„Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Móðir drengs sem lést eftir áralanga baráttu við krabbamein segir mikilvægt að grípa foreldra langveikra barna betur og fyrr. Foreldrarnir séu undir miklu álagi, standi vaktina allan sólarhringinn og séu margir hverjir að bugast. 3.11.2025 19:58
Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Meðal þess sem lögregla hefur haldlagt vegna umfangsmikils fjársvikamáls þar sem hundruðum milljóna var stolið af íslenskum bönkum eru bílar og rafmyntir. Ekki er útilokað að upphæðirnar reynist hærri en talið var í fyrstu. Þetta er meðal þess sem kom fram í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. 3.11.2025 18:59
Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur ekki tímabært að fjalla um mál embættis Ríkislögreglustjóra. Greiðslur til ráðgjafafyrirtækis um margra ára skeið sem nema um 160 milljónum hafa mikið verið í umræðunni síðustu daga. 3.11.2025 13:59
Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Hópur eldri borgarar hittist vikulega til að iðka rafíþróttir og er stemningin einstaklega góð á æfingum. 2.11.2025 23:03
Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Frumgerð að íslenskum hönnunarstól sem talið var að væri glötuð fannst í Góða hirðinum. Stólinn hlaut verðlaun á sýningu í Munchen árið 1961 og þykir fundurinn nokkuð merkur. Kaupandinn segist varla þora að setjast í stólinn og hefur hann lokaðan inni á skrifstofu. 1.11.2025 20:00
Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Þótt snjó sé tekið að leysa á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð víða gengið hægt vegna klakabunka á vegum og stígum sem gera fólki erfitt að komast leiðar sinnar. Hálku hefur gætt víða samhliða hlýindunum. 31.10.2025 23:19
Íhugar ekki stöðu sína Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segist ekki íhuga stöðu sína vegna greiðslna Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjafar. Ekki hafi gefist tími til að bjóða verkið út og þrjátíu milljóna króna reikningur fyrir síðasta ár sé ekki mikið miðað við tólf milljarða króna veltu embættisins á sama tíma. Hún kallar eftir því að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál embættisins. 31.10.2025 14:40
Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Áttræð hjón hafa verið föst heima hjá sér í rúma þrjá sólarhringa þar sem gatan var ekki mokuð við heimili þeirra. Þau eru ósátt við hvernig staðið var að snjómokstri og segja fá svör að fá frá borginni. 30.10.2025 19:32
Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað. 30.10.2025 19:04
Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Miðflokkurinn bætir verulega við fylgi sitt í nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingarinnar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Í förum yfir niðurstöður könnunarinnar í hádegisfréttatíma okkar á Bylgjunni klukkan tólf. 21.10.2025 11:56