Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Þingmenn stjórnarandstöðunnar þjörmuðu að atvinnuvegaráðherra á Alþingi í morgun og sökuðu hana um óvandaða stjórnsýslu við breytingar á veiðigjöldum. Ráðherra hafnaði því og ítrekaði að málið yrði klárað á vorþingi. 10.4.2025 13:14
Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.4.2025 18:02
Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Við förum yfir skýrsluna og ræðum við einn höfunda hennar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 8.4.2025 18:02
Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Hlutabréf hríðféllu við opnun markaða og greinendur lýsa deginum sem blóðbaði. Kínversk stjórnvöld saka Bandaríkjaforseta um efnahagslegt ofbeldi. Við förum yfir rauðan dag á mörkuðum og efnahagslega óvissu í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess að ræða við hagfræðinginn Konráð S. Guðjónsson í beinni. 7.4.2025 18:03
Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Fyrrverandi formaður Sameykis sem þáði sjötíu milljóna króna starfslokagreiðslu frá félaginu telur ekkert óeðlilegt við hana. Forseti ASÍ segir greiðsluna hins vegar seint falla undir heilbrigða skynsemi. Fjallað verður um umdeildar starfslokagreiðslu stéttafélagsins um í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27.3.2025 18:15
Vorboðar láta sjá sig Vorið er mætt í Húsdýragarðinn og fyrsti kiðlingur ársins leit þar dagsins ljós í morgun þegar huðnan Kolbrá bar myndarlegum hafri. 26.3.2025 19:38
Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist með tuttugu og fjögurra prósenta fylgi. 26.3.2025 18:40
Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í fyrsta sinn í rúm tvö ár mælist hann stærri en Samfylking. Við rýnum í glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2. 26.3.2025 18:07
Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár. 26.3.2025 12:15
Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið. Eftir mikið álag sem fylgdi kæruferlinu hafi niðurstaðan verið eins og blaut tuska. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtum við myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út. 25.3.2025 18:05