Innlent

Togara rak úti á ballarhafi

Togarann Wisbaden rak stjórnlaus úti á ballarhafi í fjórtán klukkutíma í fyrrinótt og í gær eftir að eldur hafði komið upp í rafmagnstöflu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og engum varð meint af. Skemmdir urðu ekki miklar en togarinn varð rafmagnslaus. Ekki var stætt á öðru en að sigla í Hafnarfjarðarhöfn eftir að rafmagn komst á en þar fóru frekari viðgerðir fram. Samkvæmt upplýsingum frá Samherja, sem gerir togarann út, stóð til að leggja í hann aftur í gærkvöld án þess að landa, en aflinn er sáralítill.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×