Innlent

Stal fartölvu og myndavélum

Kópavogsbúi á þrítugsaldri var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innbrot sem hann framdi í félagi við annan mann á Menningarnótt í fyrra. Þá brutust þeir inn í íbúð í miðbænum og létu greipar sópa og höfðu upp úr krafsinu meðal annars fartölvu, tvær myndavélar og línuskauta. Lögreglan kom að mönnunum þegar þeir voru í óðaönn að flytja varninginn. Sakborningur var á reynslulausn og því þóttu ekki skilyrði fyrir hendi til að skilorðsbinda dóminn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×