Fréttir

Fréttamynd

Lífshlaup Gunnlaugs í Kaliforníu

Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tekur þátt í 160 kílómetra hlaupi í Kaliforníu í lok júní og getur hann þar með orðið fyrstur Íslendinga til að ljúka svo löngu hlaupi.

Innlent
Fréttamynd

Hreyfill bilaði í flugtaki

Hreyfill Páls Sveinssonar, flugvélar Landgræðslunnar, bilaði í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli um hálf tvö leytið í dag. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, urðu flugmennirnir varir við miklar drunur og bank úr hægri hreyflinum í flugtaki og sáu olíu leka úr honum.

Innlent
Fréttamynd

Smyglhringur upprættur

Lögregluyfirvöld í Austurríki segjast hafa brotið á bak aftur alþjóðlegan glæpahring sem síðustu ár hefur smyglað yfir 5.000 Austur-Evrópumönnum til Vesturlanda.

Erlent
Fréttamynd

Í olíuviðskiptum við Saddam?

Bandarísk þingnefnd sakar tvo þekkta stjórnmálamenn frá Bretlandi og Frakklandi um að hafa átt í vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Helmingsaukning á hatursglæpum

Réttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, CAIR, birtu í fyrradag skýrslu um glæpi og mismunun sem þarlendir múslimar urðu fyrir á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Náðu skrúfu af hafsbotni

Áhöfn Óðins og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar náðu upp skrúfu sem legið hafði á sjávarbotni við Viðey síðan í október 1944. Skrúfan er úr kanadíska tundurspillinum Skeena, sem strandaði við Viðey í ofsaveðri. Fimmtán manns fórust þá eftir að þeir yfirgáfu skipið í björgunarbátum og -flekum.

Innlent
Fréttamynd

Young í tvöfalt lífstíðarfangelsi

Dómari í Pensacola í Flórída dæmdi í gærkvöldi Sebastian Young í tvöfalt lífstíðarfangelsi en hann myrti hina hálfíslensku Lucille Mosco á heimili hennar þann 14. mars árið 2003. Sonur hennar, Jón Atli Júlíusson, særðist alvarlega í árásinni.

Innlent
Fréttamynd

Neitað um staðfestingu

George W. Bush Bandaríkjaforseti varð fyrir áfalli þegar utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta skipun John Bolton sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Erlent
Fréttamynd

Gunnar velkominn í flokkinn

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn.  

Innlent
Fréttamynd

Atlantsolía opnar í Njarðvík

Samkeppnin í bensín- og olíusölu í Reykjanesbæ eykst í dag þegar Atlantsolía tekur í notkun nýja stöð í Njarðvík. Þetta er fjórða stöð félagsins en að sögn talsmanns Atlantsolíu verður á næstu vikum tilkynnt um fleiri stöðvar sem til stendur að opna á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Lítill drengskapur Gunnars

"Það er augljóst mál, að þingmaður sem nú vill styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, á ekki heima í Frjálslynda flokknum," segir í yfirlýsingu sem samþykkt var á fundi miðstjórnar Frjálslynda flokksins um ákvörðun Gunnars Örlygssonar að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

950 manns með öðrum í herbergi

950 aldraðir búa í herbergi með öðrum á hjúkrunarstofnunum og eru þá frátalin hjón og sambúðarfólk. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins Sigurðssonar á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Stóraukið framlag til HÍ

Í ályktun frá Félagi háskólakennara og Félagi prófessora í Háskóla Íslands er þess krafist að stjórnvöld komi að uppbyggingu Háskólans með stórauknu framlagi til rannsókna og kennslu.

Innlent
Fréttamynd

Klofinn dómur í kynferðisbrotamáli

Héraðsdómur Norðurlands vestra klofnaði í máli manns sem sakaður var um kynferðisbrot gegn ungri systurdóttur sinni. Tveir dómarar sýknuðu manninn, en sá þriðji skilaði séráliti og vildi dæma hann í 10 mánaða fangelsi. Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Réttarhöldin yfir Ocalan óréttlát

Réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Ocalan voru óréttlát að mati Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðaði í málinu í morgun. Ocalan var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk en þeim dómi var síðar breytt í lífstíðarfangelsi, vegna þrýstings frá Evrópusambandinu.

Erlent
Fréttamynd

Fjármögnuðu hryðjuverk

Dómstóll í Stokkhólmi dæmdi í gær tvo Íraka sem búsettir eru í Svíþjóð í sjö og fimm ára langt fangelsi fyrir fjárhagsstuðning við hryðjuverkamenn í heimalandi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Tafir við Miklubraut í tvær vikur

Miklabraut til móts við Rauðarárstíg verður þrengd tímabundið 17.-31. maí vegna framkvæmda við tengingu Hringbrautar. Akreinum verður fækkað úr fjórum í tvær, ein í hvora átt.

Innlent
Fréttamynd

Svíar fá flesta launaða frídaga

Svíar fá fleiri launaða frídaga en aðrir vinnandi menn í Evrópu. Launaðir frídagar í Svíþjóð eru að jafnaði þrjátíu og þrír á ári sem er heilum níu dögum meira en meðaltalið í öllum löndum Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Skrúfa af kanadískum tundurspilli

Landhelgisgæslan kom með skrúfu af kanadíska tundurspillinum Skeenu að Reykjavíkurhöfn í dag. Skeena strandaði við vesturenda Viðeyjar í nóvember árið 1944.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti kvenkyns stórmeistarinn

Menntamálaráðherra og Lenka Pitasníkóva hafa skrifað undir samning um að Lenka fái laun úr Launasjóði stórmeistara, fyrst íslenskra kvenna. Lenka hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og er tíundi íslenski stórmeistarinn.

Innlent
Fréttamynd

Sjö friðargæsluliðar særðust

Sjö friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum særðust þegar árás var gerð á þá í Afríkuríkinu Kongó í dag. Mönnunum var gerð fyrirsát þegar þeir áttu leið um veg í austurhluta landsins.

Erlent
Fréttamynd

20-25 þúsund borgarar látnir

Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Börnin gætu ráðið ferðinni

Menntamálaráðuneytið býður nú nemendum í 10. bekk í fyrsta skipti upp á að sækja um framhaldsskóla rafrænt á netinu. Öllum útskriftarnemum úr grunnskólunum er sendur heim veflykill og leiðbeiningar sem þeir geta notað til að skrá sig inn á þar til gerða vefsíðu og þar sótt um þann framhaldsskóla sem þeim hugnast.

Innlent
Fréttamynd

Kann að hafa látist

Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir.

Erlent
Fréttamynd

Vara Írana við

Stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi vöruðu Írana við því í dag að halda áfram kjarnorkutilraunum sínum; að öðrum kosti myndu ríkin ganga í lið með Bandaríkjamönnum í því að fá leyfi frá Sameinuðu þjóðunum til að grípa til nauðsynlegra aðgerða.

Erlent
Fréttamynd

Í olíuviðskiptum við Saddam?

„Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun.

Erlent
Fréttamynd

Persónuupplýsingar gegn greiðslu

Smartkort hf. hefur fengið einkaleyfi á tækjum og ferlum sem gera möguleg skipti á persónuupplýsingum gegn greiðslu, hvort sem hún er í formi fjármuna, afsláttar, bónuspunkta eða annarra fríðinda.

Innlent
Fréttamynd

Róstur í Írak í gær

Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak. 21 týndi lífi í fjórum bílsprengjuárásum víðs vegar um landið í gær. Bandarískar hersveitir sækja hart að uppreisnarmönnum sem hafast við nærri sýrlensku landamærunum.

Erlent
Fréttamynd

Mærir Íslendingasögur í bók

Hinn heimskunni tékknesk-franski rithöfundur Milan Kundera fer fögrum orðum um íslenska sagnaarfinn í bók sem nýverið kom út í Frakklandi.

Innlent
Fréttamynd

Öcalan fái réttláta málsmeðferð

Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcalan hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð þegar tyrknesk yfirvöld réttuðu yfir honum á sínum tíma.

Erlent