Erlent

Íranar haldi áfram auðgun úrans

Íranar ætla að halda áfram auðgun úrans. Þetta sagði Kamal Kharrazi, utanríkisráðherra landsins, á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann sagði fráleitt að örfáar tæknivæddar þjóðir gætu bannað öðrum þjóðum að nýta sér kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þá gagnrýndi hann bæði Bandaríkjamenn og Ísraela fyrir stefnu sína í kjarnorkumálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×