Fréttir

Fréttamynd

Meintur kinnhestur til á myndbandi

Atvikið þar sem Hreimi Erni Heimissyni og Árna Johnsen lenti saman á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er til á myndbandi. Myndbandið fæst þó ekki sýnt - að sögn til að vernda Vestmannaeyjabæ. Árna og Hreimi ber engan veginn saman um hvað gerðist.

Innlent
Fréttamynd

Strákarnir okkar til Toronto

Íslenska kvikmyndin Strákarnir okkar, sem Róbert Douglas leikstýrir, hefur verið valin til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem fer fram 8.-17. september næstkomandi. Hátíðin er einhver sú stærsta í Norður-Ameríku.

Innlent
Fréttamynd

Missti mánaðargömul ökuréttindi

Ungur ökumaður með aðeins mánaðargamalt ökuskírteini var tekinn í nótt fyrir að hafa ekið á 132 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku þar sem hámarkshraði er áttatíu. Hann var að stinga annan bíl af í spyrnu þegar hann ók í flasið á lögreglu sem svipti hann ökuréttindum í einn mánuð auk þes sem hann verður sektaður.

Innlent
Fréttamynd

Gisti líklega á Klaustri

Nú er talið víst að erlendi ferðamaðurinn, sem leitað var að í alla nótt og fram að hádegi, hafi gist á Kirkjubæjarklaustri í nótt en hann er farinn þaðan. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar var ekki tekin nein áhætta með umfang leitarinnar í ljósi þess að erlendur ferðamaður varð úti á þessum slóðum við svipuð veðurskilyrði og voru í gær.

Innlent
Fréttamynd

Viðgerð lokið á botni Discovery

Bandaríski geimfarinn Steve Robinson lauk fyrir stundu viðgerð á botni geimferjunnar Discovery. Tveir þéttikantar stóðu nokkra sentímetra niður úr maga ferjunnar og þá þurfti að fjarlægja vegna hins gífurlega hita sem myndast þegar ferjan kemur inn í gufuhvolf jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Vantar sárlega bílstjóra

Strætó berst nú við að koma ferðatíðni á stofnleiðum sínum í lag, en það tókst ekki að halda henni í nema tæpa viku. Einnig á að skoða athugasemdir frá heilbrigðisstofnunum, sem finnst þær hafa orðið útundan.

Innlent
Fréttamynd

Vilja framsal Husmain frá Ítalíu

Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Lestarstöðinni í Árósum lokað

Lögreglan í Árósum, í Danmörku, hefur lokað af járnbrautarstöð borgarinnnar af ótta við að þar hafi verið komið fyrir sprengju. Ferðataska, sem enginn eigandi finnst að, er á brautarstöðinni.

Erlent
Fréttamynd

Úthafskarfi minni en áður

Talið er að heildarmagn karfa í úthafinu á svæðinu frá lögsögu Kanada og að Íslandi, sé ríflega einn komma tvær milljónir tonna. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður úr rannsóknarleiðangri Íslendinga Rússa og Þjóðverja, sem er nýlokið.

Innlent
Fréttamynd

Skaftá enn í vexti

Skaftárhlaupið hélt áfram að vaxa fram eftir öllu kvöldi og hefur sjálfsagt vaxið enn í nótt. Vöxturinn hefur verið hægur og stöðugur. Rennsli Eldvatns, sem er önnur kvísl Skaftár, tvöfaldaðist frá miðjum degi í fyrradag til jafnlengdar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Teknir í landhelgi

Varðskipið Týr stóð tvo línubáta að meintum ólöglegum veiðum í Reykjafjarðarál norðaustur af Ströndum í nótt og eru bátarnir nú á leið til Hvammstanga í fylgd varðskipsins. Þar tekur sýlsumaður á Blönduósi við rannsókn málsins og vigtar meðal annars aflann upp úr bátunum.

Innlent
Fréttamynd

Neitar að hafa drepið börnin

Þýsk kona sem var handtekin eftir að lík níu nýfæddra barna fundust grafin í garði hennar, viðurkennir að hafa fætt börnin en neitar að hafa ráðið þeim bana.

Erlent
Fréttamynd

Óeirðir í Súdan

Mörg hundruð manns ganga nú berseksgang á götum úti í Khartoum höfuðborg Súdans. Vel á fjórða tug manna hafa fallið og meira en þrjú hundruð slasast í miklum götuóeirðum, sem brutust út í kjölfar frétta af dauða varaforseta landsins, John Garang.

Erlent
Fréttamynd

Ígildi 57 bankagjaldkera

Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám.  Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna.

Innlent
Fréttamynd

Komust allir lífs af úr slysinu

Kanadísk yfirvöld segja að allir farþegarnir 252 sem voru í Airbus þotunni sem hlekktist á í lendingu á Torontoflugvelli í kvöld hafi komsit lífs af. Einn flugmanna þotunnar var fluttur á sjúkrahús en hann var á ráfi nálægt slysstaðnum. Þá hlutu 14 farþegar minniháttar meiðsli.

Erlent
Fréttamynd

Þota með 200 manns fórst í lendingu í Toronto

Þota með um 200 manns innanborðs fórst í lendingu á flugvellinum í Toronto í Kanada í kvöld. Sjónarvottar sögðu vélina hafa runnið út af flugbrautinni eftir lendingu, þar hafi skrokkurinn brotnað og mikill eldur gosið upp. Vélin sem var af gerðinni Airbus 340 var í eigu Air France og var að koma frá París. Slæmt veður var þegar slysið varð, úrhellisrigning og þrumuveður. Ekki hafa fengist fregnir af manntjóni en flugstjóri og flugmaður þotunnar voru sagðir hafa komist út úr brennandi flakinu. Þá sögðust sjónarvottar hafa séð farþega klifra út úr flaki vélarinnar. Kanadísk útvarpsstöð fullyrti að flestir farþeganna hefðu bjargast úr flakinu en það eru óstaðfestar fréttir.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðhátíðargestir komnir á land

Lang flestir þjóðhátíðargestir eru nú komnir í land þrátt fyrir truflanir á flugi í gær.  Herjólfur fór aukaferð í nótt og kom til Þorlákshafnar undir morgun og flug hófst á milli Eyja og Bakkaflugvallar klukkan sex í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Samningar harðlega gagnrýndir

Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja gagnrýnir harðlega að aukaleikarar í Eastwood-kvikmyndinni, sem verður tekin upp hér á landi, fái einungis fimm þúsund krónur á dag fyrir að leika í myndinni. Formaður félags íslenskra leikara segir fáránlegt að leikararnir þurfi sjálfir að bera ábyrgð á leikmunum.

Innlent
Fréttamynd

Skútufólki bjargað úr sjávarháska

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm í morgun með fjóra skipbrotsmenn af skútunni Svölu, sem lenti í hrakningum um 130 sjómílur suðaustur af landinu i gærkvöldi. Þegar seglið hafði rifnað í vindhviðu og lítið var orðið eftir af olíu á vélinni kallaði áhöfnin, sem er íslensk, á aðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Skaftárhlaupið hefur náð hármarki

Skaftárhlaupið náði hámarki við Sveinstind á fimmta tímanum í morgun og komst rennslið þar í 720 rúmmetra á sekúndu. Það jafngildir rúmlega fimmföldum Gullfossi á sumardegi. Rennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur hefur verið stöðugt í dag og klukkan þrjú mældist rennslið 116 rúmmetrar á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Misskilningur segir Árni

Hreimur Heimisson, söngvari Lands og sona, sakar Árna Johnsen um að hafa slegið sig í andlitið á þjóðhátíðarsviðinu í Vestmannaeyjum á sunnudag. Árni Johnsen segir að það sé misskilningur.

Innlent
Fréttamynd

Leikið við Kólumbíu í ágúst

Íslenska landsliðið í knatttspyrnu mætir Kólumbíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 17 ágúst n.k. Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar hafa valið hópinn sem mætir Suður Ameríkumönnunum.

Sport
Fréttamynd

Útlánageta getur tvöfaldast

Fjárfestingarfélagið Burðarás hverfur inn í Landsbankann annars vegar og Straum hinsvegar í mestu hræringum á íslenskum fjármálamarkaði sem um getur. Við þetta getur útlánageta Landsbankans tvöfaldast - en það jafngildir því að bankinn gæti lánað 800 milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Borgin semur við Og Vodafone

Reykjavíkurborg hefur samið við Og Vodafone um 40 ljósleiðaratengingar á víðneti fyrir helstu starfsstöðvar sínar til næstu fjögurra ára. Þær tengja saman grunnskóla og ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Söguleg viðgerð í geimnum

Gera á tilraun í dag til þess að laga þær skemmdir sem urðu þegar geimferjan Discovery var skotið á loft upp. Aldrei áður hefur geimfari verið sendur undir geimferju á ferð. Geimfarinn hefur heimatilbúna sög til viðgerða og þarf að gæta sín á að rekast ekki í viðkvæman búk ferjunnar.

Erlent
Fréttamynd

Skaftárhlaup í rénun

Hlaupið í Skaftá náði hámarki í gærmorgun en þá mældist rennslið við Sveinstind 720 rúmmetrar á sekúndu. Að sögn Sverris Óskars Elefsen hjá Vatnamælingum Orkustofnunar er því hlaupið orðið álíka hlaupunum 2000 og 2002 en mun stærra og meira en síðasta hlaup, sem var 2003.

Innlent
Fréttamynd

Hækkun á bensínverði

Essó, Skeljungur og Olís hækkuðu öll bensínverð um tvær og hálfa krónu í dag. Verð á bensínlítranum í sjálfsafgreiðslu er nú almennt 111 krónur og sextíu aurar en lítrinn af díselolíu kostar 110 krónur og sextíu aura. Hvorki Atlantsolía né Orkan hafa hækkað bensínverð. </font />

Innlent
Fréttamynd

Ekki dregur úr bókunum

Ekki hefur dregið úr bókunum til Lundúna þrátt fyrir ótta um að fleiri hryðjuverk verði framin í kjölfar sprengjuárásanna á borgina 7. og 21. júlí. Ekki ber heldur á því að fólk afpanti ferðir sínar eða breyti ferðadagsetningum, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða.

Erlent
Fréttamynd

Rússar sniðganga sjónvarpsstöð

Rússnesk stjórnvöld hafa bannað embættismönnum sínum að hafa nokkur samskipti við bandarísku sjónvarpsstöðina ABS, eftir að hún sendi út viðtal við hryðjuverkamanninn Shamil Basayev. Basayev er Tsjetseni og hefur skipulagt og stjórnað mannskæðum árásum, í Rússlandi.

Erlent