Innlent

Börnin gætu ráðið ferðinni

Menntamálaráðuneytið býður nú nemendum í 10. bekk í fyrsta skipti upp á að sækja um framhaldsskóla rafrænt á netinu. Öllum útskriftarnemum úr grunnskólunum er sendur heim veflykill og leiðbeiningar sem þeir geta notað til að skrá sig inn á þar til gerða vefsíðu og þar sótt um þann framhaldsskóla sem þeim hugnast. Þar sem útskriftarnemar úr 10. bekk eru allflestir á sextánda ári þurfa þeir eðli málsins samkvæmt samþykki og vitund foreldra þegar þeir sækja um í framhaldsskóla. Á vef ráðuneytisins kemur fram í frétt að bréfin séu stíluð á forráðamenn en þetta brást. Reiður faðir hafði samband við Fréttablaðið og sagði frá því að bréfin væru stíluð á nemendur og þeim því í sjálfsvald sett hvort forráðamenn séu hafðir með í ráðum þegar sótt er um skóla. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu þá hafa menn þar áttað sig á mistökunum og verið er að senda út ný bréf, í þetta skiptið stíluð á forráðamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×