Erlent

Olli sonum sínum andlegum skaða

Dómstóll í Huddinge í Svíþjóð hefur dæmt mann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa valdið þremur sonum sínum andlegum skaða með því að hafa látið þá verða vitni að því er hann beitti móður þeirra líkamlegu ofbeldi. Dómurinn taldi að manninum hefði mátt vera ljóst að með verknaði sínum ylli hann sonum sínum þjáningu. Maðurinn hafði einnig ítrekað beitt þá ofbeldi og hótað þeim og tók dómurinn mið af því. Fulltrúar Barnaverndarstofu í Svíþjóð fagna dóminum og segja hann undirstrika að börn séu fórnarlömb þegar þau séu þvinguð til að verða vitni að ofbeldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×