Fréttir Kosið í Bretlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir á Bretlandi fyrir nokkrum stundum en ekki er búist við mjög mikilli kjörsókn. Verkamannaflokkurinn virðist heldur hafa bætt við sig fylgi á lokaspretti kosningabaráttunnar í Bretlandi og er bilið á milli hans og Íhaldsflokksins í könnunum frá sex og upp í tíu prósent. Erlent 13.10.2005 19:10 Spáir spennandi kosninganótt Einn þekktasti stjórnmálaskýrandi og fréttamaður Breta, Adam Boulton hjá Sky-fréttastöðinni, lifir og hrærist í pólitíkinni, andar henni að sér hverjum degi. Hann spáir spennandi kosninganótt. Erlent 13.10.2005 19:10 Danir minntust frelsunar Danir minnast þess í dag að 60 ár eru liðin frá því að Danmörk var frelsuð úr greipum nasista eftir síðari heimsstyrjöldina. Margrét Þórhildur Danadrottning og Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra voru meðal þeirra sem minntust þessa ásamt fyrrverandi andspyrnumönnum í garði í Kaupmannahöfn sem gerður var til minningar um fórnarlömb stríðsins. Erlent 13.10.2005 19:10 Ekið á stúlku á Akureyri Ekið var á 10 ára stúlku á Hörgárbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag en slysið átti sér stað þegar stúlkan var að fara yfir gangbraut. Meiðsl stúlkunnar eru talin minni háttar en hún var þó flutt á slysadeild til skoðunar. Lögreglan á Akureyri segir að stúlkan muni að öllum líkindum fara heim að skoðun lokinni. Innlent 13.10.2005 19:10 Lögreglan í Keflavík göbbuð Lögreglan í Keflavík fékk upphringingu í fyrrinótt frá manni sem sagðist vera í smábátahöfninni í Grófinni í þeim tilgangi að fyrirfara sér. Lögreglulið var umsvifalaust sent á staðinn en þegar það kom í höfnina var enginn þar. Þá hóf lögreglan að leita í öðrum höfnum í Reykjanesbæ til að losa sig við allan grun, en án árangurs. Innlent 13.10.2005 19:10 Staðan góð en teikn á lofti "Almennt má segja að niðurstaða í þetta sinn sé góð en þó verðum við að fara að stíga á bremsuna hvað framtíðina varðar," segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi. Innlent 13.10.2005 19:10 Baðst afsökunar á brottvísunum Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðist afsökunar á því að dönsk stjórnvöld vísuðu gyðingum úr landi í seinni heimsstyrjöldinni og enduðu í útrýmingabúðum nasista. Þetta gerist í kjölfar rannsókna Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar fornleifafræðings. Erlent 13.10.2005 19:10 Sprengt við ræðismannsskrifstofu Tvær heimatilbúnar handsprengjur voru sprengdar fyrir utan bresku ræðismannsskrifstofuna í New York í gærmorgun. Íslenska ræðismannsskrifstofan stendur þar steinsnar frá. Erlent 13.10.2005 19:10 Páfabíllinn sleginn Búið er að selja Volkswagen Golf bifreiðina sem var í eigu Josef Ratzinger, nú Benedikts XVI páfa, á uppboðsvefnum eBay. Erlent 13.10.2005 19:10 Jafnstórar fylkingar í Frakklandi Franska þjóðin skiptist nú í jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni til stjórnarskrár Evrópusambandsins, rúmum þremur vikum áður en gengið verður til kosninga um hana. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð varð fyrir tímaritið <em>Paris Match</em> og birt var í dag er helmingur á móti stjórnarskránni og jafnhátt hlutfall fylgjandi henni, en aðeins níu prósent aðspurðra sögðust ekki hafa gert upp hug sinn. Erlent 13.10.2005 19:10 Kosningar í Palestínu Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í fjölda bæja á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær. Úrslit þeirra þykja gefa fyrirheit um lyktir þingkosninganna sem haldnar verða í júlí. Erlent 13.10.2005 19:10 Dagur eldri borgara í kirkjum Dagur eldri borgara er í kirkjum landsins í dag, á uppstigningardegi. Af því tilefni bjóða margar kirkjur til guðsþjónustu sem sérstaklega er tileinkuð öldruðum. Aldraðir taka þá virkan þátt í guðsþjónustunni, svo sem með ritningalestrum, söng og bænalestri. Gjarnan er boðið til kaffisamsætis að guðsþjónustu lokinni þar sem gefst tækifæri til uppbyggilegrar og ánægjulegrar samveru að því er fram kemur á vef þjóðkirkjunnar. Innlent 13.10.2005 19:10 Ekki saksóttur fyrir dráp á Íraka Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan Íraka til bana úr návígi verður ekki sóttur til saka. Framganga hans var í samræmi við reglur hersins. Erlent 13.10.2005 19:10 Bush réttir fram sáttahönd George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagðist í samtali við Silvio Berlusconi í gær harma skotárásina fyrir tveimur mánuðum sem dró ítalskan leyniþjónustumann til dauða. Erlent 13.10.2005 19:09 Hafa ekki undan að flytja inn bíla Skipafélögin og fraktflug Icelandair hafa ekki undan við að flytja inn fyrir landsmenn nýja og notaða bíla frá Bandaríkjunum. Ótti manna við að bandaríkjadalur haldi áfram að hækka veldur því að ásóknin í að flytja inn bílana hefur sjaldan verið meiri en nú. Innlent 13.10.2005 19:09 Óánægja með breytingar "Þarna er að mínu mati um mikla skammsýni að ræða enda verður engu breytt eftir að framkvæmdir hefjast," segir Jón Eiríksson, íþróttakennari við Lágafellsskóla. Sökum mikils kostnaðar við byggingu fyrirhugaðrar íþróttamiðstöðvar við skólann íhugar Mosfellsbær að láta byggja minna hús en til stóð í upphafi. Innlent 13.10.2005 19:09 Lagði hald á 4 tonn af marijúana Fíkniefnalögreglan í Mexíkó lagði á mánudaginn hald á meira en fjögur tonn af marijúana sem falin voru í stórum tankbíl sem var á leiðinni til Bandaríkjanna. Efnið fannst eftir að lögregla hafði stöðvað bílinn vegna þess að afturljósin á honum voru biluð. Við nánari athugun kom í ljós að inni í tanknum hafði verið komið fyrir átta hundruð pökkum með marijúana. Innlent 13.10.2005 19:09 Vissi ekki af fíkniefnunum Skipverjarnir á Hauki ÍS, sem handteknir voru í Þýskalandi í byrjun janúar eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust í farangri þeirra, hafa verið látnir lausir. Annar mannanna segist ekki hafa vitað af fíkniefnunum um borð í skipinu. Innlent 13.10.2005 19:09 Áreitni um borð í Vædderen Skipslæknirinn á danska varðskipinu Vædderen hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni. Erlent 13.10.2005 19:09 Slapp ómeiddur frá veltu og eldi Ökumaður slapp ómeiddur þegar vörubíll hans valt út af veginum upp í Kárahnjúka í gær og eldur kviknaði í bílnum. Hann var að mæta öðrum stórum bíl þegar vegkanturinn gaf sig undan þunganum. Vörubíllinn er talinn ónýtur, bæði vegna skemmda við veltuna og vegna eldsins. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem eldur kviknar í bíl við veltu en fyrra tilvikið var í Norðurárdal í Borgarfirði. Innlent 13.10.2005 19:09 Íranar haldi áfram auðgun úrans Íranar ætla að halda áfram auðgun úrans. Þetta sagði Kamal Kharrazi, utanríkisráðherra landsins, á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann sagði fráleitt að örfáar tæknivæddar þjóðir gætu bannað öðrum þjóðum að nýta sér kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þá gagnrýndi hann bæði Bandaríkjamenn og Ísraela fyrir stefnu sína í kjarnorkumálum. Erlent 13.10.2005 19:09 Munurinn eykst í Bretlandi Verkamannaflokkurinn bætir enn við sig fylgi samkvæmt síðustu könnunum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi, sem fara fram á morgun. Samkvæmt könnun dagblaðsins <em>Times</em>, sem birtist í morgun, mælist Verkamannaflokkurinn með 41 prósent fylgi en Íhaldsflokkurinn aðeins með 27. Þetta er mesti munur sem mælst hefur á flokkunum í aðdraganda kosninganna. Erlent 13.10.2005 19:09 Bannað að brenna sinu Frá og með 1. maí var bannað að brenna sinu en sýslumenn geta veitt bændum undanþágu frá banninu fram til 15. maí, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Innlent 13.10.2005 19:09 Misnotaði unglingspilt Danski stjórnmálamaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Flemming Oppfeldt hefur verið ákærður fyrir að hafa haft kynmök við dreng sem ekki var orðinn lögráða. Erlent 13.10.2005 19:09 Óttast um lítinn fiskibát í gær Óttast var að lítill fiskibátur hefði sokkið suður af Krísuvík á ellefta tímanum í gærkvöldi þegar hann hvarf út af sjálfvirka tilkynningarskyldukerfinu og svaraði ekki kalli. Búið var að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir þegar bátsverjinn svaraði loks kalli og tilkynnti að rafmagnsbilun hefði orðið um borð þannig að öll fjarskiptatæki urðu óvirk. Þurfti hann engrar aðstoðar við og voru þá aðgerðir blásnar af. Innlent 13.10.2005 19:09 Birtir milliuppgjör í baráttu Starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar hefur birt milliuppgjör í kosningabaráttunni um formannssætið í Samfylkingunni. Samkvæmt því hefur formannsbaráttan kostað 1.217.851 krónur fram til 1. maí en tekjur á sama tímabili verið 1.294.000 krónur. Innlent 13.10.2005 19:09 Stal fartölvu og myndavélum Kópavogsbúi á þrítugsaldri var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innbrot sem hann framdi í félagi við annan mann á Menningarnótt í fyrra. Þá brutust þeir inn í íbúð í miðbænum og létu greipar sópa og höfðu upp úr krafsinu meðal annars fartölvu, tvær myndavélar og línuskauta. Innlent 13.10.2005 19:09 Handtóku háttsettan al-Qaida liða Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í dag að öryggissveitir landsins hefðu handtekið einn af forsprökkum al-Qaida í landinu sem talinn er hafa skipulagt tilræði við Pervez Musharraf, forseta landsins, undir lok ársins 2003. Maðurinn heitir Abu Faraj al-Liby, en yfirvöld í Pakistan höfðu heitið 340 þúsund dollurum, tæpum 22 miljónum króna, fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku hans. Erlent 13.10.2005 19:09 Fagnar átaki ASÍ Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar átaki ASÍ, Einn réttur - ekkert svindl, sem meðal annars beinist gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent verkafólk. Hann segir jafnframt að skilgreina þurfi hvaða reglur eigi að gilda á íslenskum vinnumarkaði og að tryggja þurfi aðgengi erlends starfsfólks. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Vilja sjá um Spegilinn Hafsteinn Þór Hauksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur sent útvarpsráði erindi og boðið fram starfskrafta ungra sjálfstæðismanna við dagskrárgerð hjá stofnuninni. Fréttaskýringaþátturinn <em>Spegillinn</em> er þáttur sem ungir sjálfstæðismenn vildu gjarnan taka að sér og segir í erindinu að það yrði gert án endurgjalds og gæti því stuðlað að sparnaði í rekstri. Innlent 13.10.2005 19:09 « ‹ ›
Kosið í Bretlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir á Bretlandi fyrir nokkrum stundum en ekki er búist við mjög mikilli kjörsókn. Verkamannaflokkurinn virðist heldur hafa bætt við sig fylgi á lokaspretti kosningabaráttunnar í Bretlandi og er bilið á milli hans og Íhaldsflokksins í könnunum frá sex og upp í tíu prósent. Erlent 13.10.2005 19:10
Spáir spennandi kosninganótt Einn þekktasti stjórnmálaskýrandi og fréttamaður Breta, Adam Boulton hjá Sky-fréttastöðinni, lifir og hrærist í pólitíkinni, andar henni að sér hverjum degi. Hann spáir spennandi kosninganótt. Erlent 13.10.2005 19:10
Danir minntust frelsunar Danir minnast þess í dag að 60 ár eru liðin frá því að Danmörk var frelsuð úr greipum nasista eftir síðari heimsstyrjöldina. Margrét Þórhildur Danadrottning og Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra voru meðal þeirra sem minntust þessa ásamt fyrrverandi andspyrnumönnum í garði í Kaupmannahöfn sem gerður var til minningar um fórnarlömb stríðsins. Erlent 13.10.2005 19:10
Ekið á stúlku á Akureyri Ekið var á 10 ára stúlku á Hörgárbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag en slysið átti sér stað þegar stúlkan var að fara yfir gangbraut. Meiðsl stúlkunnar eru talin minni háttar en hún var þó flutt á slysadeild til skoðunar. Lögreglan á Akureyri segir að stúlkan muni að öllum líkindum fara heim að skoðun lokinni. Innlent 13.10.2005 19:10
Lögreglan í Keflavík göbbuð Lögreglan í Keflavík fékk upphringingu í fyrrinótt frá manni sem sagðist vera í smábátahöfninni í Grófinni í þeim tilgangi að fyrirfara sér. Lögreglulið var umsvifalaust sent á staðinn en þegar það kom í höfnina var enginn þar. Þá hóf lögreglan að leita í öðrum höfnum í Reykjanesbæ til að losa sig við allan grun, en án árangurs. Innlent 13.10.2005 19:10
Staðan góð en teikn á lofti "Almennt má segja að niðurstaða í þetta sinn sé góð en þó verðum við að fara að stíga á bremsuna hvað framtíðina varðar," segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi. Innlent 13.10.2005 19:10
Baðst afsökunar á brottvísunum Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðist afsökunar á því að dönsk stjórnvöld vísuðu gyðingum úr landi í seinni heimsstyrjöldinni og enduðu í útrýmingabúðum nasista. Þetta gerist í kjölfar rannsókna Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar fornleifafræðings. Erlent 13.10.2005 19:10
Sprengt við ræðismannsskrifstofu Tvær heimatilbúnar handsprengjur voru sprengdar fyrir utan bresku ræðismannsskrifstofuna í New York í gærmorgun. Íslenska ræðismannsskrifstofan stendur þar steinsnar frá. Erlent 13.10.2005 19:10
Páfabíllinn sleginn Búið er að selja Volkswagen Golf bifreiðina sem var í eigu Josef Ratzinger, nú Benedikts XVI páfa, á uppboðsvefnum eBay. Erlent 13.10.2005 19:10
Jafnstórar fylkingar í Frakklandi Franska þjóðin skiptist nú í jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni til stjórnarskrár Evrópusambandsins, rúmum þremur vikum áður en gengið verður til kosninga um hana. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð varð fyrir tímaritið <em>Paris Match</em> og birt var í dag er helmingur á móti stjórnarskránni og jafnhátt hlutfall fylgjandi henni, en aðeins níu prósent aðspurðra sögðust ekki hafa gert upp hug sinn. Erlent 13.10.2005 19:10
Kosningar í Palestínu Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í fjölda bæja á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær. Úrslit þeirra þykja gefa fyrirheit um lyktir þingkosninganna sem haldnar verða í júlí. Erlent 13.10.2005 19:10
Dagur eldri borgara í kirkjum Dagur eldri borgara er í kirkjum landsins í dag, á uppstigningardegi. Af því tilefni bjóða margar kirkjur til guðsþjónustu sem sérstaklega er tileinkuð öldruðum. Aldraðir taka þá virkan þátt í guðsþjónustunni, svo sem með ritningalestrum, söng og bænalestri. Gjarnan er boðið til kaffisamsætis að guðsþjónustu lokinni þar sem gefst tækifæri til uppbyggilegrar og ánægjulegrar samveru að því er fram kemur á vef þjóðkirkjunnar. Innlent 13.10.2005 19:10
Ekki saksóttur fyrir dráp á Íraka Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan Íraka til bana úr návígi verður ekki sóttur til saka. Framganga hans var í samræmi við reglur hersins. Erlent 13.10.2005 19:10
Bush réttir fram sáttahönd George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagðist í samtali við Silvio Berlusconi í gær harma skotárásina fyrir tveimur mánuðum sem dró ítalskan leyniþjónustumann til dauða. Erlent 13.10.2005 19:09
Hafa ekki undan að flytja inn bíla Skipafélögin og fraktflug Icelandair hafa ekki undan við að flytja inn fyrir landsmenn nýja og notaða bíla frá Bandaríkjunum. Ótti manna við að bandaríkjadalur haldi áfram að hækka veldur því að ásóknin í að flytja inn bílana hefur sjaldan verið meiri en nú. Innlent 13.10.2005 19:09
Óánægja með breytingar "Þarna er að mínu mati um mikla skammsýni að ræða enda verður engu breytt eftir að framkvæmdir hefjast," segir Jón Eiríksson, íþróttakennari við Lágafellsskóla. Sökum mikils kostnaðar við byggingu fyrirhugaðrar íþróttamiðstöðvar við skólann íhugar Mosfellsbær að láta byggja minna hús en til stóð í upphafi. Innlent 13.10.2005 19:09
Lagði hald á 4 tonn af marijúana Fíkniefnalögreglan í Mexíkó lagði á mánudaginn hald á meira en fjögur tonn af marijúana sem falin voru í stórum tankbíl sem var á leiðinni til Bandaríkjanna. Efnið fannst eftir að lögregla hafði stöðvað bílinn vegna þess að afturljósin á honum voru biluð. Við nánari athugun kom í ljós að inni í tanknum hafði verið komið fyrir átta hundruð pökkum með marijúana. Innlent 13.10.2005 19:09
Vissi ekki af fíkniefnunum Skipverjarnir á Hauki ÍS, sem handteknir voru í Þýskalandi í byrjun janúar eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust í farangri þeirra, hafa verið látnir lausir. Annar mannanna segist ekki hafa vitað af fíkniefnunum um borð í skipinu. Innlent 13.10.2005 19:09
Áreitni um borð í Vædderen Skipslæknirinn á danska varðskipinu Vædderen hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni. Erlent 13.10.2005 19:09
Slapp ómeiddur frá veltu og eldi Ökumaður slapp ómeiddur þegar vörubíll hans valt út af veginum upp í Kárahnjúka í gær og eldur kviknaði í bílnum. Hann var að mæta öðrum stórum bíl þegar vegkanturinn gaf sig undan þunganum. Vörubíllinn er talinn ónýtur, bæði vegna skemmda við veltuna og vegna eldsins. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem eldur kviknar í bíl við veltu en fyrra tilvikið var í Norðurárdal í Borgarfirði. Innlent 13.10.2005 19:09
Íranar haldi áfram auðgun úrans Íranar ætla að halda áfram auðgun úrans. Þetta sagði Kamal Kharrazi, utanríkisráðherra landsins, á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann sagði fráleitt að örfáar tæknivæddar þjóðir gætu bannað öðrum þjóðum að nýta sér kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þá gagnrýndi hann bæði Bandaríkjamenn og Ísraela fyrir stefnu sína í kjarnorkumálum. Erlent 13.10.2005 19:09
Munurinn eykst í Bretlandi Verkamannaflokkurinn bætir enn við sig fylgi samkvæmt síðustu könnunum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi, sem fara fram á morgun. Samkvæmt könnun dagblaðsins <em>Times</em>, sem birtist í morgun, mælist Verkamannaflokkurinn með 41 prósent fylgi en Íhaldsflokkurinn aðeins með 27. Þetta er mesti munur sem mælst hefur á flokkunum í aðdraganda kosninganna. Erlent 13.10.2005 19:09
Bannað að brenna sinu Frá og með 1. maí var bannað að brenna sinu en sýslumenn geta veitt bændum undanþágu frá banninu fram til 15. maí, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Innlent 13.10.2005 19:09
Misnotaði unglingspilt Danski stjórnmálamaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Flemming Oppfeldt hefur verið ákærður fyrir að hafa haft kynmök við dreng sem ekki var orðinn lögráða. Erlent 13.10.2005 19:09
Óttast um lítinn fiskibát í gær Óttast var að lítill fiskibátur hefði sokkið suður af Krísuvík á ellefta tímanum í gærkvöldi þegar hann hvarf út af sjálfvirka tilkynningarskyldukerfinu og svaraði ekki kalli. Búið var að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir þegar bátsverjinn svaraði loks kalli og tilkynnti að rafmagnsbilun hefði orðið um borð þannig að öll fjarskiptatæki urðu óvirk. Þurfti hann engrar aðstoðar við og voru þá aðgerðir blásnar af. Innlent 13.10.2005 19:09
Birtir milliuppgjör í baráttu Starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar hefur birt milliuppgjör í kosningabaráttunni um formannssætið í Samfylkingunni. Samkvæmt því hefur formannsbaráttan kostað 1.217.851 krónur fram til 1. maí en tekjur á sama tímabili verið 1.294.000 krónur. Innlent 13.10.2005 19:09
Stal fartölvu og myndavélum Kópavogsbúi á þrítugsaldri var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innbrot sem hann framdi í félagi við annan mann á Menningarnótt í fyrra. Þá brutust þeir inn í íbúð í miðbænum og létu greipar sópa og höfðu upp úr krafsinu meðal annars fartölvu, tvær myndavélar og línuskauta. Innlent 13.10.2005 19:09
Handtóku háttsettan al-Qaida liða Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í dag að öryggissveitir landsins hefðu handtekið einn af forsprökkum al-Qaida í landinu sem talinn er hafa skipulagt tilræði við Pervez Musharraf, forseta landsins, undir lok ársins 2003. Maðurinn heitir Abu Faraj al-Liby, en yfirvöld í Pakistan höfðu heitið 340 þúsund dollurum, tæpum 22 miljónum króna, fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku hans. Erlent 13.10.2005 19:09
Fagnar átaki ASÍ Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar átaki ASÍ, Einn réttur - ekkert svindl, sem meðal annars beinist gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent verkafólk. Hann segir jafnframt að skilgreina þurfi hvaða reglur eigi að gilda á íslenskum vinnumarkaði og að tryggja þurfi aðgengi erlends starfsfólks. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Vilja sjá um Spegilinn Hafsteinn Þór Hauksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur sent útvarpsráði erindi og boðið fram starfskrafta ungra sjálfstæðismanna við dagskrárgerð hjá stofnuninni. Fréttaskýringaþátturinn <em>Spegillinn</em> er þáttur sem ungir sjálfstæðismenn vildu gjarnan taka að sér og segir í erindinu að það yrði gert án endurgjalds og gæti því stuðlað að sparnaði í rekstri. Innlent 13.10.2005 19:09