Fréttir

Fréttamynd

Vilja bætta stjórn úthafsveiða

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra tók þátt í fundi sjávarútvegsráðherra 17 ríkja sem fór fram í Kanada í byrjun maí. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir yfirlýsingu um mikilvægi þess að bæta stjórn úthafsveiða.

Innlent
Fréttamynd

Hertar reglur um umferð utan vega

Í umhverfisráðuneytinu er verið að leggja lokahönd á endurskoðaða reglugerð um umferð utan vega. Reglurnar verða skýrari og ákveðnari heldur en áður. Þær ná til umferðar bíla, vélknúinna hjóla og hrossa. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Nektardans sé list eins og ballet

Nektardansstaðir í Noregi unnu í dag sigur á skattayfirvöldum þegar dómstóll í Osló komst að þeirri niðurstöðu í dag að nektardans væri list líkt og ópera og ballet og því þyrftu nektardansstaðir ekki að greiða virðisaukaskatt af seldum miðum frekar en leikhús.

Erlent
Fréttamynd

Al-Kaída liði gómaður

Pakistönsk yfirvöld lýstu því yfir í gær að þau hefðu haft hendur í hári Líbíumannsins Abu Faraj al-Libbi en hann er talinn þriðji valdamesti maðurinn í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum.

Erlent
Fréttamynd

Tólf tungl finnast

Stjörnufræðingar hafa fundið tólf ný tungl sem eru á sporbaug um Satúrnus. Þekkt tungl plánetunnar eru því orðin 46.

Erlent
Fréttamynd

Vilja flytja inn bíla strax

Ótti manna við að krónan haldi áfram að lækka og dollarinn að hækka hefur skapað gríðarlega ásókn í að flytja inn bæði nýja og notaða bíla frá Bandaríkjunum - og það strax.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minnst 60 féllu í valinn í Írak

Að minnsta kosti Sextíu manns féllu í valinn og eitt hundrað og fimmtíu slösuðust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Arbil í norðurhluta Íraks núna í morgunsárið. Þetta er einhver mannskæðasta einstaka árás uppreisnarmanna í Írak síðan ráðist var inn í landið í mars árið 2003.

Erlent
Fréttamynd

Fyrir dóm vegna skattsvika

Fjórmenningarnir úr Landssímamálinu, sem dæmdir voru í Hæstarétti á dögunum, þurfa enn að mæta í dómsal. Þeir eru ásamt fimmta manni ákærðir fyrir skattsvik upp á tugi milljóna króna og verður málið tekið fyrir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir yfir ábyrgð á tilræði

Írakskur uppreisnarhópur hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í borginni Arbil í morgun, en þar létust að minnsta kosti 46 manns og um 70 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp við skrifstofu Kúrdíska lýðræðisflokksins sem jafnfram er ráðningamiðstöð lögreglunnar á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Olli sonum sínum andlegum skaða

Dómstóll í Huddinge í Svíþjóð hefur dæmt mann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa valdið þremur sonum sínum andlegum skaða með því að hafa látið þá verða vitni að því er hann beitti móður þeirra líkamlegu ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Óttast árekstur herþotna

Flak bandarískrar herþotu sem ekkert hafði spurst til síðan í gærkvöldi fannst í Írak í morgun. Lík flugmannsins fannst einnig á slysstað en hann var einn í vélinni. Þotan lagði af stað ásamt annarri þotu í venjubundið eftirlit í Írak í gærkvöldi. Ekki er enn vitað um afdrif hinnar þotunnar en óttast er að vélarnar hafi skollið hver á aðra í slæmu veðri.

Erlent
Fréttamynd

Hús hrundi í sprengingu

Að minnsta kosti 25 létust og 20 særðust í gassprengingu sem varð í austurhluta Pakistan í gærmorgun. Sprengingin varð í þriggja hæða húsi sem hýsti rjómaísverksmiðju og ódýrar verkamannaíbúðir. Húsið hrundi til grunna við sprenginguna.

Erlent
Fréttamynd

Fíkniefnadómar fyrir norðan

Sex voru dæmdir í fésektir og fangelsi fyrir fíkniefnabrot í fjórum dómum Héraðsdóms Norðurlands eystra í gær. Lægsta sektin var 30 þúsund krónur og sú hæsta 150 þúsund. Þyngsti dómurinn hljóðaði upp á tveggja mánaða fangelsi og eins árs ökuleyfissviptingu.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í lausamöl

Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir að bílaleigubíll með fjórum ferðamönnum valt í lausamöl í Heydal um fimmleytið í gær. Aðrir farþegar sluppu með skrámur.

Innlent
Fréttamynd

Allir hafa hækkað eldsneytisverð

Verð á eldsneyti hækkaði í gær hjá Olís og Skeljungi og hafa því allir söluaðilar eldsneytis hér á landi hækkað verð sín að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Samningur um orkukaup

"Þetta er stærsta verkefni sem Orkuveitan og Hitaveita Suðurnesja hafa ráðist í hingað til," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

36% Breta enn óákveðin

Þrjátíu og sex prósent Breta segjast ekki enn hafa ákveðið hvað þeir ætla að kjósa þegar þeir koma inn í kjörklefann á fimmtudaginn. Þetta er svo hátt hlutfall að það gæti haft áhrif á annars örugga stöðu Blairs í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Vaktaskipti í Westminster

Bretar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa sér nýtt þing. Þrátt fyrir það er rólegt í miðborg Lundúna eins og Auðunn Arnórsson blaðamaður komst að í gær.

Erlent
Fréttamynd

Fílar til sölu

Yfirvöld fílaverndarsvæða í Zimbabwe leita nú að hugsanlegum kaupendum á fílum. Mörg þúsund fílar eru til sölu vegna þess að verndarsvæðin eru löngu orðin svo yfirfull að það stefnir í óefni. Ekki stendur þó til að flytja fílana út heldur hvetja stjórnvöld bændur til að veðja á fílabúskap þannig að hægt sé að flytja fílana á svæði þar sem ekki er allt yfirfullt.

Erlent
Fréttamynd

Embættiseiðurinn svarinn

Ráðherrar í ríkisstjórn Íraks sóru embættiseið sinn í gær, í skugga ofbeldisöldu sem ekkert lát virðist á. Tvær bandarískar orrustuþotur eru taldar hafa lent í árekstri yfir landinu í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Bankarnir gengið of langt

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur að umsvif íslenskra banka á fjármálamarkaðnum og útrás þeirra á erlendum grundum hafi gengið of langt. Finnst honum sá ljóður vera á viðskiptalífinu að þar sé of mikið um átök og þar gangi bankarnir of hart fram.

Innlent
Fréttamynd

Hart sótt að Blair

Enn er sótt að Tony Blair forsætisráðherra vegna Íraksmálsins. Á mánudag féll breskur hermaður við skyldustörf þar og hafa fjölmiðlar hafa gert mikið úr þessum atburði á lokaspretti kosningabaráttunnar. Meðal annars var haft eftir ekkju hermannsins að dauði hans væri Blair að kenna.

Erlent
Fréttamynd

Lán í óláni

Það var lán í óláni hjá ökumanni sem var á ferð um Óshlíðarveg í gær að bíll hans rann utan í munna á vegskála og stöðvaðist þar því að öðrum kosti hefði bíllinn farið fram af veginum og hafnað niðri í fjöru. Ökumaðurinn slapp lítið meiddur en bíllinn er mikið skemmdur.

Innlent
Fréttamynd

Vilja banna reykingar við akstur

Nokkrir þingmenn á þýska þinginu hyggjast leggja fram frumvarp sem bannar fólki að reykja um leið og það ekur bíl. Ekki er langt síðan frumvarp var samþykkt á þinginu sem bannar ökumönnum að tala í farsíma og segja þingmennirnir að reykingar við stýrið séu engu hættuminni en símablaður.

Erlent
Fréttamynd

Hiti yfir meðallagi

Hiti var vel yfir meðallagi síðari hluta apríl, að tveimur síðustu dögunum undanskildum, samkvæmt samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Stimpilgjöld ekki afnumin í vor

Ekki er vilji hjá stjórnarflokkunum til að afgreiða frumvarp um afnám stimpilgjalda og endurfjármögnum lána á þessu þingi. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar hafði þó lýst stuðningi við málið. Þingmaður Samfylkingarinnar segir sárt að þetta stóra hagsmunamál fjölskyldna náist ekki.

Innlent
Fréttamynd

Kínverjar gefa Taívönum risapöndur

Kínverjar hafa ákveðið að bjóða Taívönum tvær risapöndur að gjöf. Sérfræðingar segja vart hægt að fá merkilegri gjöf frá Kínverjum, pöndurnar séu tákn um mikinn sátta- og samstarfsvilja.

Erlent
Fréttamynd

Brunaæfing við Rauðarárstíg

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Sparisjóðirnir æfðu í gær rýmingu húss Sparisjóðanna við Rauðarárstíg. Æfingin var til að prófa rýmingaráætlun hússins ef upp kæmi bruni. Tveimur var bjargað út um glugga á efstu hæð hússins jafnframt því sem að reykkafarar fóru inn í húsið og leiddu þaðan út einn mann.

Innlent
Fréttamynd

Greiða ber fyrir sálfræðiþjónustu

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingarinnar kveðst fagna því að heilbrigðsráðherra ætli að láta athuga nánar hvort mikil notkun Ritalins og skyldra lyfja við ofvirkni og athyglisbresti barna tengist á einhvern hátt oflækningum.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamennska æ hættulegri

Fimmtíu og þrír fjölmiðlamenn týndu lífi við störf í fyrra, þar af rúmur þriðjungur í Írak. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Fréttamenn án landamæra en þau telja blaðamennskustarfið verða æ hættulegra.

Erlent