Innlent

Ný prófessorsstaða á Bifröst

Í tilefni af því að 120 ár eru liðin frá fæðingu Jónasar frá Hriflu hafa Framsóknarflokkurinn og Viðskiptaháskólinn á Bifröst undirritað viljayfirlýsingu um stofnun prófessorsstöðu í samvinnufræðum sem kennd verður við Jónas. Að sögn Runólfs Ágústssonar rektors þá hvíla samvinnufræðin á gömlum merg en hafa þó rutt sér til rúms að nýju, til að mynda í bandarískum háskólum. Framsóknarflokkurinn og Viðskiptaháskólinn hyggjast í sameiningu tryggja fjármögnun prófessorsstöðunnar en fullyrðir Runólfur þó að væntanlegur prófessor fái fullt akademískt frelsi og þurfi ekki að svara Framsóknarflokknum til um eitt eða neitt. Framsókn hafi einfaldlega viljað minnast Jónasar með þessum hætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×