Fréttir 30 kílómetra löng röð fólks Stríðslokanna er minnst víða í Evrópu í dag en þann 8. maí 1945 var uppgjöf nasista fyrir bandamönnum staðfest. Mikil hátíðarhöld fara fram í Þýskalandi og Frakklandi. Af því tilefni verður mynduð 30 kílómetra löng keðja fólks í Berlín en fólkið heldur á kerti til þess að minnast stríðslokanna. Erlent 13.10.2005 19:10 Ein fallegasta múmía sögunnar Ein fallegasta múmía sem sögur fara af fannst við uppgröft í Egyptalandi á dögunum. Múmían er um 2300 ára gömul. Hún fannst við uppgröft á greftrunarsvæði Titi konungs í Sakkarra, suður af Kaíró, fyrir tveimur mánuðum en var ekki sýnd fyrr en nýlega. Erlent 13.10.2005 19:11 Kópavogur 50 ára Kópavogur er 50 ára og heldur afmælisveislu í Fífunni en helmingur hennar verður fylltur með leiktækjum þar sem ungir sem aldnir geta leikið sér að vild. Bakarar hafa sameinast um að baka 50 metra afmælisköku og afmælisgestum verður einnig boðið upp á gos og kaffi. Innlent 13.10.2005 19:10 Jarðskjálfti skekur Japan Jarðskjálfti skók Japan í morgun og mældist hann 4,7 á Richter. Upptök skjálftans voru skammt norður af höfuðborginni Tókýó. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum af völdum jarðskjálftans. Erlent 13.10.2005 19:10 Tony Blair hvattur til afsagnar Áhrifamenn í Verkamannaflokknum hvetja Tony Blair til að taka pokann sinn og láta Gordon Brown forsætisráðherraembættið eftir. Strax er farið að bera á spennu í samskiptum þeirra. Erlent 13.10.2005 19:11 Hundruð flóttamanna á hverri nóttu Tugir ef ekki hundruð flóttamanna reyna að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands á hverri einustu nóttu. Bresk stjórnvöld vilja hins vegar hefta strauminn og því hefur landamæraeftirlit verið hert svo mjög að það er orðið fátítt að menn sleppi í gegn. Erlent 13.10.2005 19:11 Samflokksmenn Blairs vilja afsögn Þingmenn og aðrar áhrifamenn innan breska Verkamannaflokksins skora á Tony Blair forsætisráðherra að láta af embætti áður en þriðja kjörtímabil hans er á enda. Erlent 13.10.2005 19:10 Mjótt á mununum í formannskjöri Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að lítill munur er á fylgi þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar þegar litið er til svara stuðningsmanna allra flokka. Kjósendur Samfylkingarinnar virðast þó heldur hallast að Ingibjörgu. Innlent 13.10.2005 19:11 Hringurinn þrengist um al-Zarqawi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað lykilmann í hryðjuverkahópi Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Þetta er annar háttsettur leiðtogi innan skæruliðahóps Zarqawis sem handsamður er á stuttum tíma. Erlent 13.10.2005 19:10 Sýning á handverki í Árbænum Handverksfólk úr félagsmiðstöðinni í Hraunbæ 105 í Árbænum opnaði sýningu á vetrarstarfi sínu í dag. Málverk, útskurður, perlusaumur, bútasaumur og postulínsmálun er meðal þess sem gleður augað á sýningunni sem verður opin frá klukkan níu til fimm á morgun. Gestum er að sjálfsögðu boðið upp á kaffiveitingar. Innlent 13.10.2005 19:10 Mannlaus bíll rann u.þ.b. 50 metra Töluverðar skemmdir urðu þegar mannlaus bíll rann úr stæði við Vesturbraut í Keflavík í gær og lenti á gömlu timburhúsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í bænum rann bíllinn um fimmtíu metra áður en hann skall á húsinu og sér töluvert bæði á bílnum og húsinu. Víkurfréttir greina frá þessu. Innlent 13.10.2005 19:10 Iðgjöld lækkuð með ökuritum Innan skamms mun ökumönnum verða gert kleift að lækka iðgjöld ökutækja sinna með notkun svokallaðra svartra kassa. Svarti kassinn er ökuriti sem skráir meðal annars hraða, aksturlag og staðsetningu ökutækis. Innlent 13.10.2005 19:11 Vita lítið um Þýskaland nútímans Bretar eru einstaklega áhugasamir um Þýskaland undir stjórn nasista en vita sáralítið um sögu þess eftir seinni heimsstyrjöld, sagði Thomas Matussek, sendiherra Þýskalands í Bretlandi, í viðtali við Sunday Telegraph. Erlent 13.10.2005 19:11 Sinubruni í Mosfellsdal Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna sinubruna í Mosfellsdal um þrjúleytið í dag. Töluvert mikill eldur logaði í sinunni þegar slökkvilið kom á vettvang en það tók um tvær klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins að fullu. Innlent 13.10.2005 19:10 Veltur framtíð Blairs á ESB? Evrópumálin verða líklega stærsta verkefni Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á þriðja kjörtímabili hans. Takist honum ekki að fá bresku þjóðina til að samþykkja nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins kann það að binda enda á pólitískan feril hans. Erlent 13.10.2005 19:10 Verðandi drottning með barni Verðandi drottning Spánar er kona eigi einsömul. Letizia prinsessa giftist krónprinsinum Felipe við hátíðlega athöfn í maí á síðasta ári og nú, rétt tæpu ári síðar, eiga hjúin von á sínu fyrsta barni. Erlent 13.10.2005 19:10 Taki á vegamálum af festu Allt útlit er fyrir að vegaáætlun fyrir næstu fjögur ár verði samþykkt að mestu óbreytt á Alþingi fyrir þinglok síðar í vikunni. Áætlunin var afgreidd úr samgöngunefnd þingsins án verulegra breytinga en búast má við fjörlegum umræðum um áætlunina. Innlent 13.10.2005 19:10 Valdafíknin enn til staðar Biskup Íslands boðaði til samkirkjulegrar bænastundar í Hallgrímskirkju í dag. Fulltrúar rómversk-kaþólskra, rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og prestur af Keflavíkurflugvelli tóku þátt í athöfninni auk rabbía. Þá flutti utanríkisráðherra ávarp. Innlent 13.10.2005 19:11 Styrktarsjóður stofnaður Þroskahjálp á Suðurnesjum hefur undirritað samkomulag við Landsbankann um sofnun Styrktarsjóðs Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Innlent 13.10.2005 19:10 15 taldir af eftir flugslys Óttast er að fimmtán manns, eða þrettán farþegar og tveir flugmenn, hafi farist þegar tveggja hreyfla flugvél hrapaði í norðausturhluta Ástralíu í morgun. Veður var afleitt á staðnum þegar vélin fórst. Erlent 13.10.2005 19:10 Forseti Alþingis gagnrýndur Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu forseta Alþingis harðlega í upphafi þingfundar í morgun fyrir stefnuleysi í störfum þingsins; fjöldi mála lægi fyrir þinginu en samt væri stefnt að því að ljúka þingstörfum 11. maí. Sérlega sárnaði þingmönnum að vera kvaddir út á laugardegi en ekki var gert ráð fyrir því í starfsáætlun þingsins. Innlent 13.10.2005 19:10 Kvartaði undan kviðverkjum Spænskur sjómaður var fluttur með TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, um tíuleytið í gærmorgun eftir að hann hafði kvartað sáran undan kviðverkjum. Innlent 13.10.2005 19:10 Hæsta boðið stóðst ekki Íslandsbanki keypti fótboltatreyjuna sem Eiður Smári Guðjohnsen, nýbakaður Englandsmeistari með Chelsea, gaf Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, í 10 ára afmælisgjöf á dögunum. Innlent 13.10.2005 19:10 Rætt um stækkun þjóðgarðs Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra fjallaði um áherslu sem lögð hefur verið á náttúruvernd og þjóðgarða og fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um enn frekari stækkun Skaftafellsþjóðgarðs og um þjóðgarð norðan Vatnajökuls í opnunarávarpi sínu á ráðstefnu í Skaftafelli um helgina. Innlent 13.10.2005 19:10 Vilja N-Kóreu að samningaborðinu Stjórnvöld í Evrópu og Asíu skora á Norður-Kóreu að setjast aftur að samningaborðinu og ræða kjarnorkuvopnaáætlun landsins, án frekari tafa. Talið er að Norður-Kórea sé að undirbúa tilraunir með kjarnorkuvopn. Erlent 13.10.2005 19:10 Bush mærir Letta George Bush, forseti Bandaríkjanna, fagnar þeim skrefum sem yfirvöld í Lettlandi hafa stigið í átt til frelsis og lýðræðis eftir að landið varð frjálst frá Sovétríkjunum. Bush kom í opinbera heimsókn til Lettlands í gær og markar það upphaf heimsóknar hans til Evrópu þar sem hann tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum Síðari heimstyrjaldar. Erlent 13.10.2005 19:10 Þrjár sprengjur sprungu samtímis Þrjár sprengjur sprungu nánast á sama tíma í jafnmörgum verslunarmiðstöðvum í Yangon, höfuðborg Burma, í morgun. Fjöldi fólks særðist en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um mannskaða, þ.á m. hvort einhver hafi látist. Erlent 13.10.2005 19:10 Krufning bendir til drukknunar Réttarkrufning á líki Brasilíumannsins Dantas, sem leitað var í síðasta mánuði og fannst á skeri undan Stokkseyri fyrir viku, bendir til að hann hafi drukknað. Lögreglan telur ekki ástæðu til frekari rannsókna á orsökum andláts hans. Innlent 13.10.2005 19:10 Hefndaraðgerðir stjórnvalda Stjórnarandstaðan kallar frumvarp til samkeppnislaga hefndaraðgerðir og varar við því að það verði samþykkt sem lög frá Alþingi. Í áliti minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar segir að það veiki samkeppniseftirlit á Íslandi og að helstu sérfræðingar þjóðarinnar á þessu sviði vari við því. Innlent 13.10.2005 19:10 13 létust í bílsprengingu Að minnsta kosti níu Írakar og fjórir útlendingar létu lífið þegar bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk þegar erlendar öryggissveitir óku fram hjá svæðinu og er talið að þær hafi verið skotmark uppreisnarmanna. Lögreglan í Bagdad segir að þrjátíu og fimm hið minnsta hafi særst í árásinni. Erlent 13.10.2005 19:10 « ‹ ›
30 kílómetra löng röð fólks Stríðslokanna er minnst víða í Evrópu í dag en þann 8. maí 1945 var uppgjöf nasista fyrir bandamönnum staðfest. Mikil hátíðarhöld fara fram í Þýskalandi og Frakklandi. Af því tilefni verður mynduð 30 kílómetra löng keðja fólks í Berlín en fólkið heldur á kerti til þess að minnast stríðslokanna. Erlent 13.10.2005 19:10
Ein fallegasta múmía sögunnar Ein fallegasta múmía sem sögur fara af fannst við uppgröft í Egyptalandi á dögunum. Múmían er um 2300 ára gömul. Hún fannst við uppgröft á greftrunarsvæði Titi konungs í Sakkarra, suður af Kaíró, fyrir tveimur mánuðum en var ekki sýnd fyrr en nýlega. Erlent 13.10.2005 19:11
Kópavogur 50 ára Kópavogur er 50 ára og heldur afmælisveislu í Fífunni en helmingur hennar verður fylltur með leiktækjum þar sem ungir sem aldnir geta leikið sér að vild. Bakarar hafa sameinast um að baka 50 metra afmælisköku og afmælisgestum verður einnig boðið upp á gos og kaffi. Innlent 13.10.2005 19:10
Jarðskjálfti skekur Japan Jarðskjálfti skók Japan í morgun og mældist hann 4,7 á Richter. Upptök skjálftans voru skammt norður af höfuðborginni Tókýó. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum af völdum jarðskjálftans. Erlent 13.10.2005 19:10
Tony Blair hvattur til afsagnar Áhrifamenn í Verkamannaflokknum hvetja Tony Blair til að taka pokann sinn og láta Gordon Brown forsætisráðherraembættið eftir. Strax er farið að bera á spennu í samskiptum þeirra. Erlent 13.10.2005 19:11
Hundruð flóttamanna á hverri nóttu Tugir ef ekki hundruð flóttamanna reyna að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands á hverri einustu nóttu. Bresk stjórnvöld vilja hins vegar hefta strauminn og því hefur landamæraeftirlit verið hert svo mjög að það er orðið fátítt að menn sleppi í gegn. Erlent 13.10.2005 19:11
Samflokksmenn Blairs vilja afsögn Þingmenn og aðrar áhrifamenn innan breska Verkamannaflokksins skora á Tony Blair forsætisráðherra að láta af embætti áður en þriðja kjörtímabil hans er á enda. Erlent 13.10.2005 19:10
Mjótt á mununum í formannskjöri Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að lítill munur er á fylgi þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar þegar litið er til svara stuðningsmanna allra flokka. Kjósendur Samfylkingarinnar virðast þó heldur hallast að Ingibjörgu. Innlent 13.10.2005 19:11
Hringurinn þrengist um al-Zarqawi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað lykilmann í hryðjuverkahópi Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Þetta er annar háttsettur leiðtogi innan skæruliðahóps Zarqawis sem handsamður er á stuttum tíma. Erlent 13.10.2005 19:10
Sýning á handverki í Árbænum Handverksfólk úr félagsmiðstöðinni í Hraunbæ 105 í Árbænum opnaði sýningu á vetrarstarfi sínu í dag. Málverk, útskurður, perlusaumur, bútasaumur og postulínsmálun er meðal þess sem gleður augað á sýningunni sem verður opin frá klukkan níu til fimm á morgun. Gestum er að sjálfsögðu boðið upp á kaffiveitingar. Innlent 13.10.2005 19:10
Mannlaus bíll rann u.þ.b. 50 metra Töluverðar skemmdir urðu þegar mannlaus bíll rann úr stæði við Vesturbraut í Keflavík í gær og lenti á gömlu timburhúsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í bænum rann bíllinn um fimmtíu metra áður en hann skall á húsinu og sér töluvert bæði á bílnum og húsinu. Víkurfréttir greina frá þessu. Innlent 13.10.2005 19:10
Iðgjöld lækkuð með ökuritum Innan skamms mun ökumönnum verða gert kleift að lækka iðgjöld ökutækja sinna með notkun svokallaðra svartra kassa. Svarti kassinn er ökuriti sem skráir meðal annars hraða, aksturlag og staðsetningu ökutækis. Innlent 13.10.2005 19:11
Vita lítið um Þýskaland nútímans Bretar eru einstaklega áhugasamir um Þýskaland undir stjórn nasista en vita sáralítið um sögu þess eftir seinni heimsstyrjöld, sagði Thomas Matussek, sendiherra Þýskalands í Bretlandi, í viðtali við Sunday Telegraph. Erlent 13.10.2005 19:11
Sinubruni í Mosfellsdal Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna sinubruna í Mosfellsdal um þrjúleytið í dag. Töluvert mikill eldur logaði í sinunni þegar slökkvilið kom á vettvang en það tók um tvær klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins að fullu. Innlent 13.10.2005 19:10
Veltur framtíð Blairs á ESB? Evrópumálin verða líklega stærsta verkefni Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á þriðja kjörtímabili hans. Takist honum ekki að fá bresku þjóðina til að samþykkja nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins kann það að binda enda á pólitískan feril hans. Erlent 13.10.2005 19:10
Verðandi drottning með barni Verðandi drottning Spánar er kona eigi einsömul. Letizia prinsessa giftist krónprinsinum Felipe við hátíðlega athöfn í maí á síðasta ári og nú, rétt tæpu ári síðar, eiga hjúin von á sínu fyrsta barni. Erlent 13.10.2005 19:10
Taki á vegamálum af festu Allt útlit er fyrir að vegaáætlun fyrir næstu fjögur ár verði samþykkt að mestu óbreytt á Alþingi fyrir þinglok síðar í vikunni. Áætlunin var afgreidd úr samgöngunefnd þingsins án verulegra breytinga en búast má við fjörlegum umræðum um áætlunina. Innlent 13.10.2005 19:10
Valdafíknin enn til staðar Biskup Íslands boðaði til samkirkjulegrar bænastundar í Hallgrímskirkju í dag. Fulltrúar rómversk-kaþólskra, rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og prestur af Keflavíkurflugvelli tóku þátt í athöfninni auk rabbía. Þá flutti utanríkisráðherra ávarp. Innlent 13.10.2005 19:11
Styrktarsjóður stofnaður Þroskahjálp á Suðurnesjum hefur undirritað samkomulag við Landsbankann um sofnun Styrktarsjóðs Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Innlent 13.10.2005 19:10
15 taldir af eftir flugslys Óttast er að fimmtán manns, eða þrettán farþegar og tveir flugmenn, hafi farist þegar tveggja hreyfla flugvél hrapaði í norðausturhluta Ástralíu í morgun. Veður var afleitt á staðnum þegar vélin fórst. Erlent 13.10.2005 19:10
Forseti Alþingis gagnrýndur Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu forseta Alþingis harðlega í upphafi þingfundar í morgun fyrir stefnuleysi í störfum þingsins; fjöldi mála lægi fyrir þinginu en samt væri stefnt að því að ljúka þingstörfum 11. maí. Sérlega sárnaði þingmönnum að vera kvaddir út á laugardegi en ekki var gert ráð fyrir því í starfsáætlun þingsins. Innlent 13.10.2005 19:10
Kvartaði undan kviðverkjum Spænskur sjómaður var fluttur með TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, um tíuleytið í gærmorgun eftir að hann hafði kvartað sáran undan kviðverkjum. Innlent 13.10.2005 19:10
Hæsta boðið stóðst ekki Íslandsbanki keypti fótboltatreyjuna sem Eiður Smári Guðjohnsen, nýbakaður Englandsmeistari með Chelsea, gaf Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, í 10 ára afmælisgjöf á dögunum. Innlent 13.10.2005 19:10
Rætt um stækkun þjóðgarðs Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra fjallaði um áherslu sem lögð hefur verið á náttúruvernd og þjóðgarða og fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um enn frekari stækkun Skaftafellsþjóðgarðs og um þjóðgarð norðan Vatnajökuls í opnunarávarpi sínu á ráðstefnu í Skaftafelli um helgina. Innlent 13.10.2005 19:10
Vilja N-Kóreu að samningaborðinu Stjórnvöld í Evrópu og Asíu skora á Norður-Kóreu að setjast aftur að samningaborðinu og ræða kjarnorkuvopnaáætlun landsins, án frekari tafa. Talið er að Norður-Kórea sé að undirbúa tilraunir með kjarnorkuvopn. Erlent 13.10.2005 19:10
Bush mærir Letta George Bush, forseti Bandaríkjanna, fagnar þeim skrefum sem yfirvöld í Lettlandi hafa stigið í átt til frelsis og lýðræðis eftir að landið varð frjálst frá Sovétríkjunum. Bush kom í opinbera heimsókn til Lettlands í gær og markar það upphaf heimsóknar hans til Evrópu þar sem hann tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum Síðari heimstyrjaldar. Erlent 13.10.2005 19:10
Þrjár sprengjur sprungu samtímis Þrjár sprengjur sprungu nánast á sama tíma í jafnmörgum verslunarmiðstöðvum í Yangon, höfuðborg Burma, í morgun. Fjöldi fólks særðist en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um mannskaða, þ.á m. hvort einhver hafi látist. Erlent 13.10.2005 19:10
Krufning bendir til drukknunar Réttarkrufning á líki Brasilíumannsins Dantas, sem leitað var í síðasta mánuði og fannst á skeri undan Stokkseyri fyrir viku, bendir til að hann hafi drukknað. Lögreglan telur ekki ástæðu til frekari rannsókna á orsökum andláts hans. Innlent 13.10.2005 19:10
Hefndaraðgerðir stjórnvalda Stjórnarandstaðan kallar frumvarp til samkeppnislaga hefndaraðgerðir og varar við því að það verði samþykkt sem lög frá Alþingi. Í áliti minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar segir að það veiki samkeppniseftirlit á Íslandi og að helstu sérfræðingar þjóðarinnar á þessu sviði vari við því. Innlent 13.10.2005 19:10
13 létust í bílsprengingu Að minnsta kosti níu Írakar og fjórir útlendingar létu lífið þegar bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk þegar erlendar öryggissveitir óku fram hjá svæðinu og er talið að þær hafi verið skotmark uppreisnarmanna. Lögreglan í Bagdad segir að þrjátíu og fimm hið minnsta hafi særst í árásinni. Erlent 13.10.2005 19:10
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent