
Eurovision mögulega að skila fleirum á kjörstað að morgni
Kosningarnar virðast fara vel af stað víðast hvar um landið. Í Reykjavík var kjörsókn klukkan 10 2,3 prósent sem er nokkuð meira en í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum en þá var hún 1,7 prósent á sama tíma.