Innlent

Allir hafa hækkað eldsneytisverð

Verð á eldsneyti hækkaði í gær hjá Olís og Skeljungi og hafa því allir söluaðilar eldsneytis hér á landi hækkað verð sín að undanförnu. Bensínlítrinn kostar nú á flestum stöðum rúmlega 110 krónur með þjónustu en um 105 í sjálfsafgreiðslu. Lággjaldastöðvarnar bjóða allar lítra af 95 oktana bensíni á í kringum 104 krónur. Ástæður hækkananna eru þær sömu hjá öllum fyrirtækjunum. Hækkandi heimsmarkaðsverð og veiking íslensku krónunnar gagnvart dollaranum. Á heimasíðu Olíufélagsins eru þó áfram bundnar vonir um að verð muni lækka á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×