Erlent

Fílar til sölu

Yfirvöld fílaverndarsvæða í Zimbabwe leita nú að hugsanlegum kaupendum á fílum. Mörg þúsund fílar eru til sölu vegna þess að verndarsvæðin eru löngu orðin svo yfirfull að það stefnir í óefni. Ekki stendur þó til að flytja fílana út heldur hvetja stjórnvöld bændur til að veðja á fílabúskap þannig að hægt sé að flytja fílana á svæði þar sem ekki er allt yfirfullt. Ekki verður þó hlaupið að því fyrir bændur að uppfylla þau skilyrði sem eru sett því hver fíll kemur til með að kosta meira en eina og hálfa milljón íslenskra króna auk þess sem bændurnir þurfa að sýna fram á að þeir hafi nægt rými og fæði fyrir fílinn sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×