Fréttir

Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif
Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.
Smáhveli strandaði á Siglufirði
Um tveggja metra langur blettahnýðir, smáhveli af höfrungaætt, strandaði í tvígang á Siglufirði síðastliðinn miðvikudag. Í bæði skiptin losnaði hann af sjálfsdáðum en virtist vankaður eftir síðara strandið; synti í hringi og hvarf loks sjónum Siglfirðinga.

Rice reynir að stöðva ofbeldisöldu
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er komin til Miðausturlanda, til að reyna að stöðva ofbeldisölduna sem þar hefur gengið yfir undanfarna daga.
Orkuveita Stykkishólms seld
Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Stykkishólmsbæ um kaup á vatns- og hitaveitu bæjarins og hefur samningurinn í för með sér 35 prósenta verðlækkun á heitu vatni í bænum. Samningurinn var undirritaður í gær en Orkuveita Stykkishólms er metin á 615 milljónir króna.

Ökuníðingar á ofsahraða
Þrír ökuníðingar mældust á ofsahraða í gærkvöldi og í nótt og þykir mildi að ekki hlutust stórslys af háttarlagi þeirra.

Árni vissi ekki betur
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spáir nýrri holskeflu af uppgreiðslum hjá Íbúðalánasjóði þar sem líklegt sé að vextir lækki innan tveggja ára. Hann segir umhugsunarefni af hverju Íbúðalánasjóður hafi einungis kosið að sýna félagsmálanefnd Alþingis einn af þeim lánasamningum sem gerðir voru.

Sprengjugrín á Kastrup
Rýma varð öryggiseftirlitssvæði Katstrup flugvallar fyrr í dag vegna spaugsemi flugfarþega. Maðurinn sem er 44 ára Dani skellti handfarangri sínum á færibandið og tilkynnti um leið að hann innihéldi sprengju.

Strætó akreinar
Nýtt leiðakerfi strætó verður tekið í gagnið í fyrramálið og hafa strætisvagnarnir fengið þrjár nýjar sérakreinar til að aka á. Þannig er vonast til að strætó verði vinsælli ferðamáti þegar vagnarnir hafa eitthvað fram yfir almenna umferð.

Hagnaður Google fjórfaldast
Hagnaður Google fjórfaldaðist á öðrum fjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra að sögn hálffimm frétta KB-banka. Allt í allt hafa tekjur félagsins tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra en þær uxu tvöfalt hraðar en tekjur helsta keppinautarins, Yahoo.

Fjögurra enn leitað
Lögreglan í Bretlandi hefur staðfest að maðurinn sem hún skaut til bana á járnbrautarstöð í Lundúnum í morgun tengdist árásunum í gær. Hún leitar einnig fjögurra annarra manna sem tengjast árásinni.

Hefja leit í föggum fólks
Öryggisyfirvöld í New York hafa ákveðið að hefja slembileit í bakpokum og töskum fólks í borginni í kjölfar árásanna á London í gær. Frá og með deginum í dag getur hver sá sem notast við almennings samgöngur í borginni átt von á að leitað verði í föggum hans. Ekki liggur fyrir hve viðamiklar aðgerðirnar eru. Hingað til hefur ekki verið farið út í slíkar aðgerðir af ótta við tafir sem af þeim kynnu að hljótast.

Brasilía í París
Parísarbúar sem vilja brasilískar strendur þurfa ekki að leita langt í sumar. Nú er verið að koma upp sólarströnd við ána Signu, sem liggur í gegnum borgina og hún á að vera undir brasilískum áhrifum. Þegar hafa fimmtán hundruð tonn af brasilískum sandi verið flutt inn í borgina, sem og fjölmörg pálmatré.
Slys í Hvalvatnsfirði
Maður slasaðist alvarlega þegar hann hrapaði á annað hundrað metra í skriðum við Hvalvatnsfjörð. Björgunarsveitir frá Grenivík, Húsavík og Akureyri voru kallaðar á svæðið sem og sérþjálfaðir fjallabjörgunarmenn og er læknir og björgunarmenn komnir til mannsins en beðið er eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Skyggni er slæmt þar sem töluverð þoka er á svæðinu.

2600 íbúðarhús eyðilögð í Kína
Hvirfilbylurinn Haitang hefur eyðilagt 2600 íbúðarhús í austurhluta Kína undanfarna daga. Meira en 300 þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum á svæðinu og gefnar hafa verið út viðvaranir um aurskriður og flóð í dag og á morgun.
Engar fréttir af mannskaða
Naglasprengja er sögð hafa sprungið á Warren Street lestarstöðinni í London. Þá greinir Sky frá því að sprenging hafa orðið í stætisvagni í Hackney og að skothríð hafi heyrst. Engar fréttir hafa borist af látnum eða slösuðum.

Tryggingabætur öryrkja skerðast
Öryrkjar sem hafa lagt fyrir viðbótarlífeyrissparnað missa hluta af tryggingabótum sínum óski þeir eftir að fá hann útborgaðan. Þegar skatturinn hefur einnig tekið sinn toll er ávinningurinn af sparnaðinum nær enginn. Öryrki sem fréttastofan ræddi við segir þetta ekkert annað en þjófnað.

Pólverjunum meinað að tjá sig
Pólsku verkamennirnir fimm sem starfa fyrir fyrirtækið Sputnikbátar á Akranesi hefur verið bannað af leigumiðluninni í Póllandi að tjá sig um launamál sín að sögn Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness.

Sprengingar skelfa Lundúnabúa
Sprengingar urðu í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum um hádegisbil í gær, en þær voru mun minni en þær sem bönuðu 56 manns fyrir hálfum mánuði. Aðeins einn maður særðist í sprengingunum í gær, að því er fregnir hermdu. Lögreglan sagði mikið af sönnunargögnum hafa fundist sem líkleg væru til að vísa henni á þá sem að tilræðunum stóðu.

Geta ekki séð um öryggi landsins
Írakskar öryggissveitir eru engan vegin í stakk búnar til að sjá sjálfar um öryggi landsins. Þetta kemur fram í nýrri leyniskýrslu frá Pentagon sem dagblaðið <em>New York Times</em> greinir frá í dag.

Mótmælaganga stöðvuð á Gaza
Tuttugu þúsund lögreglumenn og hermenn stöðvuðu í nótt mótmælagöngu við Gaza-svæðið. Sex þúsund manns tóku þátt í göngunni sem er ætlað að tefja brottfluttning Ísraela frá svæðinu.

Enn er diplómötum rænt
Tveimur alsírskum sendiráðstarfsmönnum í Írak var rænt í Bagdad í gær. Í það minnsta 15 manns létust í árásum gærdagsins.
Kemst ekki í íbúðina sína
"Ég er eiginlega stressaðri núna heldur en fyrir tveimur vikum því þá vissi ég ekkert hvað var að gerast. Nú fór ég hins vegar strax að hugsa um um 7. júlí," segir Ragnhildur Bjarnadóttir, íbúi í Lundúnum.
Brottflutningi flýtt
Mótmæli gyðinga við brottflutning landnema frá Gaza-ströndinni virðast ætla að hafa þveröfug áhrif en ætlað var því í gær lét aðstoðarforsætisráðherra Ísraels þá skoðun sína í ljós að hraða bæri brottflutningnum þeirra vegna.

Hjónabönd samkynhneigðra lögleidd
Kanada varð í gærkvöldi fjórða landið í heiminum til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti þetta á þriðjudagskvöldið og í gærkvöldi skrifaði svo forseti hæstaréttar landsins undir lögin.

Þyrlan sótti skipverja
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði voru kölluð út klukkan korter yfir tíu í morgun vegna tilkynningar um skipverja sem hafði fengið hjartaáfall um borð í skútu við mynni Dýrafjarðar.
Grafin lifandi
Eldri hjón sem fundust látin í grunnri gröf á laugardaginn virðast hafa verið grafin lifandi. Lögregla í Flórída staðfesti þetta í gær.

Sex nýir eigendur í SPH
Að minnsta kosti fimmtán stofnfjárhlutir hafa skipt um hendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Sex nýir stofnfjáreigendur voru kynntir til sögunnar á stofnfjáreigendafundi SPH í gærkvöld.

Dýralæknar vanir ferðamenn
"Dýralæknar eru vanir ferðamenn og hafa ekki kveinkað sér undan því hingað til að keyra heiðarnar á Íslandi," segir Guðni Ágústsson um gagnrýni starfsmanna Yfirdýralæknis á staðsetningu Landbúnaðarstofnunar á Selfossi. "Þetta er búið og gert og ég er sannfærður um að Selfoss er heppilegur staður fyrir stofnunina."

Rætt við hæstbjóðanda
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að gengið yrði til viðræðna við hæstbjóðanda í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni ehf. sem borgin á í félagi við Orkuveitu Reykjavíkur. Þá var samþykkt tillaga um að byggja nýtt fimleikahús fyrir Ármann og Þrótt í Laugardal.

Gerir grein fyrir samningunum
Guðmundur Bjarnason, forstöðumaður Íbúðalánasjóðs, er þessa stundina að gera félagsmálanefnd Alþingis grein fyrir umdeildum samningum Íbúðalánasjóðs við banka og sparisjóði, sem hafa farið leynt. Fjórir starfsmenn sjóðsins eru með Guðmundi.