Innlent

Lán í óláni

Það var lán í óláni hjá ökumanni sem var á ferð um Óshlíðarveg í gær að bíll hans rann utan í munna á vegskála og stöðvaðist þar því að öðrum kosti hefði bíllinn farið fram af veginum og hafnað niðri í fjöru. Ökumaðurinn slapp lítið meiddur en bíllinn er mikið skemmdur. Hálka var á veginum og rann bíllinn yfir á öfugan vegarhelming og stefndi fram af veginum þegar hann rakst á skálamunnann. Nokkrir yfirbyggðir vegskálar eru á Óshlíðarvegi til að verja vegfarendur grjóthruni og snjóflóðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×