um skort á eggjum til glasafrjóvgunar hefur vakið sterk viðbrögð. Margar konur hafa haft samband við Önnu og hefur henni sjálfri verið boðið gjafaegg. Anna Sigríður, sem er 27 ára og getur ekki orðið þunguð nema með gjafaeggi, ákvað að stíga fram og ræða þann vanda sem blasir við konum sem ekki geta eignast barn með eðlilegum hætti. Hún taldi brýnt að koma af stað umræðu um málið en samkvæmt upplýsingum frá tæknifrjóvgunarstofunni Art Medica þurfa árlega um 40 konur á gjafaeggi að halda. Í síðustu viku var rætt við Önnu Sigríði bæði í Vikunni og á Stöð 2 og hafa viðbrögðin við viðtölunum verið sterk. Hún segist hafa fengið símtöl frá mörgum konum sem bæði vilji gefa henni egg og þakka henni fyrir að vekja máls á þessu. Hún hefur bent öllum sem vilja gefa egg á að hafa samband við Art Medica því Anna kveðst ekki vilja taka við eggi fyrir sjálfa sig heldur vinna á biðlistum tæknifrjóvgunarstofunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×