Fréttir

Fréttamynd

Ákærðir fyrir aðild að þjóðarmorði

Réttarhöld hófust í Belgíu í dag yfir tveimur hálfbræðrum frá Rúanda sem ákærðir eru fyrir aðild sína að þjóðarmorði í Rúanda árið 1994. Þeim er gefið að sök að hafa aðstoðað hermenn úr ættbálki Hútúa að myrða um 50 þúsund manns með því að útvega þeim farartæki og gefið þeim bjór eftir drápin.

Erlent
Fréttamynd

Markmið náist ekki vegna olíuverðs

Háu dísilolíuverði verður mótmælt formlega í dag með hópakstri frá Holtagörðum að Alþingi. Þeir sem að mótmælunum standa segja markmið nýrra laga um dísilolíu ekki nást með þeim leiðum sem ríkisstjórnin vill fara.

Innlent
Fréttamynd

Unnið verði að kjarnorkumálum

Íranar hyggjast halda áfram verkefnum tengdum auðgun úrans á næstu dögum. Þetta hefur IRNA-fréttastofan eftir næstæðsta manni innan kjarnorkustofnunar Írans í dag. Um er að ræða vinnu í Isfahan-verinu en þar er úran gert hreinna þannig að hægt sé að nota það sem eldsneyti í kjarnorkuveri eða kjarnorkuvopn sé það hreinsað enn frekar.

Erlent
Fréttamynd

Siðaskrá DV birt

DV hefur nú sett sér siðaskrá. Það er Jónas Kristjánsson ritstjóri blaðsins sem unnið hefur upp reglurnar og segir hann siðaskrá DV í nokkrum atriðum sérstaka hér á landi, þótt hún eigi sér hliðstæður í verklagi erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Berrassaðir Belgar í Brugge

Tvö þúsund berrassaðir Belgar hlupu um götur Brugge-borgar um helgina í nafni listarinnar. Fólkið var að hlýða kalli hins heimsfræga ljósmyndara Spencers Tunicks sem fær fólk um allan heim til að afklæðast og gera undarlegustu hluti svo hann megi ná þeim á mynd. Belgarnir létu fimbulkulda og hellirigningu ekki á sig fá og sigldu á bátum um síki borgarinnar og hlupu til og frá eftir duttlungum Tunicks.

Erlent
Fréttamynd

Lög um RÚV og vatnalög í salt

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið og vatnalög verða sett í salt samkvæmt samkomlagi sem náðist nú fyrir nokkrum mínútum milli stjórnar og stjórnarandstöðu um lok þingstarfa. Þetta þýðir að önnur stjórnarfrumvörp munu renna í gegn, þar á meðal samkeppnislög og samgönguáætlun, en gert er ráð fyrir að Alþingi fari í sumarfrí á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Hættulegar barnakerrur á markaði

Tvær gerðir af barnakerrum sem eru á markaði hér á landi geta verið lífshættulegar börnum samkvæmt könnun dönsku neytendastofnunarinnar. Stofnunin gerði gæðakönnun á tíu mismunandi gerðum lítilla barnakerra í Danmörku og reyndust fimm af tíu hættulegar börnum. Þær sem fást hér eru Basson 207 og Brio Tridem samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu Neytendasamtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Olíugjaldi mótmælt í dag

Fyrirhuguðu olíugjaldi verður mótmælt í Reykjavík í dag, en 1. júlí verður það hækkað þannig að verð á díselolíu hækkar verulega. Það eru ferðaklúbburinn 4X4, Félag hópferðaleyfishafa, Landssamband sendibílstjóra, Frami, stéttarfélag leigubílstjóra og Bifreiðastjórafélagið Átak sem standa fyrir mótmælunum.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að úthýsa Vallarvinum

Systurfyrirtæki Icelandair, Flugþjónustan á Kelfavíkurflugvelli ehf., reyndi með beinskeittum og sértækum aðgerðum að hrekja keppinauta sína Vallarvini ehf. af markaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Fékk bætur vegna samningsrofs

Ferðarskrifstofa Akureyrar var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni rúmar 6 miljónir króna vegna riftunar á kaupsamningi. Maðurinn var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri hjá ferðaskrifstofunni árið 2001 en var sagt upp störfum eftir að breytingar urðu á eignarhaldi fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Báturinn sökk mjög hratt

Tveir menn björguðust þegar línubáturinn Ásdís Ólöf sökk skyndilega norðvestur af Siglunesi í nótt. Neyðarkall barst frá bátnum laust fyrir klukkan tvö í nótt í gegnum sjálfvirkt tilkynningaskyldukerfi og reynt var að ná sambandi við bátinn en án árangurs.

Innlent
Fréttamynd

FÍB styður lagabreytingar

Í tilefni mótmæla sem fjögur félög hafa efnt til vegna breytinga á þungaskatti hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda ítrekað að félagið styðji breytinguna. Félögin fjögur séu á móti því að í stað þungaskatts á dísilbíla komi olíugjald á dísilolíu en FÍB taki hins vegar heils hugar á móti breytingunum og finnist núverandi kerfi ósanngjart og úrelt.

Innlent
Fréttamynd

Fáir hlynntir Héðinsfjarðagöngum

Mikill meirihluti er á móti því að ráðist verði í gerð Héðinsfjarðarganga eins og samgönguáætlun Sturla Böðvarssonar gerir ráð fyrir samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Eru alls tæp 70 prósent þeirra sem afstöðu tóku á móti framkvæmdinni en aðeins rétt rúm 30 prósent fylgjandi.

Innlent
Fréttamynd

Komu í veg fyrir rigningu á athöfn

Fallinna Sovétmanna úr heimsstyrjöldinni síðari er minnst á Rauða torginu í Moskvu í dag. Rússnesk yfirvöld beittu óhefðbundnum aðferðum til að koma í veg fyrir að það rigndi á alla þjóðarleiðtogana sem voru þar í sínu fínasta pússi.

Erlent
Fréttamynd

Eystrasaltsríki hunsuðu hátíðahöld

Endaloka heimsstyrjaldarinnar síðari var í dag minnst í Moskvu með hersýningu og hátíðarhöldum. Ekki eru allir á eitt sáttir og Eystrasaltslöndin hunsuðu hátíðarhöldin þar sem endalok Hitlers og heimstyrjaldarinnar marka líka upphafið að hernámi Sovétríkjanna..

Erlent
Fréttamynd

Hættulegar kerrur á markaði

Tvær tegundir barnakerra sem til sölu eru í verslunum hérlendis geta verið lífshættulegar samkvæmt mati dönsku neytendastofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Tveir hermenn felldir í Afganistan

Tveir bandarískir hermenn féllu í valinn í bardögum við skæruliða í Afganistan í gærkvöldi. Hópur hermanna leitaði nokkurra uppreisnarmanna nærri borginni Jalalabad þegar til átaka kom. Undanfarinn einn og hálfan mánuð hafa meira en hundrað manns látist í bardögum í Afganistan en í marga mánuði þar á undan var mjög rólegt í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Hissa á viðkvæmni barnageðlækna

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er hissa á því hversu viðkvæmir barnageðlæknar eru fyrir umræðu um þá miklu aukningu sem orðið hefur á notkun barna á ofvirknilyfjum.

Innlent
Fréttamynd

Norðmenn örlátastir

Norðmenn gefa hlutfallslega mest allra þjóða til hjálparstarfs í fátækum löndum. Á síðasta ári námu framlög Norðmanna til hjálparstarfs 0,9 prósentum af landsframleiðslu þeirra. Næsthæst er hlutfallið í Danmörku og Lúxemborg, þar sem það nemur rúmlega 0,8 prósentum.

Erlent
Fréttamynd

Hafnaði fóstureyðingarlögum í Íran

Æðstu yfirvöld í löggjafarmálum Írans, svokallað Varðaráð, hafa hafnað sértækum fóstureyðingarlögum sem samþykkt voru á íranska þinginu fyrir skemmstu. Samkvæmt þeim átti að leyfa fóstureyðingar ef líf móður væri í hættu eða ef ljóst þætti að barnið yrði fatlað, en stuðningsmenn frumvarpsins sögðu að fötluð börn væru fjárhagsleg byrði á fjölskyldum.

Erlent
Fréttamynd

Óska eftir rökstuðningi

Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi, hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns, í starf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða. Samkvæmt stjórnsýslulögum ber honum að fá svar innan þriggja vikna.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald staðfest

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir manni sem gefin er að sök aðild á smygli á rúmum 7,5 kílóum af amfetamíni með Dettifossi frá Þýskalandi til Íslands síðasta sumar.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti á móti göngum

"Ég verð að viðurkenna að það kemur mér á óvart að það skuli vera svona mikill munur á jákvæðri og neikvæðri afstöðu manna," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, þegar niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins um Héðinsfjarðargöng voru borin undir ráðherrann.

Innlent
Fréttamynd

Semja við Iceland Express

Flugfreyjufélag Íslands hefur skrifað undir kjarasamning við Iceland Express og hafa flugfreyjur þar með skrifað undir kjarasamninga við öll flugfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Mataræði ömmu hefur líka áhrif

Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að matarræði ömmu hefur áhrif á það hvort barnabarnið fær sykursýki eða þjáist af offitu. Þetta er í fyrsta sinn sem í ljós koma slík bein áhrif yfir tvær kynslóðir. Vitað var að lélegt matarræði móður á meðgöngu hefur áhrif á líkurnar á sykursýki barnsins en nú bendir flest til þess að matarræði móðurömmunnar hafi líka áhrif.

Erlent
Fréttamynd

Rafmagnslaust við Öskjuhlíð

Hápsennustrengur skemmdist í Öskjuhlíð um klukkan tvö í dag og varð rafmagnslaust í hluta af Hlíðahverfi, Suðurhlíðum og vestast í Fossvogi. Að sögn talsmanna Orkuveitunnar var vitað hvar bilunin varð og átti rafmagn að komast á eftir stutta stund.

Innlent
Fréttamynd

Fangar fara einir í flug

Fangar eru oftast sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fangelsisyfirvöld meta í hverju tilviki hvort fylgdarmaður þyki nauðsynlegur. Ef ekki þá er fanganum fylgt á flugvöllinn og miði keyptur handa honum. Tekið er á móti honum á flugvellinum við lendingu.

Innlent
Fréttamynd

Þinglok á miðvikudag?

Óvíst er hvort þinglok verði á miðvikudaginn eins og gert hefur verið ráð fyrir því mörg stór og umdeild mál bíða enn afgreiðslu Alþingis. Samkvæmt starfsáætlun eiga þingmenn að fara í frí á miðvikudaginn eftir eldhúsdagsumræður. Í morgun hefur verið tekist á um samkeppnislög sem stjórnarandstæðingar telja veikja eftirlit með samkeppni hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Flækingstík bjargaði ungbarni

Flækingstík bjargaði nýfæddu stúlkubarni sem borið hafði verið út í skógi í útjaðri Naíróbí í Kenía. Barnið var í pastpoka og hafði tíkin borið það í pokanum yfir mikla umferðargötu og í gegnum gaddavírsgirðingu áður en hún kom því fyrir hjá hvolpunum sínum. Barnið fannst svo innan um úrgang úr hvolpunum eftir að nokkrir strákar úr hverfinu heyrðu barnsgrát.

Erlent
Fréttamynd

Bjargaði stúlku úr brennandi bíl

Jón Ólafsson sem særðist í bílsprengjuárás á laugardaginn var bjargaði ungri stúlku úr bíl sem var nær alelda eftir tilræðið. Írösk stjórnvöld höfðu samband við hann og þökkuðu honum fyrir afrekið að sögn aðstandanda Jóns en sjálfur má hann ekki tjá sig við fjölmiðla meðan málið er í rannsókn.

Innlent