Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þrjár stúlkur læstar inni og beittar of­beldi

Þrjár týndar táningsstúlkur flúðu á dögunum úr húsi í Svíþjóð þar sem þeim hafði verið haldið um mánaða skeið. Lögreglan hefur lítið viljað segja um málið annað en að það sé til rannsóknar.

Vill herja á Trump vegna þungunarrofs

Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð.

OJ Simpson er látinn

OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum.

Sam­þykktu loks frum­varp um her­kvaðningu

Úkraínska þingið samþykkti í morgun nýtt frumvarp um það hvernig haldið er utan herkvaðningu. Frumvarpið hefur verið til umræðu í þinginu í marga mánuði og tekið umfangsmiklum breytingum. Lögin þykja óvinsæla en fela meðal annars í sér að lækka lágmarksaldur herkvaðningar úr 27 árum í 25 ár og auðvelda yfirvöldum að kveðja menn í herinn.

Dæmd til dauða í stærsta fjársvikamáli Víet­nam

Víetnamskur auðjöfur hefur verið dæmdur til dauða fyrir hlut hennar í umfangsmesta fjársvikamáli landsins. Truong My Lan hefur verið fundin sek um fjárdrátt, fjár- og bankasvik og mútugreiðslur.

Erfiðir dagar í vændum á ó­reiðu­kenndu þingi

Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta.

Njósnaskandall skekur Austur­ríki

Yfirvöld í Austurríki standa frammi fyrir umfangsmiklum njósnaskandal sem bendir til þess að leyniþjónustur Rússlands séu umsvifamiklar í ríkinu og varpar ljósi á slæmt eftirlit hins opinbera. Háttsettur fyrrverandi njósnari í Austurríki var handtekinn á dögunum.

Sólmyrkvinn í beinni frá Ameríku

Íslendingar munu mögulega getað séð deildarmyrkva á sólu í kvöld. Í Mexíkó, Bandaríkjunum og í Kanada mun fólk þó geta séð almyrkva en hann má einnig sjá á netinu.

Vill inn­flytj­endur frá „huggulegum“ löndum eins og Dan­mörku

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kvartaði um helgina yfir því að fólk frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku væru ekki að flytja til Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að fólk úr fangelsum „ótrúlegra“ og „hörmulegra“ landa flæddu til Bandaríkjanna.

Sjá meira