Innlent

Persónuupplýsingar gegn greiðslu

Smartkort hf. hefur fengið einkaleyfi á tækjum og ferlum sem gera möguleg skipti á persónuupplýsingum gegn greiðslu, hvort sem hún er í formi fjármuna, afsláttar, bónuspunkta eða annarra fríðinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Einkaleyfið var gefið út af Evrópsku einkaleyfastofunni (EPO) þann 27.apríl sl. en undirbúningur einkaleyfisins hefur staðið yfir frá því 1998. Samhliða einkaleyfaumsókninni hjá EPO var sótt um sama leyfi hjá Einkaleyfastofnum Bandaríkjanna (United States Patent Office). Í tilkynningunni segir að fyrir tilstilli laga um persónuvernd hafi orðið til ný gerð alþjóðlegrar auðlindar – upplýsingaauðlind einstaklinganna. Með lagasetningum um persónuvernd hafa lönd Evrópu og USA takmarkað aðgengið að persónutengjanlegum upplýsingum. Með þessum takmörkunum hefur því myndast eign einstaklingsins sem er háð takmörkunum um aðgengi. Því er um að ræða einskonar upplýsingakvóta en aðgengið að honum stjórnast af upplýstu samþykki einstaklingsins. Einkaleyfi Smartkorta nær yfir notkun auðlindarinnar sem verður til þegar upplýst samþykki einstaklingsins liggur fyrir notkun stafrænna upplýsinga sem viðkomandi einstaklingur framleiðir í sínu daglega lífi, að því er segir í tilkynningunni. Einkaleyfið hefur mjög víðfemt verndarsvið og hefur verið flokkað niður á eftirfarandi markaði sem allir eru alþjóðlegir: banka og fjármálaþjónustu, tryggingafyrirtæki, lyfjafyrirtæki, símafyrirtæki, verslanakeðjur og smásala, markaðs- og þjónustufyrirtæki, internetfyrirtæki og verslanir á Netinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×