Erlent

Handtóku háttsettan al-Qaida liða

Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í dag að öryggissveitir landsins hefðu handtekið einn af forsprökkum al-Qaida í landinu sem talinn er hafa skipulagt tilræði við Pervez Musharraf, forseta landsins, undir lok ársins 2003. Maðurinn heitir Abu Faraj al-Liby, en yfirvöld í Pakistan höfðu heitið 340 þúsund dollurum, tæpum 22 miljónum króna, fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku hans. Pakistönsk yfirvöld hafa háð harðvítuga baráttu við al-Qaida liða og samstarfshópa þeirra í kjölfar þess að Musharraf forseti lýsti yfir stuðningi við stríðið gegn hryðjuverkum skömmu eftir árásirnar 11. september 2001. Er talið að hryðjuverkahóparnir hafi viljað refsa Musharraf fyrir að fylgja Bandaríkjamönnum að máli þegar þeir reyndu að myrða hann í tvígang í desember 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×