Fréttir Lífshlaup Gunnlaugs í Kaliforníu Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tekur þátt í 160 kílómetra hlaupi í Kaliforníu í lok júní og getur hann þar með orðið fyrstur Íslendinga til að ljúka svo löngu hlaupi. Innlent 13.10.2005 19:12 Hreyfill bilaði í flugtaki Hreyfill Páls Sveinssonar, flugvélar Landgræðslunnar, bilaði í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli um hálf tvö leytið í dag. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, urðu flugmennirnir varir við miklar drunur og bank úr hægri hreyflinum í flugtaki og sáu olíu leka úr honum. Innlent 13.10.2005 19:12 Smyglhringur upprættur Lögregluyfirvöld í Austurríki segjast hafa brotið á bak aftur alþjóðlegan glæpahring sem síðustu ár hefur smyglað yfir 5.000 Austur-Evrópumönnum til Vesturlanda. Erlent 13.10.2005 19:12 Í olíuviðskiptum við Saddam? Bandarísk þingnefnd sakar tvo þekkta stjórnmálamenn frá Bretlandi og Frakklandi um að hafa átt í vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Erlent 13.10.2005 19:12 Helmingsaukning á hatursglæpum Réttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, CAIR, birtu í fyrradag skýrslu um glæpi og mismunun sem þarlendir múslimar urðu fyrir á síðasta ári. Erlent 13.10.2005 19:12 Náðu skrúfu af hafsbotni Áhöfn Óðins og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar náðu upp skrúfu sem legið hafði á sjávarbotni við Viðey síðan í október 1944. Skrúfan er úr kanadíska tundurspillinum Skeena, sem strandaði við Viðey í ofsaveðri. Fimmtán manns fórust þá eftir að þeir yfirgáfu skipið í björgunarbátum og -flekum. Innlent 13.10.2005 19:12 Young í tvöfalt lífstíðarfangelsi Dómari í Pensacola í Flórída dæmdi í gærkvöldi Sebastian Young í tvöfalt lífstíðarfangelsi en hann myrti hina hálfíslensku Lucille Mosco á heimili hennar þann 14. mars árið 2003. Sonur hennar, Jón Atli Júlíusson, særðist alvarlega í árásinni. Innlent 13.10.2005 19:12 Neitað um staðfestingu George W. Bush Bandaríkjaforseti varð fyrir áfalli þegar utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta skipun John Bolton sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 13.10.2005 19:12 Gunnar velkominn í flokkinn Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. Innlent 13.10.2005 19:12 Atlantsolía opnar í Njarðvík Samkeppnin í bensín- og olíusölu í Reykjanesbæ eykst í dag þegar Atlantsolía tekur í notkun nýja stöð í Njarðvík. Þetta er fjórða stöð félagsins en að sögn talsmanns Atlantsolíu verður á næstu vikum tilkynnt um fleiri stöðvar sem til stendur að opna á næstunni. Innlent 13.10.2005 19:12 Lítill drengskapur Gunnars "Það er augljóst mál, að þingmaður sem nú vill styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, á ekki heima í Frjálslynda flokknum," segir í yfirlýsingu sem samþykkt var á fundi miðstjórnar Frjálslynda flokksins um ákvörðun Gunnars Örlygssonar að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 13.10.2005 19:12 950 manns með öðrum í herbergi 950 aldraðir búa í herbergi með öðrum á hjúkrunarstofnunum og eru þá frátalin hjón og sambúðarfólk. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins Sigurðssonar á Alþingi. Innlent 13.10.2005 19:12 Stóraukið framlag til HÍ Í ályktun frá Félagi háskólakennara og Félagi prófessora í Háskóla Íslands er þess krafist að stjórnvöld komi að uppbyggingu Háskólans með stórauknu framlagi til rannsókna og kennslu. Innlent 13.10.2005 19:12 Klofinn dómur í kynferðisbrotamáli Héraðsdómur Norðurlands vestra klofnaði í máli manns sem sakaður var um kynferðisbrot gegn ungri systurdóttur sinni. Tveir dómarar sýknuðu manninn, en sá þriðji skilaði séráliti og vildi dæma hann í 10 mánaða fangelsi. Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir. Innlent 13.10.2005 19:12 Réttarhöldin yfir Ocalan óréttlát Réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Ocalan voru óréttlát að mati Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðaði í málinu í morgun. Ocalan var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk en þeim dómi var síðar breytt í lífstíðarfangelsi, vegna þrýstings frá Evrópusambandinu. Erlent 13.10.2005 19:12 Fjármögnuðu hryðjuverk Dómstóll í Stokkhólmi dæmdi í gær tvo Íraka sem búsettir eru í Svíþjóð í sjö og fimm ára langt fangelsi fyrir fjárhagsstuðning við hryðjuverkamenn í heimalandi sínu. Erlent 13.10.2005 19:12 Tafir við Miklubraut í tvær vikur Miklabraut til móts við Rauðarárstíg verður þrengd tímabundið 17.-31. maí vegna framkvæmda við tengingu Hringbrautar. Akreinum verður fækkað úr fjórum í tvær, ein í hvora átt. Innlent 13.10.2005 19:12 Svíar fá flesta launaða frídaga Svíar fá fleiri launaða frídaga en aðrir vinnandi menn í Evrópu. Launaðir frídagar í Svíþjóð eru að jafnaði þrjátíu og þrír á ári sem er heilum níu dögum meira en meðaltalið í öllum löndum Evrópusambandsins. Erlent 13.10.2005 19:12 Skrúfa af kanadískum tundurspilli Landhelgisgæslan kom með skrúfu af kanadíska tundurspillinum Skeenu að Reykjavíkurhöfn í dag. Skeena strandaði við vesturenda Viðeyjar í nóvember árið 1944. Innlent 13.10.2005 19:12 Fyrsti kvenkyns stórmeistarinn Menntamálaráðherra og Lenka Pitasníkóva hafa skrifað undir samning um að Lenka fái laun úr Launasjóði stórmeistara, fyrst íslenskra kvenna. Lenka hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og er tíundi íslenski stórmeistarinn. Innlent 13.10.2005 19:12 Sjö friðargæsluliðar særðust Sjö friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum særðust þegar árás var gerð á þá í Afríkuríkinu Kongó í dag. Mönnunum var gerð fyrirsát þegar þeir áttu leið um veg í austurhluta landsins. Erlent 13.10.2005 19:12 20-25 þúsund borgarar látnir Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun. Erlent 13.10.2005 19:12 Börnin gætu ráðið ferðinni Menntamálaráðuneytið býður nú nemendum í 10. bekk í fyrsta skipti upp á að sækja um framhaldsskóla rafrænt á netinu. Öllum útskriftarnemum úr grunnskólunum er sendur heim veflykill og leiðbeiningar sem þeir geta notað til að skrá sig inn á þar til gerða vefsíðu og þar sótt um þann framhaldsskóla sem þeim hugnast. Innlent 13.10.2005 19:12 Kann að hafa látist Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir. Erlent 13.10.2005 19:12 Vara Írana við Stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi vöruðu Írana við því í dag að halda áfram kjarnorkutilraunum sínum; að öðrum kosti myndu ríkin ganga í lið með Bandaríkjamönnum í því að fá leyfi frá Sameinuðu þjóðunum til að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Erlent 13.10.2005 19:12 Í olíuviðskiptum við Saddam? „Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun. Erlent 13.10.2005 19:12 Persónuupplýsingar gegn greiðslu Smartkort hf. hefur fengið einkaleyfi á tækjum og ferlum sem gera möguleg skipti á persónuupplýsingum gegn greiðslu, hvort sem hún er í formi fjármuna, afsláttar, bónuspunkta eða annarra fríðinda. Innlent 17.10.2005 23:41 Róstur í Írak í gær Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak. 21 týndi lífi í fjórum bílsprengjuárásum víðs vegar um landið í gær. Bandarískar hersveitir sækja hart að uppreisnarmönnum sem hafast við nærri sýrlensku landamærunum. Erlent 13.10.2005 19:12 Mærir Íslendingasögur í bók Hinn heimskunni tékknesk-franski rithöfundur Milan Kundera fer fögrum orðum um íslenska sagnaarfinn í bók sem nýverið kom út í Frakklandi. Innlent 13.10.2005 19:12 Öcalan fái réttláta málsmeðferð Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcalan hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð þegar tyrknesk yfirvöld réttuðu yfir honum á sínum tíma. Erlent 13.10.2005 19:12 « ‹ ›
Lífshlaup Gunnlaugs í Kaliforníu Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tekur þátt í 160 kílómetra hlaupi í Kaliforníu í lok júní og getur hann þar með orðið fyrstur Íslendinga til að ljúka svo löngu hlaupi. Innlent 13.10.2005 19:12
Hreyfill bilaði í flugtaki Hreyfill Páls Sveinssonar, flugvélar Landgræðslunnar, bilaði í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli um hálf tvö leytið í dag. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, urðu flugmennirnir varir við miklar drunur og bank úr hægri hreyflinum í flugtaki og sáu olíu leka úr honum. Innlent 13.10.2005 19:12
Smyglhringur upprættur Lögregluyfirvöld í Austurríki segjast hafa brotið á bak aftur alþjóðlegan glæpahring sem síðustu ár hefur smyglað yfir 5.000 Austur-Evrópumönnum til Vesturlanda. Erlent 13.10.2005 19:12
Í olíuviðskiptum við Saddam? Bandarísk þingnefnd sakar tvo þekkta stjórnmálamenn frá Bretlandi og Frakklandi um að hafa átt í vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Erlent 13.10.2005 19:12
Helmingsaukning á hatursglæpum Réttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, CAIR, birtu í fyrradag skýrslu um glæpi og mismunun sem þarlendir múslimar urðu fyrir á síðasta ári. Erlent 13.10.2005 19:12
Náðu skrúfu af hafsbotni Áhöfn Óðins og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar náðu upp skrúfu sem legið hafði á sjávarbotni við Viðey síðan í október 1944. Skrúfan er úr kanadíska tundurspillinum Skeena, sem strandaði við Viðey í ofsaveðri. Fimmtán manns fórust þá eftir að þeir yfirgáfu skipið í björgunarbátum og -flekum. Innlent 13.10.2005 19:12
Young í tvöfalt lífstíðarfangelsi Dómari í Pensacola í Flórída dæmdi í gærkvöldi Sebastian Young í tvöfalt lífstíðarfangelsi en hann myrti hina hálfíslensku Lucille Mosco á heimili hennar þann 14. mars árið 2003. Sonur hennar, Jón Atli Júlíusson, særðist alvarlega í árásinni. Innlent 13.10.2005 19:12
Neitað um staðfestingu George W. Bush Bandaríkjaforseti varð fyrir áfalli þegar utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta skipun John Bolton sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 13.10.2005 19:12
Gunnar velkominn í flokkinn Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. Innlent 13.10.2005 19:12
Atlantsolía opnar í Njarðvík Samkeppnin í bensín- og olíusölu í Reykjanesbæ eykst í dag þegar Atlantsolía tekur í notkun nýja stöð í Njarðvík. Þetta er fjórða stöð félagsins en að sögn talsmanns Atlantsolíu verður á næstu vikum tilkynnt um fleiri stöðvar sem til stendur að opna á næstunni. Innlent 13.10.2005 19:12
Lítill drengskapur Gunnars "Það er augljóst mál, að þingmaður sem nú vill styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, á ekki heima í Frjálslynda flokknum," segir í yfirlýsingu sem samþykkt var á fundi miðstjórnar Frjálslynda flokksins um ákvörðun Gunnars Örlygssonar að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 13.10.2005 19:12
950 manns með öðrum í herbergi 950 aldraðir búa í herbergi með öðrum á hjúkrunarstofnunum og eru þá frátalin hjón og sambúðarfólk. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins Sigurðssonar á Alþingi. Innlent 13.10.2005 19:12
Stóraukið framlag til HÍ Í ályktun frá Félagi háskólakennara og Félagi prófessora í Háskóla Íslands er þess krafist að stjórnvöld komi að uppbyggingu Háskólans með stórauknu framlagi til rannsókna og kennslu. Innlent 13.10.2005 19:12
Klofinn dómur í kynferðisbrotamáli Héraðsdómur Norðurlands vestra klofnaði í máli manns sem sakaður var um kynferðisbrot gegn ungri systurdóttur sinni. Tveir dómarar sýknuðu manninn, en sá þriðji skilaði séráliti og vildi dæma hann í 10 mánaða fangelsi. Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir. Innlent 13.10.2005 19:12
Réttarhöldin yfir Ocalan óréttlát Réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Ocalan voru óréttlát að mati Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðaði í málinu í morgun. Ocalan var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk en þeim dómi var síðar breytt í lífstíðarfangelsi, vegna þrýstings frá Evrópusambandinu. Erlent 13.10.2005 19:12
Fjármögnuðu hryðjuverk Dómstóll í Stokkhólmi dæmdi í gær tvo Íraka sem búsettir eru í Svíþjóð í sjö og fimm ára langt fangelsi fyrir fjárhagsstuðning við hryðjuverkamenn í heimalandi sínu. Erlent 13.10.2005 19:12
Tafir við Miklubraut í tvær vikur Miklabraut til móts við Rauðarárstíg verður þrengd tímabundið 17.-31. maí vegna framkvæmda við tengingu Hringbrautar. Akreinum verður fækkað úr fjórum í tvær, ein í hvora átt. Innlent 13.10.2005 19:12
Svíar fá flesta launaða frídaga Svíar fá fleiri launaða frídaga en aðrir vinnandi menn í Evrópu. Launaðir frídagar í Svíþjóð eru að jafnaði þrjátíu og þrír á ári sem er heilum níu dögum meira en meðaltalið í öllum löndum Evrópusambandsins. Erlent 13.10.2005 19:12
Skrúfa af kanadískum tundurspilli Landhelgisgæslan kom með skrúfu af kanadíska tundurspillinum Skeenu að Reykjavíkurhöfn í dag. Skeena strandaði við vesturenda Viðeyjar í nóvember árið 1944. Innlent 13.10.2005 19:12
Fyrsti kvenkyns stórmeistarinn Menntamálaráðherra og Lenka Pitasníkóva hafa skrifað undir samning um að Lenka fái laun úr Launasjóði stórmeistara, fyrst íslenskra kvenna. Lenka hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og er tíundi íslenski stórmeistarinn. Innlent 13.10.2005 19:12
Sjö friðargæsluliðar særðust Sjö friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum særðust þegar árás var gerð á þá í Afríkuríkinu Kongó í dag. Mönnunum var gerð fyrirsát þegar þeir áttu leið um veg í austurhluta landsins. Erlent 13.10.2005 19:12
20-25 þúsund borgarar látnir Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun. Erlent 13.10.2005 19:12
Börnin gætu ráðið ferðinni Menntamálaráðuneytið býður nú nemendum í 10. bekk í fyrsta skipti upp á að sækja um framhaldsskóla rafrænt á netinu. Öllum útskriftarnemum úr grunnskólunum er sendur heim veflykill og leiðbeiningar sem þeir geta notað til að skrá sig inn á þar til gerða vefsíðu og þar sótt um þann framhaldsskóla sem þeim hugnast. Innlent 13.10.2005 19:12
Kann að hafa látist Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir. Erlent 13.10.2005 19:12
Vara Írana við Stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi vöruðu Írana við því í dag að halda áfram kjarnorkutilraunum sínum; að öðrum kosti myndu ríkin ganga í lið með Bandaríkjamönnum í því að fá leyfi frá Sameinuðu þjóðunum til að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Erlent 13.10.2005 19:12
Í olíuviðskiptum við Saddam? „Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun. Erlent 13.10.2005 19:12
Persónuupplýsingar gegn greiðslu Smartkort hf. hefur fengið einkaleyfi á tækjum og ferlum sem gera möguleg skipti á persónuupplýsingum gegn greiðslu, hvort sem hún er í formi fjármuna, afsláttar, bónuspunkta eða annarra fríðinda. Innlent 17.10.2005 23:41
Róstur í Írak í gær Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak. 21 týndi lífi í fjórum bílsprengjuárásum víðs vegar um landið í gær. Bandarískar hersveitir sækja hart að uppreisnarmönnum sem hafast við nærri sýrlensku landamærunum. Erlent 13.10.2005 19:12
Mærir Íslendingasögur í bók Hinn heimskunni tékknesk-franski rithöfundur Milan Kundera fer fögrum orðum um íslenska sagnaarfinn í bók sem nýverið kom út í Frakklandi. Innlent 13.10.2005 19:12
Öcalan fái réttláta málsmeðferð Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcalan hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð þegar tyrknesk yfirvöld réttuðu yfir honum á sínum tíma. Erlent 13.10.2005 19:12